Málfríður - 15.05.1997, Blaðsíða 28

Málfríður - 15.05.1997, Blaðsíða 28
GODHED eftir Benny Andersen Ég valdi ljóð að þessu sinni, en einnig hefði verið hægt að vinna með stutta smásögu. Ástæðan fyrir valinu var sú að ég taldi að hægt væri að vinna með ljóðið á margan hátt. Ljóð- ið var sérstaklega skemmtilegt og síðast en ekki síst er höfund- ur ljóðsins eitt af skemmtileg- ustu skáldum Dana, að mínu áliti. Markmiðin með kennsl- unni verða eftirfarandi: • að nemendur auki orðaforða • að nemendur þjálfist í að lesa milli línanna • að nemendur kynnist einni tegund málsniðs • að nemendur örvi hugsun sína • að nemendur hvetjist til sköp- unar • að nemendur þroskist • að nemendur fái innri áhuga á ljóðalestri • að nemendur þjálfist í öllum færniþáttunum (hlustun, tali, ritun og lestri). Kynning og útfærsla: Ég hafði hugsað mér að vinna þetta verk- efni á mjög sérstakan hátt. Hug- myndina fékk ég er ég fór í tíma í líkamsræktarstöðinni World Class, þar sem ég tók þátt í stöðvaþjálfun. Hvað er stöðva- þjálfun? Hún gengur út á það að hópi er skipt í marga litla hópa eftir að þeir hafa fengið smá upphitun (oftast 2-3 í hverjum hópi). Síðan eru stöðvar út um allan leikfimissal, þar sem hver hópur hefur sinn stað. Svo byrj- ar tíminn og allir hóparnir eru að vinna með sína æfingu, hvort sem það er sipp, magaæfingar eða armbeygjur. Eftir 1-2 mín. skipta allir um stöð og þeir sem voru að sippa fara t.d. að gera magaæfingar og svo framvegis. Þá er að yfirfæra hugmyndina á bekkinn og ljóðaverkefnið. Smá upphitun væri að setja eftirfarandi hugmynd upp á glæru: Hvað dettur ykkur í hug þegar þið sjáið þessa mynd? Nemend- ur skrifa þá ýmis orð t.d. ást, rós, elska, vera góður, náttúra. Þegar hugmyndirnar eru komnar fram, þá myndi ég spyrja: Við hvaða tilefni mynduð þið kaupa rauða rós? Þá koma vonandi fleiri hug- myndir fram og þau geta vel ímyndað sér alls konar tilefni. Eftir þetta myndi ég setja ljóðið upp, án titils, á glæru og leyfa þeim að lesa það og bæta við hugmyndum ef þær koma upp. Hér myndi ég skipta þeim í fjögurra manna hópa og láta hvern hóp fá eitt verkefni. Verkefnin eru 7 talsins og væru eftirfarandi: • Finna 3 mögulega titla. • Breyta síðustu setningunni í ljóðinu. • Túlka ljóðið. Hvernig líður viðkomandi einstaklingi? • Skrifa stutt bréf til viðkom- andi og hughreysta hann. • Talæfing: Einum líður illa, finnst hann ómögulegur og vill ekki hitta neinn, hinn er mjög kátur og vill endilega koma hinum í gott skap. Hópurinn skiptir sér í tvo hópa, þannig að tveir og tveir eru að tala saman. • Taka stutt viðtal við viðkom- andi og skrifa það niður. • Æfið smá leikþátt, þið megið sjálf ráða hvað þið takið fyrir. T.d. maðurinn hittir fyrirverandi eiginkonu sína og þau ákveða að byrja sam- an aftur, eða maðurinn ákveður að fyrirfara sér, en hittir þá gömlu félagana og hann ákveður að fara að skemmta sér með þeim. Hér má bæta því við að hver og einn verður að búa til önnur verkefni fyrir það Ijóð/smásögu sem unnið er með. Til dæmis var þessi hugmynd notuð þegar verið var að fara í leikritið Who’s is afraid of Virginia Woolf. Verk- efnin voru fimm og bekknum skipt í fimm hópa. Þetta tókst mjög vel og höfðu nemendur mjög gaman af. Katrín Jónsdóttir GODHED Jeg har altid pmvet at vœre god det er meget krævende jeg er en hel hund efter at gore noget for nogen holde frakker dore pladser skaffe nogen ind ved et eller andet og lignende brede armene ud lade nogen græde ud ved min skjorte men nár lejligheden er der blir jeg fuldstœndig stiv vel nok en slags generthed jeg rusker i mig selv slá nu armene ud men det er svært at ofre sig nár nogen kigger pá det sá svært at være god i lœngere tid ad gangen som at holde vejret men ved daglig ovelse er jeg nu náet op pá en time hvis ikke jeg blir forstyrret jeg sidder helt alene med uret foran mig breder armene ud gang pá gang der er ikke spor i vejen jeg er egentlig bedst nár jeg er helt alene. 28

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.