Lögmannablaðið - 2016, Qupperneq 38

Lögmannablaðið - 2016, Qupperneq 38
38 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/16 áhrif á bæði skilvirkni og málshraða, auk þess að skerða réttaröryggi flóttamanna. Örugg upprunaríki Í nokkrum ákvæðum laganna er vísað til lista, sem stjórn- völdum er heimilað að útbúa, yfir ríki sem talin eru örugg. Er hugtakið þannig fest enn frekar í sessi en slíkir listar yfir örugg ríki hafa lengi verið gagnrýndir af hálfu Rauða krossins, Flóttamannastofnunarinnar, ECRE1 og fleiri aðila. Slíkir listar eru bæði óþarfir og til þess fallnir að koma í veg fyrir að hver og ein umsókn um hæli hljóti fullnægjandi skoðun. Þá telur Rauði krossinn slíka lista með öllu óþarfa enda séu stjórnvöld fullfær um að greina á milli bersýnilega tilhæfulausra umsókna og annarra. Umsókn um alþjóðlega vernd Í upphaflegu frumvarpi til laganna, sem auglýst var til umsagnar á vef innanríkisráðuneytisins í desember 2015, var fallist á tillögu Rauða krossins um að kæra ákvörð- unar í máli vegna umsóknar um hæli fresti réttaráhrifum ákvörð unarinnar. Hafa bæði Rauði krossinn og Flótta- mannastofnun Sameinuðu þjóðanna ítrekað lagt til að slík frestun verði sjálfkrafa, í þágu bæði réttaröryggis um- sækjenda um hæli og skilvirkni kerfisins og málshraða. Réttarbót þessa var hins vegar ekki að finna í frumvarpi því sem innanríkisráðherra lagði fyrir Alþingi í apríl síðast- liðnum. Í 35. gr. hinna nýju laga er fjallað um framkvæmd ákvörðunar í málum um alþjóðlega vernd en þar er engin efnisleg breyting gerð að þessu leyti frá núgildandi löggjöf. Virk kærumeðferð er óaðskiljanlegur hluti réttlátrar og skilvirkrar málsmeðferðar hælisumsókna. Í þessu sambandi má benda á að töluverður fjöldi flóttamanna í Evrópu fær ekki viðurkenningu á stöðu sinni fyrr en að lokinni kærumeðferð. Frestun réttaráhrifa ákvörðunar vegna kæru er því mikilvægt úrræði til að tryggja að grundvallarreglan um bann við endursendingu (e. non-refoulement) sé ekki brotin. Sjálfkrafa frestun réttaráhrifa vegna kæru einfaldar máls- með ferð, minnkar vinnu kærunefndarinnar þar sem ekki þarf þá að taka rök studda afstöðu til beiðni um frest un réttar áhrifa, auk þess sem frestun réttaráhrifa eykur þrýst- ing á kæru nefnd ina að gæta að málshraða í kæruferlinu. Engin bylting Á heildina litið er ekki um viðamiklar breytingar á núgild- andi hæliskerfi að ræða með hinum nýju lögum, þó lögin séu skýrari og nákvæmari en áður og ráðist hafi verið í nokkrar mikilvægar réttarbætur. Höfundur er lögfræðingur hjá Rauða krossinum. 1 Europe and Council on Refugees and Exiles. Andri Árnason hrl. Edda Andradóttir hrl., LL.M. Finnur Magnússon hdl., LL.M. Halldór Jónsson hrl. Lárus L. Blöndal hrl. Sigurbjörn Magnússon hrl. Simon David Knight Stefán A. Svensson hrl., LL.M. Vífill Harðarson hrl., LL.M. Borgartúni 26 IS 105 Reykjavík +354 580 4400 www.juris.is Andri Árnason hrl. Halldór Jónsson hrl. Lárus L. Blöndal hrl. Páll Ásgrímsson hdl., LL.M. Sigurbjörn Magnússon hrl. Stefán A. Svensson hrl., LL.M. Vífill Harðarson hdl., LL.M. Borgartúni 26 IS 105 Reykjavík +354 580 4400 www.juris.is Andri Árnason hrl. Halldór Jónsson hrl. Lárus L. Blöndal hrl. Páll Ásgrímsson hdl., LL.M. Sigurbjörn Magnússon hrl. Stefán A. Svensson hrl., LL.M. Vífill Harðarson hdl., LL.M.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.