Málfríður - 15.05.2001, Síða 26

Málfríður - 15.05.2001, Síða 26
Og nú er enskubók HaUdórs frænda þíns, er flýgur út, og kom hún í góðar þarfir, því hand- iðnamannafélagið hefur gjört það heiðursstrik að drífa upp sunnudagaskóla. Er kennt í hon- um (hann byijaði í dag); enska (Oddur V. Gíslason kennir) ... Fjöldi karla og kvenna (eldri samt og yngri) sækja hann. ... AJlir hugsa um enskuna og Ameríku. r A Möðruvöllum varð enska hins vegar strax ein aðalnámsgreinin og þar gerðist merkileg saga. Nýir skólar Um 1880 fór skólum að fjölga á Islandi og þeir sem bættust við voru skipulagðir að fyrirmynd hins danska realskole og kallaðir gagnfrœðaskólar. Þar var ekki kennd latína en nútímamál og raungreinar skiptu þeim mun meira máli. Kvennaskólinn í Reykja- vík var stofnaður árið 1874, Möðruvalla- skóli árið 1880 og Flensborgarskóli í Hafnarfirði árið 1882. Enska var ekki kennd í Kvennaskólanum fyrr en 1890. Fyrstu enskukennarar þar voru sennilega þær Jarþrúður Jónsdóttir, sem hafði stund- að nám í kvennaskóla í Skotlandi auk þess sem hún hafði stundað tungumálanám í Kaupmannahöfn, og Þórunn Richards- dóttir, sem hafði dvalist í Skotlandi í fjög- ur ár, 1887-91. I Flensborg var enska kennd sem eins árs grein í byrjun, fjórar stundir í viku. Skólastjórinn,Jón Þórarins- son, sem hafði stundað nám í uppeldis- fræðum í Þýskalandi og Englandi var að því er virðist aðalenskukennari skólans fyrstu árin. Sjómannaskólinn, sem stofnað- ur var árið 1891, hafði líka ensku á náms- skrá. A Möðruvöllum varð enska hins vegar strax ein aðalnámsgreinin og þar gerðist merkileg saga. Möðruvallaskólinn og Jón Hjaltalín Skólastjóri á Möðruvöllum og ensku- kennari var Jón Hjaltalín en hann hafði starfað í nokkur ár sem bókavörður í Ed- inborg. I Möðruvallaskóla var námið mið- að við tvo vetur. Enska var kennd fimm stundir í viku hvort árið. Farið var yfir mikið efni. Sem dæmi má nefna að árið 1883—84 las yngri deildin alla byijenda- bók Jóns Hjaltalín og eldri deildin las Royal Readers frá Nelson, sjötta hefti (bls. 1—238). Piltarnir hafa þannig lesið ýmsa kafla úr bókurn eftir Walter Scott og ljóð eftir Shelley, Browning og Burns. Einn nemenda hans lýsti enskunáminu á eftir- farandi hátt: Eiginlega var Hjaltalín strangur og kröfuharð- ur kennari. Hann lét nemendur lesa þungar bækur. I öðrum bekk var í minni tíð lesin Royal Readers V, og var það sannarlega þung bók fyrir okkur á því stigi, og enskan þurfti meiri tíma til lestrar en nokkur önnur náms- grein í skólanum. Hann bætti því við að Hjaltalín hefði ver- ið fyrsti kennarinn á íslandi „sem kostaði kapps um, að nemendur hans vendust á að tala þá tungu, sem þeir kenndu.“ í júlí árið 1884 skrifaði Jón Hjaltalín bréf til Geirs T. Zoéga þar sem hann lýsir eigin kennsluaðferðum. Þá hafði Geir ein- ungis kennt ensku við Lærða skólann einn vetur en Möðruvallaskóli var búinn að starfa í þijú ár. I bréfinu lýsir hann mark- miðum sínum og það sem meira er, kennsluaðferðum sínum: Það sem eg set mér fýrir er þetta fernt: 1. Að piltar geti, þegar þeir fara af skólan- um komizt nokkurn veginn fram úr hverri enskri bók.Til þessa þurfa þeir sem allra fýrst að safna talsverðum orðafjölda, svo þeir fái lyst til að lesa; og til þessa hefi eg fundið einsat- kvæðis lestraræfingarnar í Lestrarbók minni allhentugar. En þegar þær eru búnar, tek eg strax til allþungrar Ensku svo sem í Nelson’s Royal Readers NflVI. Gengur þeim í fýrstunni mjög ervitt með það, því að Latínsku orðin standa svo fýrir þeim; þar eigið þér hægar. En eptir nokkurn tíma fer flestum að ganga nokk- uð; og allir þeir, sem hafa komizt í gegnum báða bekkina geta komizt að meiningu í með- alensku orðabókarlaust. 2. Að skilja Ensku, þegar hún er töl- uð.Þetta er eitthvert hið erfiðasta, því að vér Islendingar höfum leðurhlustir. Eg byrja þegar í neðri bekk að tala dáhtið Ensku við piltana í tímunum; en í 2. bekk tala eg mjög lítið ann- að en Ensku við þá í Enskutímunum. Eg hefi reynslu fýrir því að margir, sem hér hafa ver- ið, hafa skilið Englendinga eptir 2ja ára tíma. 3. Að skrifa svo Ensku, að enskur maður

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.