Málfríður - 15.05.1997, Blaðsíða 13

Málfríður - 15.05.1997, Blaðsíða 13
Anna Sveinbjarnardóttir: KVIKMYNDIR OG TUNGUMÁL Erindi sem flutt var á FEKÍ-fundi 19. febrúar 1997 Hvernig er hægt að nota kvik- myndir í tungumálakennslu? Kvik- myndir áreita áhorfandann stöð- ugt með tali, tónum og mynd- flæði. Það er svo margt í gangi að erfitt getur verið að ákveða hverju á að einbeita sér að. Hvað á að skoða? Hvaða þátt á að nota sem útgangspunkt í kennslunni? Kvikmyndir eru stór hluti af menningu unglinga. Á íslandi er stærsti hluti kvikmyndahúsa- gesta unglingar og ungt fólk. Þess vegna er kjörið að nýta áhuga þeirra og vinna markvisst með kvikmyndir í tungumála- kennslu, en þær er hægt að nota til þess að þjálfa alla færni. Ég vil undirstrika að ég er að tala um markvissa notkun kvikmyn- da sem hluta kennsluefnis en ekki sem skemmtilega viðbót eða rúsínuna í pylsuendanum þegar búið er að streða í geg- num bókina eða leikritið. Hjálpartæki í bókmenntakennslu Vinsælasta birtingarmynd kvik- mynda er leikna myndin í fullri lengd sem segir okkur sögu! Áherslan á þetta form kvikmynd- arinnar kemur skýrt fram þegar við skoðum hvernig kvikmyndir eru helst notaðar í tungumála- kennslu, það er sem hjálpartæki í bókmenntakennslu. Tengingin við bókmenntir litar mjög hvaða tegund af kvikmyndum er valin. Fókusinn er á fagurbókmenntir og af því leiðir að kvikmyndir í svipuðum flokki, svokallaðar list- rænar eða menningarlegar mynd- ir eru mest notaðar. Ég er ekki að draga úr gildi þessara mynda heldur eingöngu að benda á að úrvalið er mikið og við megum ekki vera hrædd við að velja myndir sem vantar Shakespeare, Jane Austin eða Tennesse Willi- ams-stimpilinn. En svo ég haldi mig við Shakespeare og kvikmyndir - þar sem verkin hans hafa alltaf verið vinsælt viðfangsefni - þá langar mig að benda á nokkurra ára gamla mynd sem var að hluta til byggð á leikriti eftir skáldið. Myndin heitir My Own Private Idaho (Gus Van Sant, 1991) og í henni fléttar leikstjór- inn texta úr Henry IV, part I inn í nútímasögu. Þessi mynd sýnir hvernig hægt er að nálgast texta á óvenjulegan máta og nemend- ur geta unnið samanburðarverk- efni annaðhvort með ákveðnar senur eða ákveðna þætti í verk- unum. Mín reynsla er sú að best sé að vinna með 10 mín. löng atriði. Atriðin mega vera styttri en helst ekki lengra en 15 mín., þá er komið of mikið efni fyrir nemendur til þess að vinna úr. Auðvitað er þetta engin niður- njörfuð regla. Lengd brota bygg- ist auðvitað á uppbyggingu kvik- myndarinnar sem verið er að vinna með og lengd kennslu- stundar. Sýn inn í aðra menningu Önnur vinsæl notkun á kvik- myndum í tungumálakennslu er að beita þeim til þess að veita nemendum sýn inn í aðra menn- ingu. Myndirnar gera kleift að rýna í ólíkar samfélagsmyndir, raunveruleika vs. fantasíu, stöðu kynjanna, samskipti kynþátt- anna, ofbeldi o.fl. Tilvalið er að taka tvær vikur á að fara vandlega í 1-2 myndir. Þá byrjar maður á því að brjóta myndirnar niður í viðráðanlega hluta, og nota fókusspurningar, orðaforðalista, og ritunarverk- efni til að undirbúa umræður eða kappræður í lok umfjöllun- ar. Einnig er hægt að láta nem- endur fá ýmis lestrarverkefni í tengslum við myndirnar ef mann óar við þeirri tilhugsun að þeir lesi ekki staf í tvær vikur. Auðvelt er að nálgast erlenda gagnrýni, t.d. á Internetinu og í dagblöðum en auk þess er hægt að útvega mikið efni bæði í tíma- ritum og bókum um leikara, leik- stjóra, kvikmyndatökumenn og aðra sem starfa við kvikmyndir. 13

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.