Málfríður - 15.05.1997, Blaðsíða 16

Málfríður - 15.05.1997, Blaðsíða 16
2. Létt spjali - Upphaf Ensk samtöl byrja gjarnan á léttu spjalli. Þannig finnst Bret- anum hann kynnst betur við- semjanda sínum. Slíkt spjall er Finnanum sem lokuð bók. Hon- um finnst mjög óþægilegt að tala um eitthvað sem ekki skip- tir máli við einhvern sem hann ekki þekkir. Hann vill snúa sér beint að efninu. 3. Hreinskilni - Óbein skírskotun Yfirleitt er Finninn hreinn og beinn í samræðum og vill vera heiðarlegur og einlægur. Eng- lendingnum finnst Finninn þá hranalegur og dónalegur. Eng- lendingnum er eðlilegra að vera með óbeinar skírskotanir og tel- ur það sjálfsagða kurteisi en þetta álítur Finninn hálfgert fals. 4. Áreiðanleiki - Óljós fram- setning Englendingurinn getur treyst því að Finninn meinar það sem hann segir. A hinn bóginn finnst Finnanum erfitt að henda reiður á hvort Englendingnum er al- vara eða ekki. 5. Kurteisleg orðatiltæki Viss kurteisleg orðatiltæki í ensku geta valdið miklum erfið- leikum hjá Finnum. Þeir taka til dæmis orðatiltækið “How are you” of bókstaflega. Þegar Finnar hins vegar sleppa slíkum kurteislegum orða- tiltækjum finnst Englendingum þeir mjög dónalegir. 6. Viðskiptasamband Þegar Finni mætir á fund við- skiptavinar er hann venjulega bú- inn að taka ákvörðun. Því er öfugt farið með Englending sem virðist oft hugsa upphátt: “I may be wrong but I have the feeling.” Þá hugsar Finninn: “Hvers slags sér- fræðingur er þetta nú eiginlega?” 7. Kímni Gamanyrði Finnans eru undir- búin. Englendingurinn notar hins vegar hvert tækifæri til þess að bregða á glens og leggur áherslu á afslappað andrúmsloft, þegar Finnanum finnst mikilvægara að það sé á hreinu hvað fólk meinar. I stuttu máli má segja að Bretum finnist þessi heiðarleiki Finnanna ruddalegur en Finnar álíta kurt- eisi Bretanna fals. Þessi myndbönd sýndu vel að tungumálakunnátta ein og sér er ekki nóg og því betra að kynna sér vel siði og venjur í viðkom- andi landi. Kolbrún Valdemarsdóttir, formaður STÍL Nýtt kennsluforrit! Billed-Ordbog Hentar vel í byrjendakennslu í tungumálum Forritinu fylgir þjálfunarefni fyrir • dönsku • frönsku • ensku • þýsku Einnig er hægt aö búa til ný verkefni. Forritið notar saman texta, myndir og hljóö. Tæknilegar kröfur: Windows 3.1 eða nýrra, mús, VGA-skjár, a.m.k. 11 Mb laust diskpláss fyrir myndir og hljóðskrár NAMSGAGNASTOFNUN Laugavegi 166 • 105 Reykjavík • Sími 552 8088 Efci áklMtel fledgéi lndXitng Kl* pá teysq. ord og knapper afcl v«lg lunkbon (ra rr^nuen. bord 3 sofa 3 lænestol jy tæppe la pude 3 gulvtaeppe rca telefon la 1 hylde 3 j plante 3 I malen 3 IQJLIDQD 16

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.