Málfríður - 15.05.2001, Síða 27

Málfríður - 15.05.2001, Síða 27
geti skilið.Fyrst byga eg á að láta pilta finna ensk orð og framburð yfir íslenzku orðin í lestrarbók minni. Mér reynist það betra að láta þá finna þau sjálfa, heldur en að segja þeim strax ensku orðin. Svo læt eg þá sjálfa búa til setningar úr þeim. Þá tek eg stílaæfingarnar í bókinni og er eg vanalega búinn með þær fyrri veturinn. Seinni veturinn tek eg stílaefni hingað og þangað, helzt sem margbreytilegust, eða fæ þeim ritgjörðir eða bréfsefni til að skri- fa upp úr sér. Þeir komast miklu fljótar upp á að skrifa Ensku frá sínu eigin bijósti heldur en útleggja svo í lagi. Arangurinn er nú svona, að flestir geta skrifað enskt bréf, svo Englending- ur getur vel skilið, en mjög fáir geta skrifað það gallalaust. 4. Að tala svo Englendingar skili. Þetta verður nú ekki með öðru móti en fá piltana til að tala við mig eða sín á milli. Vill það opt ganga ervitt einkum í byrjuninni. Eg hefi reynt að segja þeim hlægilegar sögur á Ensku og láta þá svo segja mér þær aptur. Þetta hefur reynzt vel. Allir geta talað nokkuð eptir tvö árin og sumir enda allvel. Þetta bréf Jóns er afar merkilegt, sennilega er ekki til nein önnur lýsing íslensks kenn- ara á kennsluaðferðum sínum frá þessum tíma. Jón stingur upp á því við Geir T. Zoéga að þeir beri saman bækur sínar um þessi mál. Því miður vantar svarið frá Zoéga. Það hefur sennilega, líkt og flest önnur skjöl og bréf Jóns Hjaltalíns, eyði- lagst í brunanum á Möðruvöllum árið 1902. í bók sinni Norðlenzki skólinn sagði Sigurður Guðmudnsson að Jón Hjaltalín hafi líklega verið fyrsti enskukennarinn á Islandi sem hafði næga kunnáttu til að bera til að geta kennt talmálið. Hvort sem það er rétt eða ekki, má telja víst að Hjaltalín hafi verið fyrsti enskukennari á Islandi sem kenndi hið talaða mál á skipu- legan og markvissan hátt.Víst er að fram- burðarkennslu hefur verið ábótavant hjá sumum kennurum Reykjavíkurskóla ef trúa má frásögn Eiríks Magnússonar, sem kenndur hefur verið við Cambridge. Hann nefnir hér Halldór Kr. Friðriksson og Bjarna rektor Jónsson: Ég byijaði að lesa ensku á 17. ári, nam fram- burð málsins af Halldóri, vitlausan, og af Bjarna rektor, stórbættan, en aðalframburðar- meistararnir voru enskir matrósar, sem komu til Reykjavíkur, og ég hékk á, er ég átti þess kost, eins og dauðþyrstur hvolpur á tíkarspena. Kennsluaðferðir Hjaltalíns sýna hins vegar ný viðhorf. Eflaust hefur hann haft að- stöðu til að fylgjast með nýjustu ritum meðan hann var bókavörður í Edinborg. Eftir að hann kom að Möðruvöllum lét hann kaupa til bókasafnsins þar nýjar bæk- ur, meðal annars um málvísindi.Til dæm- ist keypti hann Handbook of Phonetics eftir Henry Sweet og Engelsk Filologi eftir Jo- han Storm. Bréfið til Geirs T. Zoéga er skrifað tveimur árum eftir að Þjóðveijinn Viétor gaf út bækling sinn Der Sprach- unterricht muss umkehren undir dulnefninu Quousque Tandem og er freistandi að hugsa sér að Hjaltalín hafi kynnst efni hans. BæklingurViétors hafði mikil áhrif á þró- un tungumálakennslu. í honum krafðist höfundur þess að algerlega yrði snúið við blaðinu og talmál en ekki ritmál yrði lagt til grundvallar í kennslu nútímamála. Kennslubækur Jóns Hjaltalín Enska lestrarbók eftir Jón Hjaltalín sem kom út árið 1882 er á margan hátt athygl- isverð. I fyrsta lagi virðist hann hafa stuðst við ótilgreindar rannsóknir á orðaforða við samningu bókarinnar. Hann segir í inngangi: Eptir því hafa menn tekið, að menn hafa eigi allmikinn orðafjölda í daglegu tali og ekki heldur í almennu bókmáli. Enginn veit öll orð í nokkru máli, enda eru margar tungur, sem hafa á milli 80.000 og 90.000 orð. Hinsvegar eru fáir rithöfundar orðfleiri en svo, að þeir hafi fleiri en 10.000 orð; I daglegu tah hafa menn ekki að jafnaði fleiri en 3.000 orð. Þeir sem hafa stuttan námstíma, en vilja þó geta átt tal eða skipti á því máli, sem þcir nema, verða að kosta kapps um að nema þau orðin sem al- geng eru, en ofþreyta eigi minnið með hinum, fyr en þeir hafa meiri námstíma. Hann segir einnig: ... Eg hef leitast við í málfræðinni að gefa þær reglur einar sem algengastar eru. Fyrstu 25 lestraræfmgarnar eru allar ritaðar einsatkvæð- Hvort sem það er rétt eða ekki, má telja víst að Hjaltalín hafi verið fyrsti enskukennari á r Islandi sem kenndi hið talaða mál á skipuleg- an og markviss- an hátt. 27

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.