Málfríður - 15.05.2001, Blaðsíða 6
Tungumálakunnátta og atvinnulífið:
Góð tungumálakunnátta getur skapað forskot
í alþjóðlegu viðskiptalífi
Erindi flutt við upphaf evrópsks tungumálaárs, Þjóðmenningarhúsinu, 8. febrúar 2001
Hulda Dórn Styrmisdóttir
Ef ekki hefði komið til vaxandi almenn
tungumálakunnátta Islendinga og aukin
reynsla af búsetu og störfum utan Islands
væri fyrirtækið sem ég starfa hjá, Islands-
banki-FBA, ekki til í sinni núverandi
mynd. Með vissum hætti mætti raunar
segja það sama um íslenskt atvinnulíf í
heild. Það að geta tileinkað sér strauma og
stefnur frá öðrum þjóðfélögum, aðlagað
laga- og viðskiptaumhverfi okkar alþjóð-
legu umhverfi, tekið þátt í alþjóðlegum
viðskiptum og keppt við erlend fyrirtæki
krefst þess að kunna vel önnur tungumál
en íslensku.
Ég er þeirrar skoðunar að með sívax-
andi alþjóðavæðingu íslensks samfélags
séum við að leggja grunninn að því að
búa til þjóðfélag sem býður þegnum sín-
um upp á nálægð við náttúru, öryggi lítils
samfélags og merkilega sögu. En jafnframt
þjóðfélag sem býður upp á spennandi
störf á mörgum sviðum, tækifæri til að
vaxa og þroskast og síðast en ekki síst vel-
megun.
Tungumálakunnátta nauðsynleg
til að keppa á jafnréttisgrundvelli
En á hveiju eigum við að byggja? Fram-
tíðarspámenn eru sjaldnast sammála þegar
þeir líta áratugi eða árhundruð fram í tím-
ann. Þó eru nokkur atriði sem þeir eru
sammála um. í fyrsta lagi vaxandi gildi
menntunar. I öðru lagi dýpri þekkingar-
grunn flestra starfa. I þriðja lagi aukið
mikilvægi samskipta og í fjórða lagi vax-
andi tengsl ólíkra menningarheima.
Menntun, þekking, samskipti, tengsl.
Allt þetta byggir fyrst og fremst á hæfi-
leikum okkar til að nýta málið — móður-
mál okkar og tungumál annarra þjóða. Og
það er staðreynd að í heiminum tala ekki
margir íslensku. Því er góð tungumála-
kunnátta okkur ekki bara mikilvæg held-
ur nauðsynleg til að geta keppt á jafnrétt-
isgrundvelli í viðskiptum.
Við getum ekki notað íslensku til að
gera samninga erlendis, tala við erlenda
viðskiptavini og samstarfsaðila. Við getum
ekki notað íslensku ef við viljum setja
okkur vel inn í menningar- og viðskipta-
heim annarra landa.Til að geta skilið aðra
þjóð, hugsunarhátt hennar, viðhorf og
viðbrögð þurfum við að geta lesið bók-
menntir hennar á hennar eigin tungumáli,
hlustað á leikrit, lesið blöð, horft á sjón-
varp, fréttir og talað við fólk. Og það að
geta heyrt það sem ekki er sagt, skilið lík-
amlega tjáningu, metið blæbrigði og áttað
okkur á því hvað hvetur viðskiptavini,
samstarfsaðila og samkeppnisaðila er ein
forsenda góðs árangurs í viðskiptum.
Vissulega gerir útbreiðsla enskunnar
marga hluti einfaldari. Samningaumræður
fara oft fram á ensku, flestir í viðskiptalíf-
inu hvar sem er í heiminum tala eða skilja
a.m.k. emhverja ensku, upplýsingar um
allt milli himins og jarðar eru til á ensku,
tungumál alþjóðlegra fjármálamarkaða er
enska, greinar um nýjungar á flestum
sviðum atvinnulífsins eru skrifaðar og
birtar á ensku. Samt er það svo að enskan
er oft ekki nægjanleg. Kunnátta manna í
henni er misjöfn og ekki eru allar mikil-
vægar upplýsingar um allar þjóðir að-
gengilegar á ensku. Því er kunnátta í fleiri
tungumálum skilyrði þess að skara fram
úr.