Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Qupperneq 5

Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Qupperneq 5
5 Á sama tíma voru meðallaun í landinu 667.000 kr. Það var klárt mál að við sættum okkur ekki við að vera langt undir meðal- launum og því var það okkar helsta krafa að hækka grunnröðun og að menntun iðjuþjálfa yrði metin til launa sem er í takt við kröfu BHM. Með nýju samkomulagi hækkuðu byrjunar- laun iðjuþjálfa hjá ríki í 417 þúsund og einnig voru gerðar nokkrar breytingar á orðalagi í miðlægum kjarasamningi. Að auki var samið um 4% launahækkun og eingreiðslu. Þetta samkomulag gildir til 31. mars 2019 og því er stutt í næstu samninga- lotu. Þann 1. júní var skrifað undir breytingar og framlengingu á kjarasamningi Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) og nokkurra aðildarfélaga BHM. Undir SFV heyra flest hjúkrunarheimilin auk annarra sjálfseignarstofnana. Um það bil 30 félagsmenn IÞÍ njóta kjara samkvæmt samningi félagsins við SFV. Auk IÞÍ eiga sjúkraþjálfarar, sálfræðingar, félagsráð- gjafar, þroskaþjálfar, bókasafns- og upplýsingafræðingar og Fræðagarður aðild að honum. IÞÍ er ásamt þeim aðildarfélögum BHM, sem undirrituðu kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga í mars 2016 að vinna í mati á störfum iðjuþjálfa sem starfa hjá ýmsum sveitarfélögum undir stjórn verkefnastofu um starfsmat. Tekin hafa verið viðtöl við iðjuþjálfa og var úrtakið um 45 störf. Til grundvallar liggja starfslýsingar auk þess sem iðjuþjálfar í viðkomandi störfum hafa svarað ítarlegum spurningalista. Verkefnastofa starfsmatsins sér um viðtölin og auk fulltrúa þaðan eru fulltrúi IÞÍ, viðkomandi iðjuþjálfi og næsti yfirmaður hans til staðar. Viðtölum lauk nú í sumar og verið er að vinna úr niðurstöðum og leggja þær fram til samþykkta. Á þeim fundum hefur BHM fastan fulltrúa auk þess sem fulltrúi kjaranefndar IÞÍ situr þá fundi sem varða störf iðjuþjálfa. Ráðgert er að ljúka þessari vinnu um næstu áramót. FRAMUNDAN Það voru 15 iðjuþjálfar sem útskrifuðust frá iðjuþjálfunarfræðibraut Háskólans á Akur- eyri þann 9.júní síðastliðinn og við óskum þeim innilega til hamingju. Félagið okkar fer stækkandi og það er alltaf gleðiefni þegar svona glæsilegir iðjuþjálfar útskrifast. Árið heldur áfram að vera viðburðaríkt og vonumst við til þess að sjá sem flest ykkar á þeim viðburðum sem framundan eru og má þá sérstaklega nefna málþing á alþjóðadegi iðjuþjálfa sem verður haldinn hátíðlegur um heim allan þann 27. október. Einnig munu verða auglýstir hádegisfyrirlestrar, námskeið og vísindaferð svo eitthvað sé nefnt. Mikilvægt er að við hjálpumst að við að kynna fagið okkar, birta pistla og greinar um mikilvægu störf ykkar á sem flestum miðlum. Í vor og sumar réðst stjórn IÞÍ í gerð myndbanda þar sem félagsmenn á 7 mis- munandi vinnustöðum kynna starfið sitt og erum við einstaklega ánægð með efnið. Við hvetjum félagsmenn til að horfa á og deila þessum vel gerðu myndböndum. Þau er að finna á Facebook síðu félagsins sem og á heimasíðu félagsins www.ii.is Í mars á næsta ári mun formannsstaðan breytast í fulla stöðu og við munum sameina stöðu formanns stjórnar IÞÍ og formanns kjaranefndar, undirbúningur fyrir sameinguna og rafræna kosningu fer fram á haustmánuðum og munu félagsmenn fljótlega fá fréttir af því hvernig því verður háttað. Það eru spennandi tímar framundan, félagið fer stækkandi og við viljum geta unnið að enn fleiri og spennandi verkefnum. Ósk Sigurðardóttir Formaður IÞÍ Iðjuþjálfi lætur sig varða orðstír og stöðu iðjuþjálfunar meðal almennings, stjórnsýslu og stofnana, bæði hérlendis og á alþjóðlegum vettvangi. Að tilheyra starfsstétt felur í sér skuldbindingar og ábyrgð gagnvart öðrum sem tilheyra stéttinni. Það er starfstéttin í heild sem skapar sér sess og stöðu óháð einstaklingunum sem eru innan hennar. Það er því sameiginlegt verkefni allra að vera vakandi fyrir þvi hvernig orðstír stéttarinnar og fagsins er út á við. Siðaregla 4.4. fjallar um þetta. Um leið felur hún í sér hvatningu að bregðast við ef eitthvað má betur fara og vera opin fyrir tækifærum sem hugsanlega gefast. Með því að tala saman, koma ábendingum á framfæri til réttra aðila og bregðast við ef þörf er á, getum við hvert og eitt lagt okkar af mörkum. Guðrún Áslaug Einarsdóttir formaður siðanefnar SIÐAREGLA 4.4

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.