Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Síða 30

Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Síða 30
30 Útskriftarárgangurinn 2006 frá Háskólanum á Akureyri var stundum kallaður sauma- klúbburinn vegna þess hversu fámennur hann var. Á öðru ári vorum við bara 7 en tvær bættust við seinni tvö árin og féllu vel inn í hópinn. Bekkurinn náði yfir breitt aldursbil en náði að tengjast sterkum böndum og var samheldinn hópur. Við gerðum ýmislegt skemmtilegt saman utan skólatíma og enduðum skólagöngu okkar saman með vel heppnaðri útskriftarferð til Búlgaríu. Eftir útskrift höfum við svo hist reglulega en stefnum ávallt á að hittast oftar. Eini iðjuþjálfinn sem okkur er kunnugt um að hafi útskrifast árið 2006 fyrir utan HA- bekkinn er María Pálmadóttir. Hún út- skrifaðist frá háskólanum í Árósum í Danmörku. Hún tengist nú hluta af HA- hópnum sem hún hittir reglulega í saumó. HVAÐ HÖFUM VIÐ TEKIÐ OKKUR FYRIR HENDUR FRÁ ÚTSKRIFT? Erla Alfreðsdóttir Erla Alfreðsdóttir hóf störf hjá Félags- þjónustu Norðurþings eftir útskrift, fyrst sem ráðgjafi í 50% starfi og for stöðumaður geðræktarmiðstöðvar Seturs í 50% starfi en tók síðar við stöðu deildarstjóra í málefnum fatlaðra. Árið 2011 fluttist hún suður og hóf störf sem iðjuþjálfi hjá Geðheilsustöð Breiðholts en flutti sig þaðan og starfar í dag sem iðjuþjálfi í Maríuhúsi, dagþjálfun fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma. Anna Dís G. Eydal Anna Dís hóf störf á Reykjalundi 2006, fyrst á verkjasviði og svo á gigtarsviði. Haustið 2011 hóf hún meistaranám í mannauðs- stjórnun við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og lauk því í janúar 2013. Á haust- mánuðum 2012 hóf hún störf sem yfiriðjuþjálfi á Droplaugarstöðum. Það starf fólst einna helst í einstaklingsviðtölum, ráðgjöf og þjálfun og einnig skipulagningu félagsstarfs ásamt starfsmannamálum. Árið 2015 hóf hún störf sem iðjuþjálfi hjá Sjúkratryggingum Íslands, það starf fólst aðallega í að yfirfara og afgreiða umsóknir um hjálpartæki ásamt ráðgjöf til fagfólks og einstaklinga. Árið 2017 tók hún við starfi deildarstjóra þjónustuvers Sjúkratrygginga Íslands og starfar við það í dag. Sem deildarstjóri hefur hún umsjón með starfsmannamálum og verkefnum deildar- innar. Hún starfar því ekki í hefðbundnu iðjuþjálfastarfi í dag en þekking og reynsla hennar sem iðjuþjálfi í bland við mannauðs- stjórnunarmenntunina nýtist vel á margan hátt í starfinu. Nanna Bára Birgisdóttir Eftir útskrift hóf Nanna Bára störf hjá Öldrunarheimilum Akureyrar og starfaði þar í nokkur ár. Árið 2011 færði hún sig um set og byrjaði sem NPA-starfsmaður (notendastýrð persónuleg aðstoð) og starfar við það í dag. Einnig vann hún um tíma við aðgengisúttektir fyrir vefinn gottadgengi.is samhliða NPA-starfinu. Pálína Sigrún Halldórsdóttir Pálína Sigrún Halldórsdóttir hóf störf hjá búsetusviði Akureyrarbæjar á vordögum 2006 í búsetuþjónustu fyrir fólk sem glímir við vanda tengdan geðröskunum. Segja má að það hafi í raun verið framhald vettvangs- náms 4 sem hún tók einmitt á þessum stað en það starfssvið heillaði umfram annað og er enn hennar vinnu staður. Í dag sinnir hún starfi deildar stjóra í áfangaíbúðum fyrir geðfatlaða þar sem fram fer tímabundin endurhæfing en Pálína vinnur einnig í þjónustuíbúðakjörnum þar sem er varanleg búseta fyrir fólk með geðfötlun. Á þeim tíma sem liðinn er frá útskrift hefur Pálína fengið tækifæri sem iðjuþjálfi til að taka þátt í ýmsum verkefnum sem tengjast starfi á geðsviði, hafa áhrif á þróun og uppbyggingu endurhæfingar starfsins á starfsstöðvum sínum sem og að fara á ýmis námskeið, ráðstefnur og heimsóknir til að efla starfsemina. Meðal langtímaverkefna hefur verið að móta og þróa endurhæfingar- dagskrá í búsetuíbúðakjarna frá árinu 2009, þegar starfsemi áfangaheimilisins var flutt úr herbergjasambýli í áfangaíbúðir. Einnig má nefna vinnu í starfshópi sem sá um innleiðingu hugmyndafræði valdeflingar í starfsemi búsetusviðs en sú vinna byrjaði sem tilraunaverkefni á vegum Velferðar- ráðuneytisins haustið 2014. Pálína starfaði í kjaranefnd Iðjuþjálfafélags Íslands frá 2011 til 2017. Hún hefur einnig sinnt stunda- kennslu í Háskólanum á Akureyri þegar til hennar hefur verið leitað. GREIN Útskriftarárgangur HA 2006 ÚTSKRIFTARÁRGANGUR IÐJUÞJÁLFA 2006

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.