Málfríður - 15.05.1997, Blaðsíða 22

Málfríður - 15.05.1997, Blaðsíða 22
HUGMYNDABANK I Að þessu sinni er efni hugmyndabankans Ijóð og hugmyndir um hvernig hægt er að vinna með þau. Ljóð eru mjög hentug til málakennslu fyrir margra hluta sakir. Þar getur farið saman alhliða málþjálfun og menningarmiðlun. Ljóð henta vel til framburðarkennslu, þjálfunar orðaforða, þjálfunar í að lesa á milli línanna, œfingar í að sjá tengingar í texta o.s.frv. Það má því nota Ijóð alveg frá byrjun ef vel er að því staðið. Nemar í kennslufræði við Háskóla íslands fengu það verkefni að velja Ijóð og útbúa við það verkefni. Hér koma nokkur sýnishorn af afrakstrinum. Þess má geta að nemar prófuðu síðan þessi verkefni í œfingakennslu og virtust nemendur þeirra hafa bœði gagn og gaman af. DEUTSCHE DICHTER UND IHRE GEDICHTE í marsmánuði árið 1996 var ég við æfingakennslu í Fjölbrauta- skóla Garðabæjar undir hand- leiðslu Elísabetar Siemsen þýsku- kennara. Á meðal þeirra áfanga, sem ég kenndi um tveggja vikna skeið, var þýska 603. Eg ákvað strax í upphafi að gera tilraun með ljóðaþema, þar sem mér finnst sjálfri skorta á að nem- endur þekki helstu ljóðahöfunda þýskumælandi landa og verk þeirra. Yfirmarkmið Ijóðaþemans var eftirfarandi: - að lesa og túlka ljóð eftir níu þekkta þýska ljóðahöfunda. - að kynnast ljóðahöfundunum sjálfum; hljóta innsýn í líf þeirra og önnur verk. - að tengja tímann sem höfundarnir voru uppi á, við atburði heimssögunnar eða Islandssögunnar. Undirbúningur: Markmið ljóðaþemans var m.a. að nemendur fengju innsýn í lestur og túlkun Ijóða. Ljóðin voru sérstaklega valin með þetta í huga, því ef of löngum tíma væri eytt í að kafa djúpt í merkingu flókinna ljóða, þá myndi markmiðið fljótt missa sín. Eftir ýmsar vangaveltur valdi ég að lokum níu þekkt ljóð eftir jafnmarga höfunda og sýndi það sig síðar að þetta var tímafrekasti þátturinn af undir- búningi verkefnisins. Þar sem hægt var að koma því við, lét ég íslensku þýðingu ljóðsins fylgja með, til saman- burðar. Eftirfarandi ljóðahöfundar og ljóð voru að lokum valin: Bert- holt Brecht: Von der Freundlich- keit der Welt, Johann Wolfgang von Goethe: Erlkönig, Heinrich Heine: Wo.j Hermann Hesse: Im Nebel, Friedrich Hölderlin: Hálfte des Lebens, Marie Luise Kaschnitz: Hiroshima, Eduard Mörike: Um Mitternacht, Rainer Maria Rilke: Fruhling ist wieder- gekommen og Theodor Storm: Die Stadt. Ég fékk að láni bækur af Goethe bókasafninu sem fjölluðu um ævi hvers höfundar og höfðu einnig að geyma myndir af þeim. Ég útbjó ljóðahefti fyrir hvern nemanda sem innihélt þau ljóð sem tekin voru fyrir, til þess að hver og einn ætti ljóðin og gæti fylgst betur með flutn- ingi verkefnanna. Einnig tók ég saman helstu atburði íslands- sögunnar frá 18. til 20. öld, til þess að nemendur gætu haft þann lista til samanburðar og valið úr einstaka atburði sem þeir notuðu í flutningi um Ijóðahöfund. Við þann lista bætti ég ennfremur helstu ís- lensku skáldum og öðru merkis- fólki frá sama tíma. Þetta var gert til þess að nemendur næðu að tengja tíma sem ljóðahöf- undar voru uppi á, við eigin þekkingarheim. Framkvæmd verkefnis Munnleg skil: • Nemendur áttu að flytja ljóð- ið fyrir hina nemendurna eft- ir að hafa æft sig heima í ljóða- flutningi. • Því næst skyldi höfundur vera kynntur þar sem eftir- farandi upplýsingar kæmu fram: - glæru með mynd af höfundi varpað upp - hvar og hvenær fæddur - foreldrar (nöfn, störf) - systkini - ástir og hjónaband/-bönd - börn - menntun - starf - bústaður - önnur þekkt verk - hvar og hvenær látin(n) Kynning ljóðahöfundar átti 22

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.