Málfríður - 15.05.1997, Blaðsíða 4

Málfríður - 15.05.1997, Blaðsíða 4
Hafdís Ingvarsdóttir: í TAKT VIÐ TÍMANN? Vandi verðandi tungumálakennara En hvemig get ég orðið þessi kennari sem mig langar til að verða þegar ég á að láta þau gera 6 stíla og hafa 10 málfrœðitíma? Þetta eru orð Dóru, kennara- nema, nokkrum dögum áður en hún á að hefja æfingakennslu í framhaldsskóla. Menntun tungumálakennara er lítt rannsakað svið, nær óplægð- ur akur og ýmsir vilja halda því fram að umræða um tungumála- kennslu og tungumálakennara einkennist oft af órökstuddum fullyrðingum og sleggjudómum (Richards, Nunan, 1990). Fyrir nokkru gerði ég rannsókn til að skoða hvaða áhrif kennslurétt- indanám við félagsvísindadeild hefði á skilning kennaranema á hlutverkum tungumálakennar- ans. í þessari grein ætla ég að fjalla um einn þátt úr rannsókn- inni, togstreitu milli gamalla hefða og nýrra viðhorfa í tungu- málakennslu úti í skólum. En sú togstreita gekk eins og rauður þráður í gegnum öll viðtölin sem notuð voru til að afla gagna í rannsóknina. Ný viðhorf í tungumálakennslu En áður en lengra er haldið er rétt að skýra hvað átt er við með hefðum og nýjum viðhorf- um. Aukin samskiptatækni, frjáls- ari viðskipti, opinn vinnumark- aður, samfara auknum ferða- lögum í tómstundum, kalla á aukna og annars konar tungu- málafærni en þegar málakunn- átta var nær eingöngu notuð til lestrar og bréfaskipta og nægj- anlegt þótti að kunnátta í er- lendum málum væri á valdi ör- fárra karlmanna í efstu lögum þjóðfélagsins. Lífseigasta kennslu- aðferðin í tungumálakennslu, sem tíðkast víða enn í dag, hefur verið nefnd „málfræði-þýðingar- aðferðin“, og er sprottin úr lat- ínuhefðinni (Richards og Rodg- ers, 1986). Nemendur nálgast málið með því að læra til hlítar málfræði og málfræðireglur og þýða setningar af hinu erlenda máli og á hið erlenda mál. Gert er ráð fyrir að allir nemendur í bekk eða hóp séu á sama mál- tökustigi og öllum er kennt eins og allir séu að fást við það sama á sama tíma. Eftir því sem þekking okkar á því hvernig við tileinkum okkur ný tungumál hefur aukist í kjöl- far rannsókna á máltöku erlendra mála og rannsókna í félagslegum málvísindum um notkun tungu- málsins, hefur latínuaðferðin sætt sífellt harðari gagnrýni. Lit- ið er nú á hagnýtt gildi tungu- mála, þ.e. að þau eru fyrst og fremst tjáningartæki. (Hér er átt við tjáningu í víðasta skilningi þess orðs, þ.e. bæði munnlega og skriflega tjáningu). Áhersla er lögð á að tillit sé tekið til ein- staklingsmunar, og mismunandi þarfa nemenda (Nunan, 1991; Brown, 1994). Samfara þessu hafa hugmyndir um hlutverk kennarans breyst frá því að vera lærimeistari, sem stendur upp við töflu og útskýrir eða hlýðir yfir, í að vera sá sem skipuleg- gur námið, hvetur og leiðbeinir (Champeau de Lopes, 1989). Við skulum nú skoða í hverju þessi áherslumunur felst einkum. Hefðin: Litið er á tungumál fyrst og fremst sem málkerfi. Nú: Litið er á tungumál fyrst og fremst sem samskiptamiðil. Hefðin: Málfræðin stýrir. For- gangsatriði er að fara í gegnum beygingafræði málsins í kerfis- bundu, línulegu ferli, áður en hægt er að láta nemendur fara að fást við beitingu málsins að einhverju marki. Nú: Þarfir stýra. Kennd er sú málfræði sem nauðsynleg er hverju sinni til að nemandinn geti sagt eða skrifað það sem hann þarf á að halda við tiltekn- ar aðstæður. Hefðin: Höfuðmarkmið er að nemandinn geti myndað form- lega réttar setningar. Nú: Höfuðmarkmið er að nem- andinn geti tjáð sig í ræðu og riti á sem eðlilegastan hátt. 4

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.