Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Qupperneq 9

Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Qupperneq 9
9 sem „hlutdeild í lífsaðstæðum“ eða „félags- leg aðild að daglegu lífi”. Rannsóknir sýna að fólk með skerðingu upplifir að þátttaka vísi meðal annars til þess að hafa val og vera við stjórn, vera til staðar fyrir aðra, leggja eitthvað til velferðar annarra, styðja og aðstoða aðra, vera í gagnkvæmum og merkingarbærum tengslum og eiga aðild að og stuðla að velsæld samfélaga (Hammell o.fl. 2008; Hammell, 2014; Van de Velde, Bracke, Van Hove, Josephsson og Vanderstraeten, 2010). Hlutdeild í iðju (e. occupational engagement) og mannleg tengsl eru óháð framkvæmd athafna, en engu að síður samofin bæði iðju- og þátttökuhugtakinu. NOTENDA- OG SKJÓLSTÆÐINGSMIÐUÐ NÁLGUN OG ÞJÓNUSTA Umræðan um skjólstæðingsmiðaða iðju- þjálfun (e. client-centred practice) hefur lengi verið Hammell hugleikin (Hammell, 2007a, 2007b, 2013, 2015a). Í skilgreiningu Heimssambands iðjuþjálfa (World Fede- ration of Occupational Therapists, 2012) segir beinum orðum að þjónusta iðjuþjálfa sé skjólstæðingsmiðuð (e. “Occupational therapy is a client-centred health profess- ion“) sem hlýtur að fela í sér að hún sé bæði aðalsmerki og einkenni iðjuþjálfunar. Svipað orðalag er að finna í yfirlýsingu sambandsins um skjólstæðingsmiðaða þjónustu (World Federation of Occupational Therapists, 2010) og í siðareglum iðjuþjálfa víðast hvar, meðal annars hér á landi (Iðjuþjálfafélag Íslands, 2001). Það að réttindi og þarfir notandans séu „taldar vera í fyrirrúmi“ hefur því orðið óað- skiljanlegur hluti af fagsjálfi iðjuþjálfa sem kynna þjónustu sína gjarnan með þessum formerkjum. Hammell bendir hins vegar á að iðjuþjálfar þjóni tveimur herrum, það er notendum og kerfinu, og þegar á reyni hætti þeim til að standa með vinnu- veitendum sínum og samstarfsfólki frekar en notendum. Reglur og siðvenjur sem lúta að verklagi og starfsháttum í velferðar- þjónustu eru hannaðar af starfs fólki og miðast ljóst og leynt við þeirra þarfir ekki síður en þarfir notenda. Togstreita milli eigin hagsmuna og hagsmuna notenda er því óumflýjanleg (Hammell, 2013). Einnig ber að hafa í huga valdamuninn milli óbreyttra starfsmanna og stjórnenda og að það þarf oft sterk bein til að rísa upp gegn viðteknum venjum, vinnubrögðum og yfirvaldi. Skjólstæðingsmiðuð iðjuþjálfun er að mati Hammell tvíbent og það rökstyður hún með því að draga fram nokkur lykilatriði. Til að mynda felst ákveðin mótsögn í því að þjónusta, sem snýst um óskir og þarfir notenda sé skilgreind af iðjuþjálfum en ekki notendunum sjálfum. Einnig má nefna að þótt ýmsir rannsakendur (m.a. Cott, 2004; Egilson, 2011, 2015; Guðrún Pálmadóttir, 2008; Hansen, Kristensen, Cederlund, Lauridsen og Tromborg, 2018; Óladóttir og Pálmadóttir, 2017) hafi leitað álits notenda á því hvers konar þjónusta mæti þörfum þeirra best, hafi þær upplýsingar ekki ratað inn í hina opinberu skilgreiningu hugtaks- ins. Þá bendir Hammell á að það skorti í raun fullnægjandi gögn til að styðja fullyrðinguna um skjólstæðingsmiðaða iðjuþjálfun. Að sjálfsögðu sýni margar rannsóknir að alla jafna leggi iðjuþjálfar sig fram við að jafna hinn kerfislæga valdamun milli fagmanns og skjólstæðings og sjái til þess að þjónusta þeirra sé í takt við þarfir og óskir notenda. Rannsóknir sýni hins vegar líka hið gagnstæða þar sem iðjuþjálfar virðist áhugalitlir um líf notenda og veiti þjónustu sem fylgi fyrirfram stöðluðu kerfi (Abberley, 1995; Palmadottir, 2006; Petersen, Hounsgaard, Borg og Nielsen, 2012). Hammell bendir á að hjá fagstétt sem hafi skjólstæðingsmiðaða nálgun að leiðarljósi ætti hið notendamiðaða sjónarhorn að vera sýnilegt í öllu því sem gert er, það er þjónustu, rannsóknarstarfi og smíði kenninga og verkfæra sem þar er beitt (Hammell, 2013, 2015a). Í rannsóknum innan iðjuþjálfunar séu notendur fyrst og fremst í hlutverki „viðfanga“ sem láti í té upplýsingar um reynslu sína og vitneskju sem síðan sé túlkuð af öðrum. Reynslan hafi þó sýnt að gögn úr eigindlegum rannsóknum meðal notenda nýtist vel til að þróa og efla iðjukenningar og gera þær notendamiðaðri. Sem fyrr segir hafa slíkar tilraunir ögrað ríkjandi hugmyndum og kenningum (Hammell, 2011; Jonsson, 2008). Þá má einnig íhuga takmarkaða aðkomu notenda að hönnun matstækja. Meira að segja Kanadíska færnimælingin (Canadian Occupational Performance Mea- sure - COPM) – verkfærið sem talið er hvað mest skjólstæðingsmiðað – er þróað án aðkomu notenda (Law. o.fl., 2014). Vissulega gefist notandanum tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum og þörfum á framfæri þegar matstækið er lagt fyrir og hafa þannig (vonandi) áhrif á þjónustuna sem fylgir í kjölfarið. Hins vegar koma flokkarnir, sem atriðin í matstækinu falla undir, oftast frá hugmyndasmiðum innan iðjuþjálfunar en ekki frá notendum og eru því ekki endilega til þess fallnir að endurspegla iðju sem skiptir notendur máli samanber umræðuna um flokkun iðju hér að framan. Á síðustu árum hefur þó færst í vöxt að hafa rýnihópaumræður eða samtöl við notendur áður en matstæki eru endanlega þróuð eða þýdd yfir á annað tungumál. Dæmi um slíkt eru Mat á þátttöku og umhverfi barna og ungmenna (Coster o. fl., 2012; Gunnhildur Jakobsdóttir, Snæ- fríður Þóra Egilson og Kjartan Ólafsson, 2015) og Spurningalisti um skjólstæðings- miðaða þjónustu (Cott, Teare, McGilton og Lineker, 2006; Sólrún Óladóttir og Guðrún Pálmadóttir, 2013) Hammell verður tíðrætt um hið faglega vald sem þrífst meðal annars í krafti fag- menntunar og félagslegrar stöðu, en hvort tveggja er iðjuþjálfum alla jafna í hag og getur óafvitandi haft áhrif á tengsl og möguleika á samstarfi við notendur á jafningjagrunni. Stundum er haft á orði að iðjuþjálfar „efli skjólstæðinga sína“, en slíkt orðfæri endurspeglar hugmyndir um ójafna stöðu aðila og að iðjuþjálfinn búi yfir valdi til þess að efla notandann sem er þá sjálfur vald- og hlutverkalaus. Til að efla vald notenda þarf að skapa þeim tækifæri. Til að svo megi verða þurfa iðjuþjálfar að átta sig á þeim duldu áhrifaþáttum sem liggja í hinu félagslega og stjórnsýslulega umhverfi eins og viðteknum viðhorfum og aðgerðum (Hammell, 2013, 2015a). Þótt skilningur fólks á færni og fötlun hafi breyst á undanförnum árum er enn sú hugmynd ríkjandi að takmörkuð þátttaka fólks með einhvers konar skerðingar tengist fyrst og fremst skerðingunni sjálfri en ekki þáttum eins og lélegu aðgengi, fátækt eða ófullkominni stefnumótun sem miðast við ákveðna forgangshópa. Sem dæmi má nefna áherslu framkvæmdavaldsins á bætt vegakerfi til að greiða fyrir umferð einkabifreiða í stað þess að beina sjónum að skilvirkum almenningssamgöngum sem eru aðgengilegar fyrir alla. Staða, hlutverk og tengsl þeirra sem nota og veita þjónustu fá nú vaxandi athygli meðal rannsakenda og ýmsar stjórnsýslu- legar aðgerðir hafa átt sér stað eða eru í farvatninu í þeim tilgangi að draga úr hinu hefðbundna valdamisvægi. Þar má nefna ný lög (nr. 38/2018) um þjónustu við fólk með langvarandi stuðningsþarfir þar sem lögð er áhersla á að notendur séu í meirihluta í nefndum. Breyting á þátttöku og valdastöðu notenda hefur ekki einungis áhrif á samskipti þeirra við fagfólk heldur einnig á hugmyndina um fagmennsku. Í nýútkomnu þemahefti um rannsóknir á norrænni velferðarþjónustu gerir Andreassen (2018) grein fyrir hvernig

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.