Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Blaðsíða 25

Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Blaðsíða 25
25 GREIN Maren Ósk Sveinbjörnsdóttir, iðjuþjálfi á Reykjalundi, starfsendurhæfingu Ég er fædd og uppalin á Höfn í Hornafirði. Að loknu námi í iðjuþjálfun árið 1986 hugðist ég ekki snúa aftur heim til Hafnar, því ég sá ekki fyrir mér mikla atvinnu- möguleika þar. Ég flutti þó þangað í janúar 1991, þá búin að vinna á geðdeild Landspítalans í 4 ár. Ég var með fyrstu iðju- þjálfunum sem fóru út á land að vinna, en þeim hefur sem betur fer fjölgað með tilkomu Iðjuþjálfanámsins við Háskólann á Akureyri. Í dag eru iðjuþjálfar í starfi víða um landið, sú þróun hefur gengið mishratt eftir landshlutum og enn er verk að vinna við útbreiðslu fagsins. Ég var því miður alltaf eini iðjuþjálfinn á suðausturhorninu. Þegar ég flutti til Hafnar byrjaði ég að vinna í grunnskólanum sem leiðbeinandi í sérkennslu og dönskukennari. Ég var fyrsti iðjuþjálfinn sem vann þar en fyrir voru þroskaþjálfar sem sinntu sérkennslu. Við fundum strax að nálgun iðjuþjálfa átt vel heima í skólanum og var góður biti í púsl fagmanna þar. Ég vann í skólanum í eitt og hálft ár, en fékk ekki menntun mína metna og sætti mig ekki við það. Samhliða vann ég hlutastarf hjá félagsþjónustu sveitar- félagsins við félagslega liðveislu á heimili geðfatlaðra. Árið 1994 réð ég mig sem iðjuþjálfa til Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Austurlandi (SvAust). SvAust var staðsett á Egilsstöðum en rak útibú á Höfn sem sinnti Austur-Skaftafellssýslu og Djúpavogs- hreppi. Mitt starf fólst aðallega í að meta færni og þjálfa börn með frávik og veita ráðgjöf til foreldra og ýmissa þjónustu- stofnana, svo sem leikskóla og grunnskóla á Höfn og á Djúpavogi. Ég var þá eðli málsins samkvæmt í töluverðum sam- skiptum við ýmsar stofnanir sem sinna börnum og fjölskyldum þeirra. Ég byggði upp stuðningsfjölskyldunet fyrir þær fjölskyldur sem þurftu þess. Í samvinnu við foreldra og kennara þróaði ég jafningjaliðveislu fyrir fötluð grunn- skólabörn frá 11 ára aldri. Jafnaldrar sinntu liðveislu með fötluðum nemendum fyrir utan skóla, svo sem að fara í félagsmiðstöð, fótbolta, að hjóla, í göngutúra o.fl. Það var eðlilegra að hafa jafnaldra en að hafa fullorðinn einstakling með sér í félagslífinu eftir skóla. Liðveitendur fengu laun og oft voru 2-3 krakkar sem skiptu liðveislunni á milli sín. Þetta gekk mjög vel og sumir voru liðveitendur áfram upp í gegnum mennta- skólann. Þarna myndaðist góð vinátta sem helst enn þann dag í dag. Við sáum að í þeim bekkjum þar sem voru fötluð börn og unglingar höfðu bekkjarfélagarnir meira þol gagnvart fjölbreytileikanum og sýndu meiri þroska í samskiptum. Fyrir lið- veitandann var það sjálfsagður hlutur að aðstoða þann fatlaða líka í skólanum og hafa hann með í leikjum og öðru sem gert var. Ég vann náið með starfsfólki SvAust á Egilsstöðum en þar var mikill faglegur metnaður og framsækni í þessum málaflokki. Ég fór á mörg námskeið á þeirra vegum og vann með þeim á fjarfundum. Á Egilsstöðum voru margir þroskaþjálfar starfandi en ég var fyrsti iðjuþjálfinn sem starfaði með þeim. Í janúar 1997 varð sveitarfélagið Horna- fjörður reynslusveitarfélag í heil brigðis- þjónustu á grundvelli laga nr. 82/1994. Markmið þessara laga var m.a. að gera sveitarfélögum kleift að gera tilraunir í þeim tilgangi að undirbúa breytingar á löggjöf um stjórnsýslu sveitarfélaga, fram kvæmd verkefna þeirra, tekjustofna sveitar félaga og verkaskiptingu ríkis og sveitar félaga. Með þessu var m.a. stefnt að aukinni sjálfsstjórn sveitarfélaga og bættri þjónustu við íbúana. Nokkur ráðuneyti gerðu samninga um yfirtöku tiltekinna verkefna og þjónustu gegn ákveðnu fjárframlagi. Sveitarfélagið Hornafjörður gerði þá til dæmis þjónustusamning við ríkið um rekstur málefna fatlaðra (samkvæmt lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992). Ég skipti um vinnuveitanda og fór að vinna sem forstöðumaður málefna fatlaðra hjá sveitar- félaginu og sá um allt sem heyrði undir lögin, svo sem fullorðinsmál, barna mál, búsetu og atvinnumál fatlaðra. Í ÖRUGGA HÖFN – IÐJUÞJÁLFI Í 25 ÁR

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.