Málfríður - 15.05.2001, Síða 21

Málfríður - 15.05.2001, Síða 21
allar dyr. Ýmsir virðast reyndar hafa náð talsverðum árangri þannig. Fræg saga er til um Benedikt Gröndal skáld og náttúru- fræðing þar sem hann átti að hafa komið drukkinn inn á veitingahús erlendis og sest við borð þar sem tveir menn sátu að tali. Flann blandaði sér í samræðurnar sem varð til þess að mennirnir, sem vildu losna við hann, fóru að tala saman á ýmsum tungumálum — frönsku, þýsku, ensku og latínu. Ekkert hreif því Benedikt talaði öll þessi mál reiprennandi. Þessi saga er sjálfsagt tilbúningur, en sýnir að orð hefur farið af Benedikt sem málamanni. Benedikt hafði verið í Bessa- staðaskóla en þar var engin formleg kennsla í nútímamálum. Flann lýsir því í ævisögu sinni, Dægradvöl, hvernig hann lærði þýsku af kennslubók án teljandi að- stoðar annarra og komst upp á lagið með að lesa enskar og franskar bækur. Bessastaðaskóli fluttur til Reykjavíkur Konungleg tilskipun sem gefm var út árið 1841 kvað á um að skólmn yrði fluttur aftur til Reykjavíkur þar sem byggja átti nýtt hús fyrir hann. Skólinn átti að full- nægja kröfum tímans, vera í samræmi við danskt skólakerfi og ekki lengur gegna hlutverki prestaskóla. Á þessum árum var danska skólakerfið sjálft í endurskoðun. Árið 1812 var skipuð sérstök nefnd sem átti að gera athugun á kennslu í hinum lærðu skólum og í háskólanum og sjá til þess að nauðsynlegar breytingar yrðu gerðar til að samræma hana kröfum tím- ans. Ritari þessarar nefndar, Laurits Engel- stoft, hafði mikinn áhuga á væntanlegum Reykjavíkurskóla og skrifaðist á við ,,eforatið“, þ.e.a.s. skólanefndarmennina tvo sem voru biskupinn yfir Islandi og stiftamtmaður, æðsti fulltrúi Danakonungs á landinu. Engelstoft (1774—1851) hafði nokkra sérstöðu í Danmörku sem háskólakennari og menntamaður. Hann gerði sér far um að styðja íslenska stúdenta í Kaupmanna- höfn og þeir vottuðu honum virðingu sína árið 1830 með því að láta gera kop- arstungumynd af honum. Engelstoft hafði dvalist langdvölum bæði í Þýskalandi og Frakklandi en hafði sérstakan áhuga á franskri og enskri menningu á sama tíma og þýskra menningaráhrifa gætti mjög í Danmörku. I bréfum Engelstofts til ,,eforatsins“ kemur fram að hann hafði áhuga á ensku og vildi að hún yrði kennd í nýja skólanum. Klassísk menntun eða hagnýt menntun Þegar komið var fram á miðja 19. öld var hugsunarhátturinn að breytast og margir drógu í efa að klassísk menntun væri það sem mest þörf væri fýrir. Móðurmáls- kennsla var efld, svo og kennsla í nútíma- tungumálum og raungreinum. Samkvæmt reglugerðinni sem gefin var út sama ár og Reykjavíkurskóli tók til starfa voru latína og gríska enn fýrirferðarmestu greinarnar, en danska og þýska þó skyldunámsgreinar. Að danska og þýska skyldu vera aðalgrein- ar var auðvitað eðlilegt miðað við stöðu Islands sem var hluti af Danaveldi og þar af leiðandi að vissu leyti á þýsku menningar- svæði. Enska varð valgrein og nemendur máttu velja milli hennar og hebresku. Með nýrri reglugerð, sem var sett árið 1850, hvarf hebreskan og franska kom í staðinn sem valgrein. Hverjir gátu kennt ensku? Enska var ekki kennd fyrsta árið sem skól- inn starfaði (1846—1847), hver sem ástæð- an kann að hafa verið. Ef til vill vantaði kennara í greininni. Fyrsti enskukennari skólans var Sigurður Sívertsen sem þá var kominn um sextugt. Hann starfaði 1847—48 og svo 1849—50. Sigurður hafði hlotið menntun sína í Danmörku, en fað- ir hans, Bjarni riddari Sívertsen, var sem kunnugt er fyrsti íslendingurinn sem gerðist kaupmaður eftir að einokunar- versluninni var aflétt. Meðan á Napole- onsstyrjöldunum stóð varð Bjarni fýrir því að Bretar tóku skip hans þar sem hann var Enska varð val- grein og nem- endur máttu velja milli henn- ar og hebresku. Með nýrri reglugerð, sem var sett árið 1850, hvarf hebreskan og franska kom í staðinn sem val- grein. 21

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.