Málfríður - 15.05.2001, Qupperneq 29

Málfríður - 15.05.2001, Qupperneq 29
(norskir) vóru að reyna að stofna, en það var því skilyrði bundið að ég færi út að halda fyr- irlestra um sumarið og safna samskotum til stofnunarinnar.Varð að hætta við það um sumarið, því að þá sendi Grant forseti mig til Alaska til að skoða landskosti þar til nýlendu íslenzkrar. Fór vestr til Alaska og kom austr til Washington í Desbr. 1874. — Hafði áður fengið Isl. til að halda þjóðhátíð 2. ágúst í Milwaukee. — Var skipaður „translator" í Hydrographic Office og hafði þá stöðu þar til ég fór heim 1875. Árið 1880 var Jón kosinn á þing. Alþingi sat þá aðeins um það bil einn mánuð á ári og menn höfðu litlar tekjur af þingsetu. Árið 1881 fékk Jón því starf sem ensku- kennari við Lærða skólann. English Made Easy Þegar hann hafði kennt í eitt ár gaf hann út English Made Easy. Að baki hennar var eins og fram hefur komið eins árs kennslureynsla og hún virðist hafa verið unnin í flýti. I eftirmála nefnir Jón sem að- alástæðu fyrir því að hann samdi bókina þörfina fyrir hentuga kennslubók fyrir fyrsta bekk Lærða skólans eða annarra skóla. Hann segir þar Þá er ég fór að kenna ensku í lærða skólanum, fann ég mjög til skorts á hentugri kenslubók í fyrsta bekk. Lesbók Morén’s, sem þar var þá lesin, hefir þann ókost, að þýðingarnar í orða- safninu aftan við hana eru á sænsku, sem nem- endr í fyrsta bekk skilja ekki. Auk þessa byijar hún á samanhangandi máli, svo að nemandinn þarf, ef vel á að vera, að hafa numið alla orð- myndafræðina áðr en hann byrjar að lesa í bókinni. Svo eru og leskaflarnir ekki sem heppilegast valdir að sumu leyti, t. a. m. of lítill munr á, hve þungir (eða auðveldir) síðustu og fremstu kaflarnir eru. — Orðmyndafræði sú, er notuð var við kensluna (Rosing’s), hafði ekki eitt orð um framburð. Afleiðingin varð sú, að als engar framburðarreglur höfðu kendar verið. Vesturfara túlkur Árið 1888 gaf Jón Ólafsson út samtalsbók fyrir úflytjendur Vesturfara túlk. í mjög stuttum inngangi, þar sem hann gefur leiðbeiningar um notkun bókarinn- ar segir Jón: Þessi bók er ætlazt til að sé svo auðveld, að hver maður sem annars getur lært mál, geti lært af henni alveg tilsagnarlaust að fleyta sér í ensku, og það þótt enga hugmynd hafi um málfræði eða málfræðisorð. Eins og English Made Easy, ber þessi bók vott um hröð vinnubrögð. Utgefandi var Sigfús Eymundsson bóksali, sem einnig var útflutningsstjóri til Ameríku, eða Am- eríkuagent eins og það var kallað. Jón virðist hafa verið ráðinn af Sigfúsi til að skrifa bókina og útgáfa hennar hefur þá verið hluti af þjónustunni við vesturfara. Bókin einkennist mest af orðalistum sem höfundur segir að menn þurfi að læra ut- anað. Lengsti listinn nær yfir þrjátíu blað- síður. Samtalskaflar eru þrír og hér er sýn- ishorn af einum þeirra: Who is the cheapest bookseller and stationer in this town? Go to Mr. Eymundsson’s bookshop on the corner of East Street and River Lane, just where the bridge crosses the river.You will be promptly served, and nowhere (nóhwer) in Iceland nor in Denmark you will get paper and stationery as cheap as there ... Bókin einkennist mest af orðalist- um sem höfund- ur segir að menn þurfi að læra utanað. Lengsti listinn nær yfir þijátíu blaðsíður. Þessi bók kom út í endurbættri útgáfu árið 1890 og sjálfsagt hefur hún orðið mörgum vesturfórum að gagni. Jón Ólafsson fór til Ameríku í annað sinn árið 1890 og í þetta skipti var hann þar í sjö ár. Árið 1899 hóf dóttir hans, Sigríður, að kenna ensku í Kvennaskólan- um í Reykjavík. Síðar kenndi hún einnig ensku í Barnaskóla Reykjavíkur. Hún tal- aði ensku reiprennandi eins og vænta mátti, þar sem hún hafði dvalist langdvöl- um í Ameríku og að sögn var hún mjög góður kennari. Anna Bjarnadóttir, síðar enskukennari og kennslubókarhöfundur, sem var nemandi hennar í barnaskólan- um, minntist þess að hún lagði áherslu á talað mál í kennslu sinni og hélt uppi samræðum á ensku, yfirleitt með góðum árangri.

x

Málfríður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.