Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Page 24

Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Page 24
24 Ég hef mikinn áhuga á að vinna að forvörnum og hef unnið við það síðastliðin fimmtán ár hjá Vinnueftirliti ríkisins. Ég hef einnig tekið þátt í flestum skólatöskudögum og verið með fræðslu á vorin síðastliðin ár varðandi skólatöskurnar. Áhugi minn fyrir forvarnarstarfi byrjaði eiginlega snemma og hef ég alltaf hugsað hvað hægt væri að gera til að bæta t.d. líðan og umhverfi. Þegar ég var í mínu námi í iðjuþjálfun kynntist ég hugmyndafræði Jane Ayres. Þá langaði mig að kanna áhrif grindargliðnunar á fóstrið, það er ef móðir ætti erfitt með að hreyfa sig vegna verkja á meðgöngunni og hvaða afleiðingar það gæti haft á hið ófædda barn. Tilgangurinn með þessu var að fræða móðurina um hvað hún gæti gert til að létta sér verkið og draga úr verkjunum. Ég er leiðbeinandi í Stimulastik og má kenna það. Stimulastik kemur frá Dan- mörku, er samsett úr orðunum stimulation og gymnastik og á upphaf sitt í hugmyndafræði Jane Ayres. Foreldrum er kennt að hafa áhrif á öll skynfærin með æfingum/leikjum og eru fræddir um tilganginn. Í þessu námskeiði er farið í gegnum æfing- ar/leiki sem hægt er að gera heima og kennt er nudd þar sem það er mikilvægur þáttur í tengslamyndun. Markmiðið er að foreldrar og börn tengist góðum böndum. Börnin fá þá athygli sem þau þurfa og foreldrar eru upplýstir um tilganginn með því sem verið er að gera. Námskeiðið er einstaklings- miðað og þess vegna eru fáir í einu á námskeiðinu til þess að hægt sé að sinna hverjum og einum. Foreldrar geta rætt við mig í einrúmi, ef það eru einhverjar áhyggjur, og fá þá svör við þeim. Í forvarnarskyni hef ég verið með fræðslu fyrir starfsfólk ungbarnaleikskóla, bæði með tillögur að æfingum/leikjum eða ýtt undir það sem þau hafa verið að gera. Ég hef rætt um leikvelli bæjarins, hvernig hægt er að nýta þá og umhverfið í hverfinu. Ég hef séð marga góða leikvelli sem ýta undir leiki og æfingar en því miður eru margir þeirra mjög einhæfir. Þar sem ég er upptekin af forvörnum þá fór ég í nám í TEBA-þjálfun sem er tengsla- myndun eða á þýsku Therapie zum elementaren Bindungsaufbau. Það er hægt að ráðleggja foreldrum sem eiga börn sem gráta mikið og erfitt er að hugga. Það er alltaf einhver skýring á grátinum og hægt að aðstoða þá með það eða vísa þeim annað. Nýjustu rannsóknir um tengingar í heila ungbarna sýna að öll samskipti á milli foreldra og barns eru mikilvæg fyrstu 3 mánuðina, fyrsta árið og fyrstu 7 árin. Barnið sýnir viðbrögð rétt eftir fæðingu. Þetta hefur styrkt mig enn frekar í því að geta haft áhrif á foreldra og ungabarn. Ég hef haft mikinn áhuga á vinnuumhverfi barnshafandi kvenna, hvort sem það sé vinnustaðurinn eða heimilið, og áhrif þess á hið ófædda barn. Ég hef kynnt mér nýjustu rannsóknir varðandi það og út frá þeim upplýsingum hef ég verið að útbúa fræðslu og gátlista til að koma í veg fyrir að konur séu að vinna við hættulegar aðstæður á meðgöngunni. Því miður er álagið og streitan mikil í þjóðfélaginu og ef þunguð kona er stöðugt í streitufullu umhverfi hefur það áhrif á hið ófædda barn. Hvernig verður þetta barn þegar það er undir miklu álagi? Er það mjög kvíðið eða er það sérstaklega viðkvæmt? Já, það eru margar spurningar og mikilvægt að bregðast við. Ég mun halda áfram að vera með námskeið fyrir foreldra og ungabörn. GREIN Hafdís Sverrisdóttir, iðjuþjálfi með framhaldsmenntun í nærumhverfi barna og unglinga, leyfishafi í Stimulastik ungbarnafimi LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.