Lögmannablaðið - 2016, Side 36

Lögmannablaðið - 2016, Side 36
36 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/16 Helstu breytingar Hin nýju lög um útlendinga, sem taka gildi 1. janúar 2017, eru talsvert lengri og ítarlegri en núgildandi lög án þess endilega að um nýjungar í framkvæmd sé að ræða. Sem dæmi má nefna að í 3. gr. gefur nú að líta skilgreiningar hugtaka sem þýðingu hafa við beitingu þeirra en engar slíkar skilgreiningar eru í núgildandi lögum. Skýrari ákvæði en áður eru varðandi heimildir stjórnvalda til þess að synja um efnismeðferð hælisumsóknar, en þau ákvæði hafa valdið nokkrum vandkvæðum í framkvæmd. Skýrar er kveðið á um rétt fylgdarlausra barna sem fá vernd hér á landi til fjölskyldusameiningar. Hið nýja skilgrein- ingarákvæði verður einnig að telja til bóta, ekki síst er varðar skilgreiningu einstaklinga í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Ríkisfangslausir einstaklingar Samkvæmt núgildandi löggjöf getur ríkisfangslaus ein- staklingur hlotið vernd hér á landi falli aðstæður hans að flóttamannahugtakinu. Með 39. gr. hinna nýju laga er tekið af skarið um að einstaklingur sem ekkert ríki telur til borgara sinna samkvæmt landslögum eigi sjálfstæðan rétt til alþjóð legrar verndar hér á landi á grundvelli ríkis- fangsleysis síns. Er hér um mikla réttarbót að ræða gagnvart þessum hópi fólks sem stendur mjög höllum fæti í heimi þar sem ríkisfang er grundvöllur nánast allrar aðstoðar og réttinda einstaklinga samkvæmt landslögum. Alþjóðleg vernd Réttindi umsækjenda um alþjóðlega vernd eru tryggð með skýrari hætti en í núgildandi lögum. Á þetta við um til dæmis réttindagæslu, sbr. 30. gr. laganna og réttinn til Á vorþingi 2016 voru samþykkt ný heildarlög um útlendinga sem byggðu á grundvelli vinnu þverpólitískrar þingmannanefndar sem skipuð var vorið 2014. Örar breytingar í mála flokknum á síðustu árum hefur skapað þörf á heildstæðri endurskoðun á lögum um útlendinga, m.a. í þeim tilgangi að auka skýrleika laganna og skilvirkni stjórnsýslu. Frá árinu 1956 hefur Rauði krossinn á Íslandi komið að málefnum flóttamanna en félagið vinnur nú að málefnum flóttamanna og hælisleitenda í samvinnu við stjórnvöld og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Með samningi við innanríkisráðuneytið árið 2014 tók Rauði krossinn að sér enn umfangsmeiri þjónustu við hælisleitendur, þar með talið lögfræðilega aðstoð vegna umsóknar um hæli. Í þessari grein verður gerð stutt grein fyrir helstu breytingum nýju laganna er varða einstaklinga í þörf fyrir alþjóðlega vernd. NÝ LÖG UM ÚTLENDINGA BETRUMBÆTUR EN ENGIN BYLTING

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.