Málfríður - 15.05.1997, Blaðsíða 3

Málfríður - 15.05.1997, Blaðsíða 3
EFNISYFIRLIT Bls. Hafdís Ingvarsdóttir / takt við tímann?........... 4 Oddný G. Sverrisdóttir Breytingar á þýskri réttritun.. 8 Anna Sveinbjarnardóttir Kvikmyndir og tungumál..... 13 Kolbrún Valdemarsdóttir Nordlingua................... 15 Wendy Richards Lingua Assistants in Iceland.. 17 Björg Juhlin Dorene ápens................. 19 Norræn mál í íslenskum skólum ........................ 21 Hugmyndabanki.................. 22 Fréttir........................ 30 Málfríður Tímarit samtaka tungumála- kennara 1. tbl. 1997 Útgefandi: Samtök tungumála- kennara á Islandi Ábyrgðarmaður: Auður Torfadóttir Ritnefnd: Ásmundur Guðmundsson Ingunn Garðarsdóttir Guðbjörg Tómasdóttir Kristín Jóhannesdóttir Steinunn Einarsdóttir Prófarkalestur: Gunnar Skarphéðinsson Setning, prentun og bókband: Steindórsprent-Gutenberg hf. Heimilisfang Málfríðar: Pósthólf 8247 128 Reykjavík Forsíðumyndina tók Guðbjartur Kristófersson Ritstjornarrabb Efni blaðsins er fjölbreytt sem fyrr. Hafdís Ingv- arsdóttir, kennslustjóri fjallar um vanda verðandi tungumálakennara, togstreituna milli gamalla hefða og nýrra viðhorfa sem fylgja aukinni samskipta- tækni. Oddný G. Sverrisdóttir skrifar grein um breytingar á þýskri réttritun og ætti sú grein að vekja áhuga margra. Kvikmyndir hafa mikil áhrif á æskufólk og í grein Önnu Sveinbjarnardóttur, kennara og kvikmynda- fræðings, er bent á ýmsar leiðir til að nýta þær í kennslu. Kolbrún Valdemarsdóttir, formaður STÍL segir frá Nordlingua ráðstefnunni sem haldin var í Finnlandi í júní sl. í greininni er greint frá athug- unum á tungumálanámi Finna sem gætu verið fróð- legar fyrir íslenska kennara. Wendy Richards segir frá reynslu sinni og annarra sem aðstoðarkennarar á vegum LINGUA-áætlunar- innar. Björg Juhlin fjallar um notkun margmiðlunar- efnis í norskukennslu. Á síðu 21 birtist athyglisverð mynd sem gerð var fyrir Menntaþing 1996, Til móts við nýja tíma. Myndin sýnir þá staði þar sem boðið er upp á kennslu í norrænum málum og fjölda nem- enda á hverjum stað. í þessu tölublaði höfum við gert ljóðavinnu nokk- uð góð skil þannig að hin hefðbundni Hugmynda- banki okkar og Ljóðasíðan tengjast. Nemar í kennslu- fræði við Háskóla íslands létu okkur góðfúslega í té verkefni sem þeir höfðu unnið. Margrét Sigurjóns- dóttir setur fram hugmyndir um þýsk ljóð og vinnu með þau, Berglind Reynisdóttir vinnur með Ijóð á ensku og þær Dóra Guðmundsdóttir og Katrín Jóns- dóttir sýna dæmi um notkun danskra ljóða. Þá birt- um við ljóð sem nemendur 3. bekkjar J í Verzlunar- skólanum ortu í dönskutímum. Að lokum segir Gerður Guðmundsdóttir okkur nýjustu fréttir af vinnu við endurskoðun aðalnáms- skrá grunn- og framhaldsskóla sem hófst á sl. ári. Vonandi fáum við meira að heyra um þetta í Málfríði síðar. Nú er komið að kennslulokum og framundan eru sumarleyfi og tími sumarnámskeiða. Gaman væri að fá fréttir hjá sem flestum til að birta í næsta blaði. Ritstjórn Málfríðar óskar lesendum sínum gleðilegs sumars. 3

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.