Lögmannablaðið - 2016, Side 32
32 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/16
gagnaveitum sem staðsettar eru „nálægt“ þeim netlega séð.
Þessi nálægð ræðst m.a. af staðsetningu nafnaþjóna sem
afgreiða fyrirspurnir notenda.
Ef notendur innlends fjarskipta fyrir tækis nota nafna þjóna
úti í heimi, munu gagnaveitur afgreiða gagna flutning
þessara not enda frá gagna þjónum sem eru „nálægt“ þessum
nafn þjónum í stað þess að nota gagna þjóna sem þjóna
Íslandi, eða er staðsett á Íslandi. Umferð til þeirra verður
af þessum sökum hægvirkari og dýrari (erlent niðurhal)
en ella fyrir alla notendur. Benda má á í þessu sam bandi
vandaða skýrslu öryggishóps ICANN (aðalstjórnanda Inter-
netsins) en hún varð til þess að DNS fölsun hefur að mestu
verið aflögð í Evrópu og Banda ríkjunum, en viðgengst því
miður enn á minna þróuðum svæðum.3
Hvað hefði átt að gera?
Lögbanninu hefði átt að beina til eigenda hinna ólöglegu
vefsíðna annars vegar, og hins vegar til þeirra sem sóttu
hið ólöglega efni og notuðu það, þ.e.a.s. til brota-
manns ins sjálfs. Enn betra væri, að í stað lögbanns og
til heyr andi þvingunaraðgerða, kæmu fyrirmæli um að
fjarskiptafyrirtæki framsendi kvartanir sem þeim berast
um „ólöglega“ dreifingu efnis, til notenda sinna. Slíkar
aðgerðir má gera sjálfvirkar, þær kosta lítið, en bera mun
meiri árangur. Þeir sem nota og dreifa illa fengnu efni án
leyfis, láta oftast af slíkri háttsemi þegar í ljós kemur að
fulltrúar eigenda efnisins geta náð sambandi við þá – þótt
óbeint sé. ISNIC notar hliðstæðar aðferðir þegar kvartað
er yfir rangri lénaskráningu, sem aftur kemur í veg fyrir að
hægt sé að ná sambandi við raunverulegan rétthafa léns.
Aðferðir þær, sem hér eru tíundaðar og eru gerðar til þess
að framfylgja lögbanni á lén, eru því miður algengar í minna
þróuð um löndum eins og N-Kóreu og Kína, en Kinverjar
eru sem kunnugt er frægir fyrir sinn „Mikla kínverska
eldvegg“ (e. „The Great Firewall of China“. Hann er í raun
stórt lénalokunarkerfi, sem framkvæmir umfangsmikila
hreinsun á kínverska hluta internetsins og hindrar að
verulegu leyti aðgang almennings að fjölmörgum lénum,
eins og t.d. wikipedia.org, google.com og facebook.com.
Hefur einhverjum dottið í hug að loka aðgangi Íslendinga
að léninu facebook.com?
Höfundur er framkvæmdastjóri Inter nets á Íslandi hf.
ISNIC. Meðhöfundur tæknilegra kafla er Maríus Ólafsson,
tölvunarfræðingur, net- og gæðastjóri ISNIC.
Nýr starfsmaður
á skrifstofu LMFÍ
Í byrjun september hóf Valgeir Þór Þorvaldsson lögfræðingur störf á skrifstofu
LMFÍ tímabundið á meðan Anna Lilja Hallgrímsdóttir hdl., er í fæðingarorlofi.
Valgeir Þór útskrifaðist með meistaragráðu frá lagadeild Háskóla Íslands í
október 2015 og starfaði um tíma sem lögfræðingur hjá Samgöngustofu.
Valgeir Þór mun sjá um eftirlitshlutverk félagsins gagnvart lögmönnum, s.s.
starfsábyrgðartryggingar, undanþágur, fjárvörslureikninga ásamt fleiru. Við
bjóðum hann velkominn til starfa.
3 SAC 056 skýrsla ICANN: https://www.icann.org/en/system/files/files/sac-056-en.pdf