Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Page 32

Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Page 32
32 Góð geðheilsa er undirstaða virkni og þátttöku hvers einstaklings og er endur- hæfing á geðsviði því mikilvægur þáttur í nútíma velferðarþjónustu. Skjól stæðings- miðuð þjónusta hefur undanfarna áratugi orðið mikilvægur liður í endur hæfingar- þjónustu. Slík þjónusta miðar að samstarfi þar sem valdið er fært markvisst til skjólstæðinga og þeir eru virkir þátt- takendur í endurhæfingu sinni. Þrátt fyrir að nálgunin hafi verið leiðandi í endurhæfingarþjónustu í þó nokkurn tíma er skortur á rannsóknum á fyrirbærinu og þá sérstaklega út frá sjónarhóli skjólstæð- inga. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna reynslu fólks með geðrænan heilsufarsvanda af sérhæfðri endurhæfingu á geðsviði og að hvaða marki hún sam- ræmist meginþáttum skjólstæðings- miðaðrar þjónustu. Rannsóknarspurningin sem leitað var svara við og leiddi verkefnið var: Að hvaða marki samræmist starfsemi sérhæfðrar endurhæfingardeildar á geð- sviði meginþáttum skjólstæðings miðaðrar þjónustu að mati notenda? Rannsóknin var lýsandi þversniðsrannsókn. Gagnaöflun fór fram með mælitækinu Spurningalisti um skjólstæðingsmiðaða endurhæfingu sem metur að hvaða marki endurhæfing er skjólstæðingsmiðuð út frá sjónarhóli notenda þjónustu. Öllum þeim sem útskrifuðust af sérhæfðri endur hæfingar- deild á geðsviði á tímabilinu 5. september 2014 til 4. nóvember 2016 var boðin þátttaka. Svarhlutfall var 93,9%. Við úr- vinnslu gagna var notast við tölfræði forritið IBM Statistical package for social sciences (SPSS, 20.útgáfa) og voru niðurstöður settar fram með lýsandi tölfræði og ályktunar- tölfræði. Gagna greining leiddi í ljós að þátttakendur töldu sig hafa fengið gott viðmót og stuðning frá fagfólki og að ákvarðanir væru teknar og markmið sett í takt við skjólstæðingsmiðaða þjónustu. Samskipti fagfólks við aðstandendur endurspegluðu síst megin þætti skjól- stæðings miðaðrar þjónustu sem gefur vísbendingu um að skoða þurfi aðkomu aðstandenda að þjónustunni. Lykilhugtök: Endurhæfing, fólk með geðræn veikindi, skjólstæðingsmiðuð þjónusta ÁGRIP ÚTSKRIFTARNEMA 2017 Höfundar: Bryndís Jónsdóttir og Linda Ósk Þorvaldsdóttir Leiðbeinandi: Sólrún Óladóttir AÐ VERA SÉRFRÆÐINGUR Í EIGIN LÍFI: REYNSLA FÓLKS AF SÉRHÆFÐRI ENDURHÆFINGU Á GEÐSVIÐI Höfundar: Laufey Þórdís Sigurðardóttir, Petra Sæunn Heimisdóttir og Unnur Birgitta Halldórsdóttir Leiðbeinandi: Hermann Óskarsson „ÞETTA ER DÁSAMLEGT STARF“: VIÐHORF OG REYNSLA STARFSFÓLKS SEM VINNUR EFTIR EDEN HUGMYNDAFRÆÐINNI Sjónarhorn starfsfólks sem vinnur eftir Eden hugmyndafræðinni á hjúkrunar- heimilum hefur lítið verið rannsakað, oftar er litið til íbúa og aðstandenda. Mörg hjúkrunarheimili hafa innleitt breytingar og tekið upp nýja hugmyndafræði sem hefur áhrif á viðhorf og menningu þeirra. Starfið er fjölbreytt og krefjandi og starfsmenn skulu mæta þörfum einstaklingsins fremur en að hann aðlagi þarfir sínar að hjúkrunarheimilinu. Tilgangur rannsóknar- innar var að kanna viðhorf og reynslu starfsfólks af því að vinna eftir Eden hugmyndafræðinni. Sett var fram rann- sóknarspurningin: Hver eru viðhorf og reynsla starfsfólks sem vinnur eftir hug- myndafræði Eden á hjúkrunarheimilum? Í þessari rannsókn var notast við eigindlega rannsóknaraðferð og hentugleikaúrtak. Við öflun gagna voru tekin sex einstaklings- viðtöl, til að draga upp raunhæfa mynd af starfinu og hannaður var hálfstaðlaður viðtalsrammi. Stuðst var við innihalds- greiningu, gögnin afrituð og greind í fjögur þemu sem voru: Tíminn er líklegri til að týnast, þetta er heimili fólks, maður nýtir augnablikið og mér fannst þetta fáránlegt fyrst. Allir viðmælendurnir voru sammála um að þetta væri heimili íbúanna og voru fremur jákvæðir í garð Eden hugmynda- fræðinnar. Auk þess lögðu þeir áherslu á að virkja íbúa til félagslegra samskipta og þátttöku í þeim viðburðum sem boðið var upp á inni á hjúkrunarheimilunum. Eins kom fram að gott utanumhald var á Eden námskeiðunum, en endurmenntunin væri ómarkviss og fannst viðmælendum mikilvægt að haldið yrði betur utan um hana. Rannsóknin getur gefið stjórnendum hjúkrunarheimila innsýn í viðhorf og reynslu starfsmanna. Lykilhugtök: Umönnunaraðili, hjúkrunar- heimili, umhverfi, viðhorf, reynsla og hugmyndafræði.

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.