Málfríður - 15.05.1997, Blaðsíða 5

Málfríður - 15.05.1997, Blaðsíða 5
Hefðin: Kennslan er kennara- stýrð, kennarinn skammtar þekk- inguna. Áhersla á kunnáttu. Nú: Kennsla og nám er sam- vinnuverkefni nemenda og kenn- ara, ýmist kennarastýrð eða nem- endastýrð. Áhersla á beitingu. Hvernig skyldi þessu vera háttað hér á landi? Eru gömlu áherslurnar enn við lýði eða hafa íslenskir tungumálakenn- arar almennt tekið upp nýja siði? Svarið við þessari spurningu liggur ekki fyrir. Hins vegar gefur rannsóknarverkefni, sem Auður Hauksdóttir, Iektor við KHÍ, er að vinna varðandi dönsku- kennslu í 10. bekk, sterkar vís- bendingar um að hinar hefð- bundnu aðferðir njóti enn tals- verðrar hylli í dönskukennslu í grunnskóla. í leit að fyrirmynd Snúum okkur aftur að rann- sókn minni. Ég byrjaði á að hafa viðtöl við nemana áður en þeir hófu námið við Félagsvísinda- deild til að afla upplýsinga um hugmyndir þeirra áður en nám- ið væri hugsanlega farið að hafa nokkur áhrif. Spurningunum má skipta í þrjú meginþemu: 1. Viðhorf nema til tungumála- kennslu almennt. 2. Hugmyndir nema um góðan tungumálakennara. 3. Hugmyndir nema um það hvernig best sé að læra erlend mál. Ég hafði viðtöl við nemana fyrir og eftir hvort æfingakennslu- tímabil um sig og síðasta viðtalið var í maí eftir að námi þeirra var lokið. Til þess að tryggja sem best réttmæti rannsóknarinnar bar ég til margprófunar viðtölin saman við dagbækur, sem nem- ar héldu, meðan á æfinga- kennslu stóð. Þegar ég fór síðan að vinna úr gögnunum kom í ljós að tungu- málakennsla í íslenskum skólum virðist vera á miklu breytinga- skeiði og svo virðist sem í gangi sé togstreita milli gamalla hefða og nýrri hugmynda eins og ég hef lýst hér að framan. Hvaða áhrif hafði þessi tog- streita á kennaranema? Rann- sóknin bendir til að það sé afar einstaklingsbundið og að mestu ráði: 1) Hugarfar og væntingar nema. 2) Það sem nemar sjá úti í skól- unum. 3) Æfingakennarar nemanna. Fjölmargar rannsóknir á kenn- aramenntun benda til þess að fyrirmyndir séu afar þýðingar- miklar fyrir kennaranema og sæki þeir þessar fyrirmyndir til eigin kennara (Calderhead J., Robson, 1991). Fyrirmyndirnar leggja þann grunn, sem þeir síðan byggja á. Hvað gerist þá ef þessar fyrirmyndir skortir? íslensku kennaranemarnir í minni rannsókn voru mjög ósáttir við þá tungumálakennslu sem þeir höfðu hlotið í grunn- og framhaldsskólum og höfnuðu þeim fyrirmyndum sem þeir höfðu úr eigin námi. Tökum dæmi: Dóra: Einn las upphátt það sem við vorum búin að lesa heima, svo þýddum við, líka einn í einu eða kennarinn spurði spurninga úr textanum. Svo skrifuðum við stíla. Við fengum aldrei tœkifœri til að tala sem var það sem við virkilega þurftum. Edda: tíann var ofsagóður í ensku en hann gat ekki komið þeirri þekk- ingu til okkar. Hann drap gjör- samlega áhugann. Hanna: Enskukennararnir mínir not- uðu tímana til að æfa sig í ensku. Við fengum afskaplega fá tœki- fœri til að tjá okkur. Nemarnir voru því komnir í kennsluréttindanámið til að fá ákveðin svör. Spurningarnar sem þeir báru fram voru hins vegar ólíkar. Dóra hafði afar ákveðnar hug- myndir um hvernig hún taldi að ætti að kenna tungumál. Hún vildi fá staðfestingu á að þessar hugmyndir væru réttar og fá kennslu í hvernig ætti að útfæra þær. Edda hafði engar skoðanir á því hvernig hún vildi hafa kenn- ara, aðrar en þær að hún þekkti gömlu hefðina og hafnaði henni. Vildi bara læra að kenna öðru- vísi en henni var kennt því það var svo leiðinlegt og gagnslítið. Sem dæmi nefndi hún að hún hefði lært þýsku í fjögur ár en hefði ekki getað opnað munninn þegar á þurfti að halda. Hönnu fundust þessar gömlu aðferðir svo sem góðar fyrir sinn hatt. Þær voru bara svolítið 5

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.