Málfríður - 15.05.1997, Blaðsíða 32

Málfríður - 15.05.1997, Blaðsíða 32
A l’ombre des . Safn sem geymir 14 nýlegar smásögur eftir franska höfynda. Efnið er mjög margbreytilegt og textarnir eru mislangir og miserfiðir. Bókin hentar einkar vel fyrir efri áfanga framhaldsskólans. Með sagnasafninu er sérstök vinnubók með æfingum, lesskilningsvérkefnum og hlustunaræfingum. Verkefnin miða öll að því að stækka orðaforða nemandans en eru ekki eiginlegar málfræðiæfingar. í vinnubókinni eru líka orðalistar með textunum. Sjö sögur eða hiutar þeirra eru til á hljóðsnæidum. • • • • • Relation Myndbandsefni unnið í norrænni samvinnu. Á myndbandinu eru þrír þættir um 15 mínútna langir hver. Markmiðið er að búa til efni þar sem lýst er tengslum Frakka og Frakklands við Norðurlöndin enda heitir efnið Relation. Þættirnir eru gerðir í Normandí, sá fyrsti er um það landsvæði, annar fjallar um menntaskóla í Rúðuborg þar sem norskir nemendur taka franskt stúdentspróf, sá þriðji er um Caen en f háskólanum þar er öflug norrænudeild. Kennarakver fylgir myndbandinu og þar verða margvíslegar hugmyndir og verkefni stór og smá til að vinna með þáttunum. hzVl 193 7-1997 Mál og menning --i ,•

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.