Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Side 20

Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Side 20
20 AÐDRAGANDI: Undanfarið hefur orðið hlutfallsleg fjölgun fólks í aldurshópnum 18-25 ára sem vísað er í þjónustu Starfsendurhæfingar Hafnar- fjarðar. Á árinu 2016 var tæpur fjórðungur fólks sem vísað var í þjónustu á áðurnefndu aldursbili og um 60% 35 ára eða yngra (2017, Ársskýrsla SH). Starfsfólk Starfs- endurhæfingar Hafnarfjarðar taldi þörf á að þróa úrræði til þess að mæta þörfum þessa hóps betur en hingað til hefur verið gert, meðal annars vegna þess hve margir hafa takmarkaða eða jafnvel enga reynslu af vinnumarkaði. Við veltum fyrir okkur hvort styttri hnitmiðaðri námskeið myndu frekar henta yngri hópi. Áður en farið var í að skipuleggja þessa vinnu var sótt um styrk til VIRK vegna styrkja til rannsókna- og þróunarverkefna. Í kjölfar þess, eða í apríl 2017, var farið í ferð til Toronto og Ottawa í Kanada, þar sem við heimsóttum fjóra staði sem vinna með ungt fólk. Þessir staðir voru heimsóttir: Halton Industry Education Council , Jewish Vocational Center, Toronto, Nation Cheong United Way of Toronto, Youth Success Strategy. Við fengum frábærar móttökur og fullt af efni sem við höfum getað nýtt okkur í þessari vinnu. Eins höfðum við samband við Önnu Lóu Ólafsdóttur sem hafði reynslu af vinnu með ungu fólki (Stökkpallur) og þaðan fengum við ráð og hugmyndir. Einn liður í undirbúningsvinnu fyrir verkefnið var að kalla saman rýnihóp. Hann samanstóð af fimm ungmennum sem ekki voru í vinnu eða skóla. Eftirtaldar spurningar voru lagðar fyrir hópinn og niðurstaða umræðna úr hópnum nýttar m.a. til að byggja upp námskeiðið: 1. Fyrir hverja er starfsendurhæfing ? 2. Hvað græðir maður á því að fara í starfsendurhæfingu? 3. Hvað á að leggja áherslu á í starfs- endurhæfingu? 4. Hvaða fög á að kenna? 5. Hvað er markmið með starfs- endurhæfingu? 6. Hvenær er æskilegt að fólk byrji í starfsendurhæfingu? Iðjuþjálfaneminn Linda Ósk Þorvaldsdóttir kom talsvert að verkefninu þann tíma sem hún var nemi hjá undirritaðri. Hún þýddi meðal annars fyrir okkur mörg verkefni frá Kanada og hafa þau nýst vel í vinnu með unga fólkinu. Í kjölfarið á þessari undirbúningsvinnu settum við upp markmið og rannsóknar- spurningu sem við ætlum að svara að sex mánuðum liðnum. MARKMIÐ: Að styrkja ungt fólk til atvinnuþátttöku, ýta undir andlegan og félagslegan styrk til að auka möguleika þeirra á að taka þátt í atvinnulífi eða fara í nám. Að efla hjá ungu fólki trú á eigin getu og auka virkni þeirra í daglegu lífi. RANNSÓKNARSPURNING SEM SETT VAR FRAM: Henta stutt hnitmiðuð námskeið í starfs- endurhæfingu ungu fólki til að ná aukinni færni, líkamlega, andlega og félagslega til að komast út á vinnumarkað eða í skóla? Er þetta leið sem hentar ungu fólki til að verða virkir þjóðfélagsþegnar? AÐFERÐ: Unnið var út frá heildrænni nálgun, þ.e.a.s. út frá líkamlegum, andlegum og félagsleg- um þáttum. Haft var að leiðarljósi að virkja bakland einstaklings eins og kostur er. Við byggðum námskeiðið upp á reynslu Kanadamanna. Þar var lögð áhersla á stutt hnitmiðað námskeið sem endaði í starfsprófun. Í megindráttum var námskeiðinu skipt upp í þrjá hluta: Í FYRSTA HLUTA (8 VIKUR): a. Lögð fyrir matstæki: Sjálfsmatskvarði Rosenbergs, COPM-viðtal, listi með spurningum um daglegar venjur, Hlutverkalistinn, Áhugalistinn, fylla út iðjuhjólið. b. Fræðsla – vinna með jákvæða sjálfsmynd, trú á eigin getu og eigin áhrifamátt, valdefling, sjálfsefling, HAM – vinna með hugsanir, kvíðastjórnun / að hafa stjórn á eigin aðstæðum. Mikilvægi hreyfingar / líkamsrækt. Í ÖÐRUM HLUTA (6 VIKUR): a. Mikilvægi þess að setja sér markmið, að búa sér til nýjar venjur, að vera í núinu, skipuleggja tímann sinn (að dagurinn hafi upphaf og endi), að hafa áhugamál, eigin umsjá / mikilvægi þess að hugsa vel um sig. Hverjir eru styrkleikar mínir, hverjar eru hindranir mínar? b. Vinnutengd námskeið; hvað gerir mig að eftirsóttum starfsmanni? Æfa sig í tjáningu. Búa til ferilskrá. Hvar langar mig að vinna? Hreyfing. Finna stað fyrir starfsprófun. Í ÞRIÐJA HLUTA (10 VIKUR): a. starfsprófun / aðlögun að starfi. b. stuðningur. c. mat á starfsgetu. d. aðstoð við atvinnuleit. GREIN Elsa Sigríður Þorvaldsdóttir, iðjuþjálfi með MA í heilbrigðisvísindum ÞRÓUNARVERKEFNI – UNGT FÓLK TIL ATVINNUÞÁTTTÖKU

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.