Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Side 7

Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Side 7
7 INNGANGUR Á heimsþingi iðjuþjálfa í Höfðaborg vorið 2018 hélt kanadíski iðjuþjálfinn Karen Whalley Hammell erindi sem vakti mikla athygli. Hammell er afkastamikil fræðikona sem hefur skrifað um og þróað hugmyndir sínar um árabil. Nokkuð er um endur- tekningar í skrifum hennar en með hverri grein þéttir hún röksemdafærsluna og tengir hugmyndirnar við fræðileg sjónar- horn af ýmsum toga. Skrif Hammell hafa vakið athygli langt út fyrir raðir iðjuþjálfa og meðal annars er vitnað í hana innan endurhæfingar (Dean, Siegert og Taylor, 2012; Gibson, 2016; Larsen, Juritzen, Knutsen og Feiring, 2017) og fötlunarfræði (Shakespeare, Cooper, Dikmen og Poland, 2018). Hammell er gagnrýnin fræðikona. Að beita gagnrýnum sjónarhornum felur í sér að rýna í og draga í efa margt af því sem alla jafna er gengið að sem vísu, það er, hugmyndir, staðhæfingar, forgangsröðun og vinnubrögð sem eru talin eðlileg og „rétt“ innan ákveðinnar menningar (Eakin, Robertson, Poland, Coburn og Edwards, 1996; Haraway, 1988; Harvey, 1990). Slík umræða hefur verið áberandi innan kynjafræði, fötlunarfræði og annarra margbreytileika- og minnihlutahópafræða síðustu áratugina en einnig innan heilbrigðisvísinda (Eakin o.fl., 1996; Gibson, 2016), svo sem innan iðjuþjálfunar (Njelesani, Gibson, Nixon, Cameron og Polatajko, 2013; Njelesani, Teachman, Durocher, Hamdani og Phelan, 2015; Robertson, Warrender og Barnard, 2015). Þegar slíkri gagnrýni er beitt, og grannt er skoðað, kemur oft í ljós að viðteknum hugmyndum og venjum er haldið á lofti í skjóli valds og yfirráða án þess að fólk geri sér endilega grein fyrir því – eða kýs að afneita að sú sé raunin. Nærtækt dæmi er tregða fagfólks í endurhæfingu, þar á meðal iðjuþjálfa, til að viðurkenna valdamisvægið milli fagfólks og skjólstæðinga og hvernig hugmyndin um eðlilegt og gott líf byggir á ímyndinni um heilbrigðan og hraustan líkama (Hammell, 2015a). Þegar gagnrýnin beinist að lífi og starfi fólks er hætt við að því finnist vegið að sér og félagslegri tilvist þess jafnvel ógnað. Ástæðan er sú að þar með er vegið að viðteknum venjum sem hafa hugsanlega verið leiðarstef í lífinu og jafnframt gert öðrum kleift að þekkja mann og skilja (Nanna Hlín Halldórsdóttir, 2015). Við erum meðvitaðar um að skrif okkar hér eru af sama meiði, en vonumst til að hægt verði að nýta þau á markvissan og uppbyggilegan hátt til að stuðla að frjórri umræðu innan fagsins og við samstarfsfólk í heilbrigðis- og velferðarmálum. Við vekjum jafnframt athygli á því að þótt skrif Hammell einkennist af gagnrýni þá er þar einnig að finna mikla trú á fagið og því sem það stendur fyrir (Hammell, 2017). Það verður að telja iðjuþjálfun til tekna að þar sé rými fyrir svo gagnrýna umræðu enda ber það vott um ótvíræðan styrkleika og vilja til framþróunar og breytinga. Í þessari fræðilegu samantekt höfum við kosið að taka fyrir tiltekin málefni sem Hammell hefur fjallað um og tengjast áherslum og forgangsröðun innan fagsins. Að undangenginni skimun á verkum Hammell var ákveðið að byggja saman- tektina á 16 greinum frá árunum 2004-2018, sem valdar voru með það að markmiði að varpa ljósi á umfjöllun hennar um valin málefni. Tekið skal fram að Hammell ritaði greinar um önnur viðfangsefni á þessu árabili sem og bók um sjónarhorn á endurhæfingu og fötlun (Hammell, 2006). Einnig ritstýrði hún ásamt annarri fræði- konu bók um eigindlegar rannsóknir (Hammell og Carpenter, 2004). Þótt skrif Hammell séu hér í brennidepli er vísað í skrif annars fræðafólks þar sem við á til að setja efnið í víðara samhengi. Hér er því ekki um dæmigerða fræðilega heimilda- samantekt að ræða. Í upphafi greinarinnar verður fjallað um gagnrýni Hammell á ríkjandi flokkun og skilgreiningar á iðju. Því næst verður vikið að umfjöllun hennar um viðurkenndar hugmyndir og kenningar í iðjuvísindum og iðjuþjálfunarfræði og „draumsýninni“ um notenda-/skjólstæðingsmiðaða nálgun. Á síðustu árum hefur Hammell fundið áherslum sínum á réttinn til iðju og baráttu gegn misrétti farveg innan færninálgunar- innar (e. capability approach) og verður þeirri umfjöllun gerð nokkur skil. Í lokaorðum verða dregnir saman helstu lærdómar af skrifum hennar og hvernig hægt er að heimfæra og tengja þá við íslenskt samfélag og störf iðjuþjálfa á Íslandi. IÐJA OG GILDI HENNAR Innan iðjuþjálfunar er sterk hefð fyrir því að flokka iðju fólks eftir „sýnilegum“ tilgangi hennar í eigin umsjá, störf og tóm stunda- iðju/leik. Einnig hefur verið ríkjandi sú afstaða að sjálfstæði og frammistaða fólks á þessum sviðum sé mikilvæg fyrir lífsgæði þess og velferð. Þessi sjónarhorn birtast lives of people who are independent, autonomous and productive at the labour market. This is for example manifested in the traditional classification of occupation by its purpose into self-care, productivity and leisure rather than by the meaning it has to people. Furthermore, through her critical analysis of client-centered practice she has identified several means by which power is held and exercised by the occupational therapy profession and socially and culturally specific ideologies are maintained. During the last ten years Hammell has increasingly turned her focus towards the issue of occupational rights and used the capability approach as a tool to demonstrate the role of occupational therapists in advancing people’s possi- bilities to engage in meaningful occupations. Even though Hammell’s arguments can be challenging for occupational therapists, she also expresses faith in the occupational therapy profession. We, the authors, encourage Icelandic occupational thera- pists to use her critical discussion constructively to enable people’s right to engage in meaningful and purposeful occupations through an emphasis on their opportunities to do what they have abilities to do. This includes an in creas- ed emphasis on the way in which different con texts, barriers, and oppor- tunities affect and shape the lives and well-being of people and communities. Increasing number and higher edu- cational level of Icelandic occu pational therapists has the potential of opening up diverse possibilities for practice in a wide range of settings, including health and social policymaking, with the aim of promoting people’s potential for occu- pational engagement. Then occu pation- al therapy will become even more im- portant, relevant, and valuable to Icelandic society. Keywords: occupational therapy, critical perspective, culture, social power, theo retical development

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.