Lögmannablaðið - 2016, Page 20
20 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/16
meira frumkvæði og framsýni hvað þessa hluti varðar við
skipulagningu laganáms því landslagið er að breytast og
framtíðarstörf lögfræðinga og lögmanna munu vafalaust
breytast frá því sem við eigum að venjast í dag. Eins má
reikna með því að félagið haldi nokkuð þétt utan um
umræðu sem þarf að eiga sér stað um málefni eins og
trúnaðarskyldu þeirra lögmanna sem eru í okkar hópi,
en það hefur þótt skorta á skýrar línur í þeim efnum. Þá
munum við fylgjast vel með umræðunni um fyrirhugaðar
breytingar á lögmannalögum vegna stofnunar Landsréttar,
sem hafa nýlega verið kynntar og m.a. samþykktar á félags-
fundi í Lögmannafélaginu. Það er afar mikilvægt að ekki
verði reistar takmarkanir á möguleika lögmanna sem starfa
innan fyrirtækja að fylgja málum síns umbjóðanda eftir
milli dómstiga, eins og hefur verið möguleiki á hingað til.
Sú þekking sem lögmenn úr okkar hópi hafa á deilumálum
sem þarf að leysa úr fyrir dómstólum kann í sumum tilvikum
að leiða til þess að okkar umbjóðandi óski eftir því að við
flytjum málin sjálf fremur en að útvista til utanaðkomandi
lögmanna, þó það sé allur gangur á því hvernig slíkum
málum er háttað. Þarna eru klárlega hagsmunir undir
fyrir okkar félaga.
Fókus á hefðbundin lögmannsstörf
Nú eru fyrirtækjalögfræðingar ýmist lögmenn eða ekki, hefur sá
hópur sem er innan LMFÍ verið vanræktur að einhverju leyti?
Ég vil ekki taka svo djúpt í árinni að segja að þessi hópur
hafi beinlínis verið vanræktur en fókusinn hjá LMFÍ hefur
fyrst og fremst verið á málefnum þeirra lögmanna sem
sinna hefðbundnari lögmannsstörfum. Margir núverandi
og fyrrverandi stjórnarmenn í LMFÍ starfa eða hafa starfað
sem lögmenn innan fyrirtækja þannig að okkar sjónarmiða
og hagsmuna ætti að hafa verið nægilega vel gætt. Ég sé
ekki annað en að lögmönnum og lögfræðingum sem starfa
hjá fyrirtækjum fari stöðugt fjölgandi, sem er afar jákvætt.
Vonandi verður þessi fjölgun og tilkoma FLF til þess að
auka vitund stéttarinnar um þau mál sem við erum að fást
við og auka fjölbreytnina í starfsemi fagfélaganna okkar.
Ætlum að hafa gaman að þessu
Hvers konar starfsemi hyggst FLF stunda?
Við stefnum að því að vera með a.m.k. fjóra fasta viðburði
yfir vetrartímann, annað hvort ein og sér eða í samstarfi
við fagfélögin. Ekki er ólíklegt að við teygjum okkur eftir
erlendum fyrirlesurum eftir því sem kostur verður á. Við
munum líka hvetja félagsmenn okkar til að sækja viðburði
erlendis, þar er úr mörgu áhugaverðu að velja. Ef vel
gengur og áhugi verður fyrir slíku kæmi til greina að setja
saman ráðstefnu, en það mun koma í ljós. Umfram allt
ætlum við að hafa hæfilega gaman af þessu þannig að
vonandi fer enginn súr af viðburðum á vegum FLF.
Sóknarfærin mörg og fjölbreytt
Því hefur oft verið haldið fram að sóknarfæri felist í því að
sannfæra fyrirtæki um að ráða fleiri lögfræðinga til starfa, hvað
heldur þú um það?
Það eru mörg og fjölbreytt sóknarfæri fyrir lögfræðinga og
lögmenn sem hafa áhuga á að hasla sér völl á þessu sviði.
Þetta helst vitanlega í hendur við hversu öflugt atvinnulífið
er á hverjum tíma en þróunin virðist vera að störfum á
þessu sviði fjölgar. Það er von okkar að FLF geti stuðlað að
því að auka umræðu um kosti þess fyrir fyrirtæki að hafa
lögfræðinga innan sinna vébanda, hvert hlutverk þeirra ætti
að vera og hvaða verðmæti slíkur starfskraftur geti skapað.
Ég held að stjórnendur fyrirtækja séu almennt farnir að
átta sig á þessu þó reglulega þurfi að leiðrétta algengan
misskilning um að við lögfræðingar og lögmenn séum fyrst
og fremst kostnaðarskapandi fremur en virðisaukandi. Þar
munum við vafalaust láta til okkar taka.
Eyrún Ingadóttir.
HEKLA · Laugavegi 170-174 / Audi.is