Málfríður - 15.05.2001, Side 8

Málfríður - 15.05.2001, Side 8
Auðvitað á íslenskukennslan að hafa forgang enda er gott vald á móðurmálinu mikilvægur þáttur í að geta tileinkað sér önnur tungumál. Og auðvitað þarf að kenna börnurn margt fleira en íslensku og erlend tungumál. En er æskan ekki ein- mitt undirbúningstími fyrir framtíðina bæði í leik og námi? Og fyrir börn er það bara spennandi leikur að læra nýtt tungu- mál. Mikilvægi tungumálakunnáttu verður seint ofmetið Ég á tvo drengi sem eru 5 og 7 ára. Þeir tala báðir gott og rétt íslenskt mál enda höfum við hjónin alltaf lesið mikið fyrir þá. Fyrir nokkrum mánuðum tók ég hins vegar eftir því að þeir voru byqaðir að nota ensk orð og setningar við ýmis tæki- færi í hita leiksins — og þegar þeir vildu leggja sérstaka áherslu á eitthvað. Þeim finnst þetta flott. Ég hef ekki kennt þeim þessa ensku. Þeir læra hana af sjónvarpinu, myndböndum, tölvuleikjum og af netinu. Og þegar ég hlusta á þá spyr ég sjálfa mig hvort ég sé að bregðast þeim með því að ýta ekki undir þennan áhuga hjá þeim. A ég ekki að gefa þeim forskot með því að byija að kenna þeim ensku? Það hjálpar þeim líka að auka víðsýni sína, skilning og hæfileika til að takast á við ólíka hluti.AHt eiginleikar sem þeir þurfa að búa yfir í samfélagi framtíðarinnar. Ég held að mikilvægi góðrar tungu- málakunnáttu verði seint ofmetið fýrir ís- lenskt samfélag. Ég fagna því evrópsku tungumálaári og því að í hönd fari dag- skrá og aðgerðir sem miða að því að vekja athygli á mikilvægi tungumálanáms. Ég vona líka að við munum fylgja því eftir með því að efla tungumálanám á Islandi — í grunnskólum, á öðrum skólastigum og fýrir þá sem lokið hafa skólagöngu sinni.Við þurfum á því að halda. Hulda Dóra Styrmisdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Islandsbanka-FBA

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.