Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Qupperneq 15

Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Qupperneq 15
15 algengt og ég ákvað að gera það vegna þess að ég hef svo mikinn áhuga á börnum með fötlun, að skrifa sögu um ömmu sem á tvö barnabörn og annað þeirra er með einhverfu. Ég fór með hluta sögunnar í bústaðinn okkar í Hampshire og notaði mína reynslu í söguna þó ég eigi ekki sjálf barnabörn með einhverfu.“ HEFURÐU SKRIFAÐ OG UNNIÐ ALLAR BÆKURNAR EIN EÐA Í SAMSTARFI VIÐ AÐRA? „Ég á vinkonu í Kanada sem elskar barna- bækur og við höfum skrifað þær saman, hún í Kanada og ég í Bandaríkjunum. Við höfum notað Google docs og þannig hef ég skrifað allar barnabækurnar mínar ef ég hef skrifað með öðrum sem býr ekki á sama svæði og ég. Mig vantaði teiknara til að teikna inn í bækurnar þar sem ég gef þær út sjálf. Ég er í Rotary-klúbb og fór á fund þeirra þegar ég bjó á Akureyri. Í Rotary- klúbbnum mínum tilkynnti ég að mig vantaði teiknara, en það er eitthvað sem hægt er að gera þegar maður tilheyrir svona klúbbi, og einn vina minna þar sagðist vita af konu sem væri mikill listamaður. Þannig fékk ég teiknara og ég skrifaði þessa bók sem hluta af Slagle-fyrirlestrinum mínum til að kynna iðjuþjálfun vel fyrir börnum með að skrifa sögu þar sem einhverft barn er söguhetjan. Það var fyrsta bókin mín, How full is Sophias backpack?, þar sem ég setti inn efni um skólatöskur – og ég féll fyrir þessu formi. Þetta er eins og að fá sér bita af bragðgóðu súkkulaði og þú veist að þú ættir ekki að fá þér annan bita en gerir það samt. Þess vegna hef ég skrifað 16 bækur.“ HVAÐ HEFUR HELST HVATT ÞIG ÁFRAM Í SKRIFUM BÓKANNA? „Það sem hvatti mig áfram var…, ég veit ekki hvort þið þekkið bókaflokkinn The Turtle? Hann er mjög vinsæll í Banda- ríkjunum og ég held hér á Íslandi líka. Mér var boðið á ráðstefnu Kanadísku iðjuþjálfa- samtakanna þar sem mér voru veitt verðlaun fyrir tímaritið mitt og ég vissi ekki að það var annar aðili sem væri að fá þessi verðlaun um leið og ég. Ég spurði hana af hverju hún væri að fá þessi verðlaun og hún svaraði fyrir að skrifa barnabók fyrir kanadísku iðjuþjálfasamtökin - Canadian association of occupational therapists, bæði á frönsku og ensku. Þegar ég skoðaði bókina sá ég að hún samdi líka bækurnar um Franklín skjaldböku. Höfundur Frank- líns er iðjuþjálfi. Ég sagði henni frá hugmyndum um mína bók og hún hvatti mig áfram. Henni til heiðurs hef ég allar mínar bækur jafn stórar og þær fást allar á bókasafni þingsins í Bandaríkjunum, sem er mjög flott. Fyrsta bókin mín var öðruvísi en sú sextánda, ég vinn þær með nemum, með fólki út um allan heim, svo ef ykkur langar að skrifa bók eða einhver á Íslandi þá hafið samband við mig. Það er svo gaman að gera þetta og efnið er svo fjölbreytilegt. Eitt af þeim var að fá bólusetningu, oft hafa foreldrar í Bandaríkjunum áhyggjur af því að bólusetja börnin sín við mislingum svo við gerðum bók um það. Ég minntist áðan á elliglöp, mamma mín hafði elliglöp. Það var mjög erfitt fyrir fólk að skilja af hverju hún mundi ekki nöfn fólks svo við gerðum bók um það. Við gerðum eina um iðjuþjálfun með hestum, einelti í mötuneytum í skólum og þess háttar reynslu. Þær eru allar til á Amazon ef þið viljið skoða meira en lýsingar á þeim má finna á blogginu mínu.“ EF VIÐ BREYTUM NÚ UM UMRÆÐUEFNI, HVAÐ VAR ÞAÐ SEM VAKTI HELST ATHYGLI ÞÍNA Á ÞESSARI RÁÐSTEFNU? „Það sem stóð upp úr fyrir mig á þessu þingi var samvinna og góðvild milli fólks auk þess að læra ný hugtök. Menntunarhluti þessarar ráðstefnu er auðvitað mikilvægur og mér finnast gæði fyrirlestranna hafa verið frábær, það er gaman að heyra mismunandi sjónarhorn frá mörgum mismunandi löndum. Í Bandaríkjunum eru stór samtök iðjuþjálfa og nema sem horfa á hlutina einungis á landsvísu. Eitt af því sem er afar mikilvægt og eitt af áhersluatriðunum í doktorsnámi okkar er að vera heimsborgari svo ég held að koma hér hjálpi fólki að sjá hversu samtengd iðjuþjálfun er en um leið hversu háð við ættum að vera hvert öðru um að koma faginu áfram, hafa tungumál sem við skiljum og sem aðrir skilja líka. Þetta þing var sérstaklega mikilvægt fyrir háskólann okkar. Ég fékk skólastjórann okkar til þess að samþykkja að við yrðum aðal styrktaraðilar þessa þings, ég vissi að það yrði erfitt fyrir WFOT að fjármagna þingið í Suður-Afríku. Ég vildi að fólk vissi að Boston University væri öflugur stuðningsaðili fyrir vöxt fagsins á heimsvísu. Þetta var í fyrsta sinn sem við gerðum þetta. Reynslan fór fram úr mínum stærstu væntingum, mér finnst svo gott að vera tengd fólki eins og ykkur. Ég á fullt af vinum út um allan heim og að fá að hitta þá fjórða hvert ár á þingi er frábært.“ HVAÐ FINNST ÞÉR AÐ SÉ MIKILVÆGASTA MÁLEFNIÐ FYRIR IÐJUÞJÁLFA ÚT UM ALLAN HEIM NÚ Á DÖGUM? „Ég held að í Bandaríkjunum sé iðjuþjálfun orðin þekkt fyrirbæri. Hún er flokkuð sem eitt af 10 bestu störfum sem hægt er að sinna svo ég held að fólk viti orðið hvað iðjuþjálfun er. Eitt af því sem við verðum að fara varlega í er að horfa á hver sér um endurgreiðslu vegna iðjuþjálfunar. Í Bandaríkjunum fær fólk endurgreitt í gegnum þriðja aðila. Við þurfum að passa okkur á því að það stýri okkur ekki í því að veita þá bestu þjónustu sem mögulegt er. Ef okkur er sagt að við getum bara hitt einhvern í vissan tíma eða fyrir vissa þjónustu, þá má það ekki hafa áhrif á það að við veitum þá bestu iðjuþjálfun sem möguleg er. Gagnreyndar upplýsingar eru orðnar miklar svo við vitum orðið hvað virkar og við verðum alltaf að hafa það í huga. Í alþjóðlegu samhengi er iðjuþjálfun ekki vel þekkt alls staðar og ég held að við getum unnið saman að því að taka á stóru félagslegu þáttunum. Það er mjög mikil- vægt að við tileinkum okkur hamfara- stjórnun eins og WFOT hefur gert. Að við verðum hluti af heildarlausninni á málum sem eru þung í samfélagi okkar, eins og einelti og ofbeldi. Það eru málefni sem við getum rætt á alþjóðlegum grundvelli vegna þess að þar erum við stór og getum látið í okkur heyra. Það er það helsta sem við þurfum að hafa í huga fyrir framtíð fagsins. Það er að við tileinkum okkur skjólstæðings- miðaða, gagnreynda og iðjumiðaða þjón- ustu. Ekki láta truflast af því hver muni borga, eða að enginn viti hver við erum, þá gefumst við bara upp. Þetta snýst um að hafa rödd og ef einhver skilur þig ekki á þann hátt, breyttu því þá. Haltu áfram að aðlaga og útskýra þangað til fólk veit um hvað málið snýst.“ AÐ SÍÐUSTU SPURNINGUNNI OKKAR, HVAÐA RÁÐ VILTU GEFA NÝÚTSKRIFUÐUM IÐJUÞJÁLFUM? „Ráðgjöfin þarf að byrja meðan þeir eru í skólanum. Þeir þurfa að hafa fyrirmyndir í kennurunum sem eru meðlimir þjóð- félagsins, sem eru með á hreinu hvað er mikilvægt í iðjuþjálfun og í þeim sjálfum. Ég held að það að hafa gott sjálfsálit geri þig að betri iðjuþjálfa. Þú gerir mistök og lærir. Þetta er það sem ég segi mínum nemendum, láttu heyra í þér, vertu talsmaður fagsins, finndu eitthvað sem kveikir í þér. Þetta snýst ekki um okkur heldur skjólstæðingana, einstaklingana í samfélaginu, þjóðina. Farðu á staðinn, hlustaðu, finndu út hvaða þarfir þeir hafa og finndu svo hvað þú getur gert til að uppfylla þær. Beittu valdeflingu, vertu hluti af lausninni en ekki vera hræddur. Það er mjög mikilvægt að vera þarna úti, í samfélaginu.“ Við þökkum Karen Jacobs kærlega fyrir og kveðjum.

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.