Lögmannablaðið - 2016, Síða 27

Lögmannablaðið - 2016, Síða 27
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/16 27 Eruð þið með einhverja alþjóðlega fyrirmynd að þessari þjónustu? Já, lögfræðileg útvistun hefur lengi verið stunduð erlendis, m.a. í Bandaríkjunum og í Bretlandi. Starfsmannaleigur á borð við Lawyers On Demand, til dæmis, hafa leitað leiða til að gera þjónustuna ódýrari og straumlínulagaðri og það má líkja okkur við þá. Við reynum að gera ferlin einföld og sjálfvirk þannig að kostnaður við milliliði og yfirbyggingu verði sem minnstur. Þannig verður þjónustan ódýrari án þess að skerða kjör þeirra sem taka að sér verkefni hjá okkur. Nýta margir lögmenn sér þjónustuna? Ekki ennþá. Þetta er ný nálgun hér á landi og því má búast við að það taki ákveðinn tíma að ná fótfestu. Viðskipta vinum okkar hingað til hefur hins vegar litist vel á þjónustuna og hafa nýtt sér hana oftar en einu sinni. Hve marga sérfræðinga hafið þið á ykkar snærum? Við höfum um 70 lögfræðinga og lögmenn á skrá hjá okkur sem eru með sérþekkingu á öllum mögulegum sviðum. Þar að auki hafa stærri lögmannsstofur séð sér hag í því að nota Lexitex til að leigja út sína starfsmenn í tímabundnum verkefnaskorti eða til að auka tekjur sínar. Hverjir eru viðskiptavinir ykkar? Við höfum orðið varir við mikinn áhuga hjá einyrkjum. Stofur sem eru regnhlíf fyrir marga sjálfstætt starfandi lögmenn hafa einnig sýnt okkur áhuga. Stærri stofurnar hafa fyrst og fremst viljað leigja út sína starfsmenn með milligöngu Lexitex en þess má geta að Lawyers On Demand var upp haf lega innanhúsverkefni breskrar lögmannsstofu þar sem hún hóf að leigja út eigin starfsmenn. Við sjáum því einnig ákveðin tækifæri í því að búa til innviði sem þarf til að allar lögmannsstofur geti leigt út sína starfsmenn með einföldum hætti. Hvernig fer þjónustan fram? Lögmaður sendir okkur ítarlega lýsingu á verki sem þarf að vinna ásamt kröfum um menntun og starfsreynslu þess sem mun taka það að sér. Útfrá þessari lýsingu metum við tíma- fjöldann við verkið og sendum lögmanni kostnaðar áætlun ásamt mögulegum vikmörkum. Ef lögmaður ákveður að fá full trúa Lexitex í verkið er skrifað undir samning um meðferð trúnaðarupplýsinga þar sem Lexitex og verk taki skuldbinda sig til að halda trúnaði um öll atriði sem varða málið. Eftir það getur verktaki hafið vinnu sína og fær greitt við afhendingu. Hverjir eru kostir og gallar þjónustunnar? Í fyrsta lagi getur lögmaður fengið sérfræðing í einstök verkefni þegar mikið er að gera en sveiflukenndur mála- fjöldi veldur því að oft er erfitt að ráða inn starfsfólk þar sem óvíst er að verkefnafjöldinn haldi sér. Í öðru lagi til- einka lögmenn sér oftast þröng sérsvið. Slík sérhæfing er

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.