Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Side 28

Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Side 28
28 Ævintýrið hófst 2008 þegar félagasamtök með þjónustuúrræði höfðu samband við mig og óskuðu eftir þjónustuúttekt og ráðgjöf tengdri þjónustunni þeirra. Þetta verkefni heillaði mig mjög mikið þar sem ég fékk tækifæri til að rýna í þá þjónustu sem verið var að veita og umhverfið sem þjónustan fór fram í auk þess að koma með tillögur að úrbótum. Ég hef alla tíð haft mikla þörf fyrir að leggja mitt af mörkum til að stuðla að virkri samfélagsþátttöku og vellíðan annarra. Á starfsferli mínum hef ég unnið í mörgum ólíkum starfshópum til að bæta gæði í þjónustu, umhverfi og vel- ferðartækni. Ég sat til dæmis í þriggja manna þróunarhóp á vegum Sjómanna- dagsráðs ásamt tveimur framkvæmda- stjórum til að stuðla að þróun á þjónustu Sjómannadagsráðs þegar ég hætti störfum hjá Hrafnistu. Ég ákvað að stíga skrefið til fulls í byrjun árs 2017 þegar ég stóð frammi fyrir ákveðnum tímamótum og var óviss hvað ég vildi taka mér fyrir hendur í starfi. Eftir töluverða íhugun ákvað ég að verða eingöngu sjálf- stætt starfandi iðjuþjálfi. Ég hafði verið í góðu samstarfi þann veturinn við fyrirtæki sem veitir sérhæfða þjónustu og það var áhugi fyrir því að kaupa mun meiri þjónustu hjá mér. Einnig hafði ég verið starfandi sem stundakennari við Borgarholtsskóla frá árinu 2014 í námi félagsliða og félagsliða í viðbótarnámi svo tekjurnar voru ágætlega öruggar og því engin ástæða til að láta ekki drauminn rætast. Á þessum tíma komst ég líka í samband við hagsmunasamtök sem höfðu einnig áhuga á samstarfi við sjálfstætt starfandi iðjuþjálfa svo það voru margir áhugaverðir boltar á lofti. Mér fannst ég varla vera búin að taka þessa ákvörðun og var til að mynda á fullu að útbúa heima- síðuna www.heimastyrkur.is þegar mér var mjög óvænt boðin áhugaverð staða verkefnisstjóra innan heimaþjónustu Reykjavíkur við að innleiða verkefnið „Endurhæfing í heimahúsi“. Nálgunin í þeirri þjónustu byggist á sambærilegri hugmyndafræði og þeirri sem ég hafði hug á að veita í gegnum HeimaStyrk, hjálp til sjálfshjálpar út frá hugmyndafræði vald- eflingar. Ég ákvað að taka það verkefni að mér og hugsaði sem svo að ég gæti innleitt þá hugmyndafræði á meðan ég væri að byggja upp ímynd og reynslu tengt HeimaStyrk og sé ég alls ekki eftir því! Reynslan sem ég hef fengið á þessu ári sem ég hef verið í starfi hjá Reykjavíkurborg er algjörlega ómetanleg. Ég tala nú ekki um eftir að skemmtilega teymið tók til starfa á þessu ári sem veitir endurhæfingu í heima- húsi og svo allt frábæra starfsfólkið sem starfar hjá Reykjavíkurborg. Margir myndu telja það óraunhæft að geta sinnt svona mörgum mikilvægum verk- efnum á sama tíma en ég flokkast undir það að vera orkumikill einstaklingur og hef mikla þörf fyrir að takast á við fjölbreyttar aðstæður og áskoranir þar sem ég fæ tækifæri til að vera skapandi hugsuður. Þannig hef ég verið alla tíð síðan ég man eftir mér, mjög uppátækjasöm og þannig líður mér best. Það merkir að ég hef þörf fyrir fleiri verkefni en þau sem almenn dagvinna getur boðið mér upp á, mér tókst til dæmis að ljúka meistaranámi samhliða fullu starfi sem deildarstjóri, meðgöngu og fæðingarorlofi. Það sem hentar mér svo vel við að vera sjálfstætt starfandi er það frelsi sem því fylgir, ég stjórna algjörlega hvaða verkefni og hversu mikið af þeim ég er tilbúin að taka að mér hverju sinni. Þann 1. nóvember 2017 staðfesti Embætti landlæknis að þjónusta mín sem sjálfstætt starfandi iðjuþjálfi undir starfsheitinu HeimaStyrkur uppfyllti lágmarkskröfur embættisins til að veita þjónustu og var það í fyrsta sinn á Íslandi sem slíkt leyfi var veitt iðjuþjálfa. Ég hef því verið að sinna þeim verkefnum þegar vinnudeginum mínum lýkur sem verkefnisstjóri og um helgar. Verkefnin eru mjög fjölbreytt, mér til mikillar gleði, og halda mér við efnið faglega, mér líður líka best í þannig starfsumhverfi. Sveitarfélög, fyrirtæki, stofnanir, samtök og einstaklingar hafa þegið þjónustu mína varðandi ráðgjöf, þjónustuúttektir, þjálfun, hjálpartæki og heimilisbreytingar svo eitthvað sé nefnt. Ég hef þá reglu að kanna alltaf hvort ein- staklingurinn eigi kost á að sækja þjónustu iðjuþjálfa að kostnaðarlausu áður en þjónusta á mínum vegum hefst og vísa þeim þangað ef svo er. Þegar þjónustu HeimaStyrks lýkur þá óska ég eftir að fólk svari nafnlausri könnun sem er stöðluð til GREIN Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir, verkefnisstjóri, Iðjuþjálfi, MA í norrænum öldrunarfræðum HEIMASTYRKUR

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.