Málfríður - 15.05.1997, Blaðsíða 8

Málfríður - 15.05.1997, Blaðsíða 8
Oddný G. Sverrisdóttir: BREYTINGAR Á ÞÝSKRI RÉTTRITUN Það þarf ekki að fjölyrða um það að hrifning manna er mismikil þegar breytingar eru gerðar á réttritun og greinarmerkjasetningu tungumáls. Ýmsir bregast við með mótmælum og sverja þess dýran eið að hunsa slíkar breytingar. Aðrir eiga ekki annarra kosta völ en að kynna sér breytingarn- ar; þetta á við um tungumálakennara. í einkaskrif- um sínum geta þeir að vísu haldið áfram að skrifa eins og þá lystir, en þegar breytingar eru gerðar á réttritunarreglum þess tungumáis sem þeir miðla, þá ber þeim að kynna sér slíkar breytingar. Nú hafa verið samþykktar nýjar réttritunarreglur í þýsku og nemendur á framhaldsskóla- og háskóia- stigi hafa fengið pata af því. Þeir spyrja því „er búið að afnema 6 og stóran staf í nafnorðum í þýsku?“ Það eru þau atriði sem þeir búast greinilega helst við. Þessari spurningu er auðvelt að svara. Bókstaf- urinn 15 verður í færri orðum - hverfur sem sagt ekki - og stór stafur heldur velli í nafnorðum og má segja að hann styrki stöðu sína eftir breytinguna. Ekki eru gerðar neinar meiri háttar breytingar á ritun þýskrar tungu að þessu sinni enda hafa breytingar sem hingað til hafa verið lagðar til ekki fengist samþykktar þar sem þær hafa að sumra mati gengið allt of langt. Hér á eftir verða kynntar helstu breytingarnar, en ekki er um tæmandi upplýsingar að ræða. Mikii- vægt er nú að meðal þýskukennara fari fram um- ræða um það hvernig hentugast verði að taka á breytingunni og að nokkurs samræmis gæti í þeim efnum hér á landi. Hvenær ganga reglurnar í gildi? Þann 1. júlí 1996 voru lög um nýjar stafsetningar- reglur sem ganga í gildi þann 1. ágúst 1998 undirrit- aðar af menntamálayfirvöldum þýskumælandi landa í Vínarborg. Frá og með 1. ágúst 1988 á að kenna eftir nýju reglunum. Til loka skólaársins 2004/2005 má ekki líta á eldri stafsetningu sem ranga, einungis úrelta. Nú þegar er farið að kenna eftir nýju reglunum og ekki er unnt að líta á það sem rétt er eftir nýju regl- unum sem rangt. Nokkuð hefur borið á mótmælum vegna breytinganna en yfirvöld hafa gefið út yfir- lýsingar þess efnis að ekki verði hnikað frá settri stefnu. Helstu breytingar Eftir nýju reglunum er leitast við að skrifa orð sem eru af sama stofni eins. (Stammprinzip/ Laut-Buchstaben-Zuordnung). Hljóðvarp í einstökum orðum: áður nú behende behánde (af Hand) belemmert belámmert (af Lamm) Bendel Bándel (af Band) Gemse Gámse (af Gams) Quentchen Quántchen (af Quantum) schneuzen schnáuzen (af Schnauze, groí5schnáuzig) Stengel Stángel (af Stange) úberschwenglich úberschwánglich (af Úberschwang) verbleuen verbláuen (af blau) aufwendig aufwendig (af aufwenden) eða aufwándig (af Aufwand) Schenke Schenke (af ausschenken) eða Schánke (af Ausschank) ✓ Áfram skal skrifa Eltern (þó orðið sé af sama stofni og alt). í nokkrum orðum verður tvöföldun samhljóðans á eftir stuttum sérhjóða. áður nú Karamel Karameli (sbr.Karamelle) numerieren nummerieren (sbr. Nummer) plazieren (placieren) platzieren (sbr. Platz) Stukkateur Stuckateur (sbr. Stuck) Tolpatsch Tollpatsch (sbr. toll) ss kemur í stað Í5 á eftir stuttu sérhljóði. Til þess að tryggja það að orð af sama stofni séu ekki skrifuð bæði með ss og 15 verður ss nú ekki 15 á eftir stuttu sérhljóði heldur ritast ss alls staðar. Dæmi: Wasser/wásserig/wássrig eða mussen/er muss. 8

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.