Málfríður - 15.05.2001, Qupperneq 18
Nemendur
skipulögðu
kvöldvöku og
morgunleikíxmi
sem skyldi fara
fram á dönsku.
sem mörg viðfangsefnanna beinlínis
kröfðust þess að samvinna væri höfð í há-
vegum.
Síðast skal talið og þó ekki síst að eftir
fyrstu vikurnar var það á ábyrgð hvers ein-
staks nemanda að skrá í leiðarbók allt sem
gert var í tímunum og heimavinnu. Ef
nemandi missti af tíma var ákveðið verk-
efni í uppnámi og sjaldnast hægt að skrifa
upp eftir náunganum til að bæta úr fyrir
sér.
Dönskubúðir
Viku af október var gerð tilraun sem lengi
hefur verið beðið færis á að koma í fram-
kvæmd. Það er að fara með hóp nemenda
út úr skólaumhverfmu og líka hversdags-
umhverfinu og reyna að skapa aðstæður
þar sem allir skyldu tala dönsku, ekki bara
við kennarana heldur einnig sín á milli.
Fengið var að láni hús, sem gegnir hlut-
verki sumarbúða, og því gistimöguleikar
fyrir heilan bekk. Undirbúningur hófst
viku fyrr með því að gera úttekt á þeim
orðaforða sem nemendur þyrftu að ráða
yfir í ferðinni. Gerður var listi yfir innkaup
í sameiginlega máltíð. Gerður var listi yfir
allt matarkyns sem nemendur tóku með
sér að heirnan. Gerður var listi yfir allan
þann búnað og fatnað, sem líklegt var að
menn þyrftu á að halda. Kennarar skrifuðu
á miða heiti ýmissa hluta, sem á staðnum
voru, s.s. allt í eldhúsi. Nemendur skipu-
lögðu kvöldvöku og morgunleikfimi sem
skyldi fara fram á dönsku. Matseld fór fram
á dönsku, uppþvottur og tiltekt.
Otrúlegt var hvað nemendur tóku því
vel að tala nánast ekkert nema dönsku frá
því þeir stigu upp í rútuna á hlaði skólans
og þangað til þeim var skilað þangað aftur.
Kannski hjálpaði það mikið að þeir fengu
frímínútur þar sem þeir gátu dregið sig í
hlé í smástund milli dagskráratriða. Dvöl-
inni lauk með munnlegu prófi sem
byggðist alfarið á því sem farið hafði fram
í ferðinni og bjó að baki þeim orðalistum
sem nemendur höfðu útbúið við skipu-
lagningu ferðar.
Samantekt
Eftir að verkfalli lauk var síðasta þemað
keyrt í gegn. Reyndar það erfiðasta en
nemendur létu engan bilbug á sér finna og
luku áfanganum með sóma flestir hveijir.
Námsmat varð með þeim hætti sem áætl-
un gerði ráð fyrir.
Ekki var laust við að undirritaðar veltu
fyrir sér hvernig til hefði tekist ef verkfall
hefði ekki sett strik í reikninginn á við-
kvæmum tíma í þessu tilraunaferli.
Þrátt fyrir að hafa eytt fjórum vikum í
sumar í að undirbúa áfangann dugði það
skammt þegar á hólminn var komið.
Omældar vinnustundir fóru í að útbúa
verkefni og enn fleiri fóru í að uppgötva
hjólið varðandi tæknimáhn.
Fyrir það fyrsta fengust ekki nógu
margar tölvur í stofuna til að hver nem-
andi hefði sína tölvu, þegar best lét voru
þrír um tölvu. Þrengsli sáu fyrir því að
slíkt gekk ekki.Tveir kennarar urðu því að
vera til staðar í flestum kennslustundum,
annar til að stjórna tölvuvinnu og hinn til
að halda nemendum að verki við önnur
verkefni. Þegar best lét voru átta tölvur í
lagi í stofunni en aldrei var á vísan að róa
með það hvernig ástand tækja var þegar
kennslustund hófst að morgni. Stundum
voru aðeins 4 tölvur virkar þegar til átti að
taka. Þá var það kennaranna að bregðast
við því. Bæði þetta og svo tíminn sem fór
í að læra á WebCT án teljandi leiðsagnar
er hlutur sem ekki ætti að eiga sér stað.
Starfsmaður með tækni- og hugbúnaðar-
þekkingu ætti alltaf að vera í kallfæri með-
an kennarar eru að tileinka sér það sem
þeir þurfa á að halda og þegar þeir þurfa á
því að halda.
Þessi tækni er komin til að vera. Þessi
áfangi verður keyrður aftur í haust og þá
væntanlega með einum kennara. Allir
nemendur verða með fartölvur og von-
andi leikur þá allt í lyndi. Nema — það
verða önnur áhyggjuefni sem steðja að
þegar þar að kemur. Litlu fartölvurnar
verða rafinagnslausar þegar minnst varir og
gögn týnast — en það verður að taka á því
þegar þar að kemur.
18