Málfríður - 15.05.1997, Blaðsíða 6

Málfríður - 15.05.1997, Blaðsíða 6
einhæfar, alltaf þetta sama svo hún vildi gjarnan fá einhverjar ferskar hugmyndir og læra kennslutækni. En engin þeirra taldi sig geta sótt fyrirmynd til eigin tungu- málakennara. Eg fann strax í upphafi náms- ins hjá tveimur af þessum þrem- ur þörfina fyrir hina breyttu áherslu sem ég nefndi í upphafi. Þær höfðu fundið að þessar kennsluaðferðir dugðu ekki og þær sóttust eftir einhverju nýju. Þá hlýtur að þurfa að spyrja: Höfðu þeir, sem skipulögðu kennaranámið, áttað sig á þessu umróti, hinum ólíku spurningum nema og fengu nemar stuðning og þjálfun sem tók mið af breytt- um forsendum. Dæmisaga af málfræði Ég ætla hér að taka málfræði- kennsluna sem dæmi en ýmsir telja hana þungamiðju í mála- kennslu. í rannsókninni kom í ljós að nemarnir sýndu óöryggi bæði gagnvart eigin málfræði- kunnáttu og gagnvart málfræði- kennslu. Þær gátu að vísu beitt henni rétt fyrir sig en vissu ekki hvernig þær áttu að útskýra málfræði fyrir öðrum. Þær höfðu ekki þessa „metaþekk- ingu“ þ.e. að geta talað um og sett í orð málfræðiskýringar sem er hverjum kennara nauð- synleg. Nemarnir þekktu ekki hugtakið kennslumálfræði sem er lykilhugtak í dag. Þær vissu ekki hvað væri mikilvægt að taka fyrir í málfræði, t.d. hvaða vandamál íslendingar ættu við að glíma. Þær höfnuðu eigin reynslu af málfræðikennslu þar sem málkerfið var kennt í fyrir- fram ákveðinni röð og alltaf beitt afleiðslu - en fannst ekki að þær fengju neitt haldbært í staðinn. Hvorki hvað ætti að kenna né hvernig. í B.A. námi höfðu þær að sögn ekki fengið neina umfjöllun um kennslumálfræði eða „meta- þekkingu" og í kennsluréttinda- náminu fengu þær þrjá fyrir- lestra um nýjungar í málfræði- kennslu og þrjá verklega tíma. Þetta átti að nægja til að breyta aldagamalli hefð. En æfinga- kennslan - kann einhver að spyrja. Úti í skólunum, þar sem hefði átt að skapast tækifæri til að þjálfa þessi nýju vinnubrögð, sáu þau yfirleitt ekki að verið væri að beita þeim, hvorki í grunnskólunum né framhalds- skólum. Dóra: En hvernig get ég orðið þessi kennari sem mig langar til að verða þegar ég á að láta þau gera 6 stíla og hafa 10 málfræðitíma? Hanna: Mig vantar betri hugmyndir um hvernig ég á að framkvœma þessar nýju hugmyndir. Mig lang- ar ekki að kenna eins og mér var kennt. Ég er komin með fullt af hugmyndum en ég sé bara ekkert af þeim í skðlunum og ef þessar nýju aðferðir eru svona góðar hvers vegna sér maður svona lítið af þeim í skólunum? Ekki var þetta þó einhlítt Edda sagði t.d.: Edda: Mér leist mjög vel á hana [œfingakennarannj. Mér leist líka mjög vel á það sem hún var að gera í tímum... eitthvað af því sem við erum að læra hér... manni fannst hún ekki vera að brjóta það sem verið er að segja manni hér. Samt sem áður fannst henni ekki að hún hefði fengið næga þjálfun á námskeiðum til að reyna þetta upp á eigin spýtur. Nemar sveifluðust á milli löngunar til að breyta og prófa hina nýju þekkingu en fundu til vanmáttar við að reyna. Þær voru fullar af óöryggi. Þjálfunin í vernduðu umhverfi háskólans virtist allt of lítil og síðan virtist vera undir hælinn lagt hvort þær lentu hjá æfingakennara sem gat styrkt þær í að beita þessari nýfengnu þekkingu og veitt þeim fyrirmynd til að styðj- ast við. Ef við eigum að draga ein- hverja ályktun af þessum dæm- um er þá líklegt að Dóra, Edda, og Hanna hafi fengið þá þjálfun og öryggi í kennaranáminu sem þarf til að beita nýjum kennslu- háttum í málfræði? Hugað að framtíð Hvernig ætlum við að þróa tungumálakennsluna þannig að hún svari kalli tímans? Það er sannfæring mín að ein mikilvæg- asta forsenda breyttra kennslu- hátta sé vönduð kennaramennt- un. Við þurfum að afla okkur sem ítarlegastrar þekkingar á þeirri kennaramenntun sem í boði er. Við þurfum einnig að huga að þeim áhrifum sem hún hefur á hinn einstaka nema til að geta skipulagt skilvirka menntun fyrir tungumálakenn- ara sem duga megi þeim sem veganesti inn í 21. öldina. Ef við ætlum að veita kenn- 6

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.