Málfríður - 15.05.2001, Blaðsíða 30
Geirsbók var
góð og gegn
kennslubók sem
uppíyllti kröfur
síns tíma.
30
Geir T. Zoéga
Þáttaskil urðu þegar Geir T. Zoéga kom til
landsins með cand. mag. próf frá Kaup-
mannahafnarháskóla. Hann hafði þar
stundað nám í fornum og nýjum málum,
þar á meðal ensku. Hann lauk prófi í júní
1883 og dvaldist um sumarið í Englandi
til frekara enskunáms. Um haustið sneri
hann til Islands til þess að taka við emb-
ætti sem kennari við Lærða skólann og
tók við enskukennslu af Jóni Olafssyni. I
upphafi notaði hann bók Jóns í byqenda-
bekknum, en var að því er virtist ekki
mjög ánægður með hana. Arið 1888 var
dönsk byijendabók eftir Lökke komin í
notkun í staðinn og síðan kom bók Geirs
út árið 1889. Sú bók varð vinsælust allra
íslenskra byrjendabóka í ensku áratugum
saman.
Geirsbók
Enskunámsbók Geirs T. Zoéga eða Geirs-
bók var hún yfirleitt kölluð og var vönduð
bók í alla staði. Eins og höfundur getur í
formála var hún að verulegu leyti byggð á
þýskri bók eftir H. Plate, VoUstándiger
Lehrgang zur Erlernung der englischer Sprache.
Leskaflarnir eru að mestu leyti þeir sömu
og í þýsku bókinni, en kaflar þeir sem fjalla
um framburð og hljóðritun virðast að
verulegu leyti vera unnir af Geir sjálfum
sem studdist við Engelsk Lydlære eftir Aug-
ust Western eins og hann getur um í for-
mála. Aftast í hljóðfræðiágripinu eru fjórir
hljóðritaðir kaflar þar sem Geir notar sín
eigin hljóðtákn að hluta.
Geirsbók var góð og gegn kennslubók
sem uppfyllti kröfur síns tíma. Henni var
ekki ætlað að sinna neinum íslenskum sér-
þörfum. Leskaflarnir voru dænrigerðir fyr-
ir bækur þess tíma. Hér er stutt dæmi:
Have you seen that there is a hole in your
stocking? No, I have not seen it; where is it?
Why has the servant not cleaned (burstað) my
shoes and boots this morning? Has he not
cleaned them? then he must have forgotten it.
He must clean them now. The tailor has made
your coat too tight; you can hardly move your
arms.
Geir T. Zoéga var félagi í Hinu alþjóða
hljóðfræðafélagi en það vann ötullega að
bættri kennslu í nútímatungumálum og
endurbættri stafsetningu evrópskra tungu-
mála. Meðal forystumanna félagsins var
t.d. Henry Sweet í Englandi ogWestern í
Noregi. Björn M. Olsen rektor var einnig
félagi. Auk þess að efla tungumálakennslu
unnu þessir menn, hver í sínu landi, að
breyttum rithætti móðurmálsins. Björn
M. Ólsen reit t. d. i fýrir y í íslensku —
hann gaf út Skólaskírslu lærða skólans í
Reikjavík þegar hann var þar rektor. Geir
beitti sér ekki fyrir breytingu á stafsetn-
ingu en hann var vafalaust best menntað-
ur þeirra manna íslenskra sem sörndu
kennslubækur í ensku á 19. öld.
Önnur útgáfa Geirsbókar kom út árið
1896. Hún var í öllum aðalatriðum eins
og fýrsta útgáfan að öðru leyti en því að
bætt hafði verið við íslensk-ensku orða-
safni aftast í bókina. Hljóðfræðiágripið var
aðeins stytt og hljóðrituðum köflum
sleppt. Þriðja útgáfa bókarinnar kom út
árið 1906 og sú fjórða 1913. Alls urðu út-
gáfurnar sjö, sú síðasta árið 1934. Allan
þennan tíma var bókin í almennri notkun.
I Hinum almenna mentaskóla í Reykjavík
var hún síðast notuð árið 1935—36.
Geir T. Zoéga gaf út ensk-íslenska
orðabók í fyrsta sinn árið 1896. Árið 1904
bætti hann við íslensk-enskri orðabók.
Þriðja orðabókin kom út árið 1910, The
Concise Dictionary of Old Icelandic, sem var
gefin út af Oxford University Press. Þess-
ar bækur allar hlutu mikla útbreiðslu og
mörkuðu tímamót.
Eins og að ofan greinir hlaut Geirsbók
mikla útbreiðslu og varð sannkölluð al-
menningseign. Hún varð aðalbyrjenda-
bókin í Gagnfræðaskólanum á Akureyri ,
Kennaraskólanum, Kvennaskólanum í
Reykjavík og Flensborg í Hafnarfirði.
Þegar lengra var komið var oftast nær not-
ast við enskar lesbækur úr röðinni The
Royal Readers sem áður var getið. Þar ken-
ndi ýmissa grasa, þar voru skrítlur, smásög-
ur, ferðasögur og ljóð. Þessar bækur voru
til í mörgum bindum og erfitt er að sjá
þyngdarmun milli bindanna enda var mis-