Málfríður - 15.05.1997, Blaðsíða 14

Málfríður - 15.05.1997, Blaðsíða 14
Þessir textar eru ailt frá stuttri, auðveldri umfjöllun upp í mjög fræðilegar og tyrfnar greinar. Einnig er töluvert gefið út af kvik- myndahandritum, t.d. í Bretlandi, Bandaríkjunum og Frakklandi, og er kjörið að nota þau sem lesefni. Ef maður vili hressa upp á þessa nálgun má fjalla um ný- lega mynd eins Ransom (Ron Howard, 1997) með Mel Gibson og bera hana saman við eldri útgáfuna frá 1956 sem heitir einnig Ransom! (Alex Segal) og er með Glenn Ford í aðalh- lutverki. Ransom myndirnar eru spennumyndir og verða víst aldrei tengdar fagurbókmennt- um en sem útgangspunktar fyrir verkefni og umræðu um um- hverfi okkar og birtingarmyndir vestrænnar menningar eru þær frjó uppspretta. Ef kennarar hafa áhyggjur af því að erfitt sé að nálgast þetta efni vil ég benda á að bæði er hægt að kaupa myndbandsspól- ur hér á landi og hægðarleikur er að panta erlendis frá, þar sem úrvalið er mun meira. Auk þess má stunda smá sjónræningja- starfsemi og taka upp úr sjón- varpinu. Fjölvarpið býður upp á TNT-kvikmyndarásina (eingön- gu myndir með ensku tali) og svo hafa margir aðgang að gervi- hnattaútsendingum. Greining frá listrænu eða tæknilegu sjónarhorni Þegar talað er um greiningu frá listrænu sjónarhorni heldur fólk e.t.v. að umfjöllunarefnið verði að vera hámenningarlegt en svo er ekki - allar leiknar myndir í fullri lengd koma til greina. I þessari nálgun leggjum við upp með spurningum - úr hverju er leikin kvikmynd sam- sett? Hún er samsett úr: • Frásögn/Söguþræði • Sviðsmynd • Lýsingu • Búningum/Förðun • Leikstíl/Tjáningu • Kvikmyndatöku/Myndramma • Klippingu • Hljóði • Brellum í bókmenntaumfjölluninni er áherslan helst á fyrsta atriðið, þ.e. frásögnina og síðan er farið aðeins út í þá liði sem falla undir uppbygginguna innan rammans. Þegar rýnt er í aðra menningu, er svipað upp á teningnum, nema kannski ívið meira rýnt í uppbygginguna innan rammans, sérstaklega þá búninga og sviðs- mynd. Að skoða hvern þátt ofan í kjölinn kostar mikla vinnu og er tímafrekt, þannig að hagkvæm- ast er að vekja athygli nemenda á þeim og spyrja hver er tilgang- ur hvers þáttar? Hvaða hlutverki þjónar hann í heildarmyndinni? Síðan geta nemendur unnið sjálfstæð verkefni undir hand- leiðslu. Til dæmis má skipta bekknum í hópa, einn greinir töku og klippingu, annar notkun hljóðs o.s.frv. Einnig er hægt að velja ákveðna þætti, t.d. sviðs- mynd og búninga, fyrir alla til þess að rýna í. Myndirnar um Batman eru t.d. kjörnar fyrir slíka greiningu. í þeim er mikið lagt í alla umgjörðina til þess að skapa furðuveröld Leðurblöku- mannsins. Verkefni af þessu tagi gera nemendum kleift að vinna betur úr skilaboðum kvikmynda og gerir þá meðvitaðri um áhrifa- mátt þeirra. Málvísindi - málnotkun Kvikmyndir geta komið að góðum notum þegar gefa á dæmi í málvísindum eða um málnotkun. Þær eru þá notaðar sem kennsluefni með áherslu á hlustun og tal. Myndirnar gefa dæmi sem síðan má nota sem fyrirmyndir í hlutverkaleikjum eða öðrum æfingum. Einnig má sýna nemendum dramatísk at- riði án hljóðs og láta þá skrifa handrit og bera það síðan sam- an við upprunalega handritið, og velta þannig fyrir sér mál- notkun. Enn fremur geta kvik- myndir gefið dæmi um fram- burð og talmál, og sett talið í samhengi. Þegar myndir eru notaðar í þessum tilgangi er oftast eingöngu unnið með stutt atriði úr þeim en ekki myndina í heild. Þessi notkun getur staðið alveg sjálfstætt en einnig er tilvalið að flétta henni inn í verk- efnavinnu þegar kvikmynd er notuð sem hjálpartæki í bók- menntakennslu eða til að rýna í aðra menningu. Lokaorð Kvikmyndin er flókið fyrir- bæri, en eins og þessi stutta um- fjöllun sýnir er hægt að tengja hana við tungumálakennslu á ýmsan máta, og nota hana til grundvallar þegar þjálfa á tal, hlustun, ritun og lestur. Kvik- myndin hefur jafnframt víðari skírskotun og ýtir við nemend- um þannig að þeir þurfa að túlka, tengja, gagnrýna og rök- styðja. Hún getur þess vegna verið öflugur hluti af námsefni í tungumálakennslu. Það er að sjálfsögðu með kvikmyndir eins og annað kennsluefni að notkun þeirra krefst vinnu og undirbún- ings. Sumum vex vinnan kannski í augum en svo að hún nýtist mætti hugsa sér að koma upp verkefnabanka sem allir tungu- málakennarar hefðu aðgang að. Slíkur verkefnabanki í hverjum skóla væri strax spor í rétta átt. Anna Sveinbjamardóttir, kvikmyndafræðingur 14

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.