Málfríður - 15.05.1997, Blaðsíða 23

Málfríður - 15.05.1997, Blaðsíða 23
að vera á íslensku til þess að skilningur þeirra og hinna nemendanna yrði sem mestur og einnig til þess að þeir freist- uðust ekki til þess að taka efnið beint upp úr heimildinni. Hér reyndi á að nemendur beittu leitarlestri og veldu mikilvæg- ustu upplýsingarnar úr stærri heild. Einnig að þeir þýddu efnið og skiluðu því á skýran og skipulegan hátt til hlustenda. Skrifleg skil: Túlkun á ljóðinu - Hver mælir? (ich/er Erzáhl- er)? - Hverju vill höfundur deila með lesanda? - Er spenna í ljóðinu? Hvar? - Hvaða setning er að þínu mati mikilvægust (kjarni ljóðsins)? - Hvernig er byrjun ljóðsins í samanþurði við lok þess? - Hvernig er tímaformið? - Eru endurtekningar? Hvaða áhrif hafa þær á lesanda? - Eru myndlíkingar í ljóðinu? - Hvaða tilfinningu færðu við lestur ljóðsins? - Hvað finnst þér um íslensku þýðinguna? Er hún góð að þínu mati? Nemendum var gert að skrifa túlkunina á þýsku og færa rök fyrir hverri skoðun sem þeir settu fram með tilvísun í ljóðið. Nemendur undirbúnir Til þess að nemendur séu al- mennt meðvitaðir um tilgang þess verkefnis sem fyrir þá er lagt, þá er nauðsynlegt að þeir fái markmið þess í hendurnar. Því voru þau afhent og rædd í sameiningu með því að nota myndvarpa. Þegar þessum hluta var lokið, var framkvæmd verk- efnisins rædd og nemendum gerð grein fyrir, hverju þeir áttu að skila munnlega og hver skrif- legu skilin væru. Til þess að nemendum væri ljóst hvaða aðferðum þeir gætu þeitt í túlkun á ljóði, var brugðið á það ráð að allir byrjuðu á að túlka sama ljóðið. Því var ljóð- inu Er ist eftir Eduard Mörike dreift og varpað upp á mynd- varpa. Ljóðið var lesið, orð voru rædd og loks áttu nemendur að skrifa allt sem þeim datt í hug með ofangreind atriði í huga. Ljóðið hentaði vel þar sem það er stutt og hefur að geyma helstu atriði túlkunar sem verk- efnið byggðist á. Eftir að nem- endur höfðu komist að niður- stöðu var sameiginleg túlkun fundin og nemendur voru beðnir um að færa rök fyrir skoðun sinni með tilvísun í ljóðið. Rætt var m.a. um myn- dlíkingu og hvernig hún getur birst í ljóðum, nemendur fundu spennupunkt ljóðsins og skýrðu frá því hvaða tilfinning bærðist í brjósti þeirra við lestur þess. Þeim fórst þetta vel úr hendi og voru virk í því að koma eigin skoðunum á framfæri í tengslum við túlkunina. Verkefnið sjálft Nemendum var gert að vinna tveir til þrír saman og hver og einn átti að sjá um að hópurinn hefði sem jafnasta vinnu á bak við verkefnið. Hver og einn dró sér ljóð og lentu því nemendur tilviljunarkennt saman. Þetta var aðallega gert til þess að hrista upp í hópnum og að einstaklingarnir væru ekki að vinna með þeim sem þeir væru vanir að vinna með. Nemendur lásu ljóðin og hóf- ust handa við túlkunina ásamt því að blaða í æviágripi höfund- ar. Eftir að þeir höfðu unnið að verkefninu í rúmar tvær kennslu- stundir auk þess sem þeir unnu heima, þá kom að flutningi verk- efnisins. Niðurstaða Það má segja að nemendur hafi staðið sig vel í einu og öllu. Þeir voru opnir og jákvæðir gagnvart þemavinnuni og sýndu áhuga á að vinna verkið vel. Sumar Ijóðatúlkanirnar lýstu mjög sjálfstæðum og þroskuð- um skrifum sem stóðust jafnvel ljóðatúlkanir þeirra sem lengra eru komnir í þýskunámi. Þarna gafst nemendum kost- ur á að koma fram með sínar eigin túlkanir og skoðanir sem styrkir þann þátt sem reynir, því miður, lítið á í tungumálanámi, þ.e.a.s. gagnrýna hugsun. Ég sé fyrir mér að hægt væri að tengja slíka þemavinnu við aðra áfanga s.s. sögu, þar sem nemendur gætu tengt efni þess, við þann tíma sem Ijóðin voru samin á. Einnig væri spennandi að bera saman íslenskan skáld- skap og íslenskt yrkisefni við það þýska og skoða þróun bók- menntastefna beggja landa. Ég var ánægð með árangur þemavinnunar og árangur nem- enda og er þess fullviss að ég muni vinna svipað verkefni á ný. Það er slæm tilhugsun að nem- endur útskrifist með stúdents- próf í þýsku úr íslenskum fram- haldsskólum og spyrji að því loknu: „Hver er þessi Goethe?" Margrét Siguijónsdóttir 23

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.