Málfríður - 15.05.2001, Qupperneq 20
Þegar Islendingar fóru að læra ensku
Þessi grein var skrifuð í tilefni af 30 ára afmæli Félags enskukennara haustið 1999
Steinunn Einarsdóttir.
Nútímamál voru ekki hátt skrifuð í skólum
í Evrópu ffarn eftir öldum. I skólum þeim
á Englandi sem hétu ‘Grammar Schools’ var
málfræði að vísu kennd, en það var latnesk
málfræði en ekki ensk sem skólarnir fengu
nafn sitt af. Formlegri móðurmálskennslu
var lítið sinnt og lifandi erlendum málum
því síður. Islensku skólarnir í Skálholti og á
Hólum voru undir sömu sök seldir. Þeir
voru auk þess fyrst og fremst prestaskólar,
þannig að námsefni þeirra miðaðist að
miklu leyti við það sem kennimenn þurftu
að vita. Latína var aðalkennslugrein í ís-
lensku skólunum í Skálholti og á Hólum
allt til loka 18. aldar. Slíkt var, eins og að
framan segir, í fullu samræmi við það sem
tíðkaðist í öðrum löndum — klassísk
menntun var það eina sem stóð undir
nafhi. Latína var svo lengi það mál sem not-
að var í samskiptum ríkja að þetta var næsta
eðlilegt. Nefna má til dæmis að skáldið
John Milton var latínuritari lýðveldisstjórn-
ar Cromwells. Breytingar voru samt í
vændum og þegar komið var ffam á miðja
18. öld var kennsla í móðurmáli og ffönsku
orðin algeng í enskum skólum.
Island um aldamótin 1800
Islenskt þjóðfélag í hálfgerðum rústum um
aldamótin 1800. Eldgos og aðrar hörm-
ungar herjuðu á landið á síðustu áratugum
18. aldar. Biskupsetur og skóli var fluttur
frá Skálholti til Reykjavíkur (að Hólavöll-
um) og síðan lagðist skólahald af á Hólum.
Um aldamót tók við stríð í Evrópu og
hafnbann á ísland. Til að kóróna ástandið
var jafnvel „ríkissjóði“ 0arðabókarsjóði)
rænt og þar áttu Bretar hlut að máli.
Skólinn fluttur frá Reykjavík tii
Bessastaða
Það harðnaði í ári og 1804 voru skólapilt-
ar á Hólavöllum sendir heim — matur og
námsgögn voru af skornum skammti og
húsið hélt hvorki vatni né vindum. Þessi
eini skóli landsins var þá fluttur að Bessa-
stöðum. Þar lögðu menn enn stund á hin
klassísku fræði og lærðu dönsku og ís-
lensku meðfram. Eins og frægt er lærðu
menn íslensku helst á því að þýða
Hómerskviður undir leiðsögn skáldsins
Sveinbjarnar Egilssonar. Nútímamál voru
ekki á námsskrá. Hvernig danska var
kennd kemur hvergi fram. Sennilega var
ætlast til að menn lærðu hana sjálfkrafa
með því að lesa og hlusta. Sú regla hefur
sjálfsagt gilt á Bessastöðum að allir kenn-
arar væru íslensku- og dönskukennarar.
Var Rasmus Kristján Rask fyrsti
enskukennarinn á Islandi?
Ekki má gleyma því að mikill hluti
kennslu á íslandi fór fram á heimilum,
lestur urðu menn að læra í föðurhúsum og
prestar lásu með ungum mönnum og
bjuggu þá undir frekara nám. Nokkrir
prestar fengu leyfi til að útskrifa stúdenta,
hinir svokölluðu prívatistar, og á þessum
árum fór rnikið orð af skóla þeim er sr.
Árni Helgason rak, fyrst á Reynivöllum í
Kjós og síðar í Görðum á Álftanesi. Með-
al nemenda hans voru ekki minni menn
en Sveinbjörn Egilsson, Grímur Thomsen
og Jón Sigurðsson. I skóla sr. Árna fór ef til
vill fram fyrsta kennslan í nútímaensku á
Islandi. Rasmus Kristján Rask dvaldist hjá
Árna að Reynivöllum veturinn
1813—1814 og er sagður hafa sagt nem-
endum Árna til í ensku.
Sjálfsnám
Hins vegar virðist það hafa verið almennt
álitið að menntaðir rnenn, sem vildu læra
nútímatungur, ættu að geta aflað sér þeirr-
ar kunnáttu með sjálfsnámi í tómstundum,
sérstaklega þar sem latínukunnátta opnaði