Fréttablaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 16
Börn eiga ekki að þurfa að bíða eftir nauðsynlegri þjónustu, ráðgjöf og öðrum úrræðum sem bæta lífsgæði þeirra og allt frá því ég tók við ráðherraemb- ætti hefur forgangsverkefni mitt verið að bæta enn frekar hvernig við þjónustum börn og fjölskyldur þeirra. Það er því ánægjulegt að til- laga mín um að veita 80 milljónum króna til að vinna á biðlistum hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkis- ins (GRR) fyrir börn á aldrinum 2-6 ára, hafi verið samþykkt á Alþingi nýlega. Það þýðir einfaldlega að þjón- usta GRR verður aukin til muna og átak gert í styttingu á biðlistum eftir þjónustu fyrir 2-6 ára börn hjá stöðinni. Samhliða þessu erum við að leggja af stað í innleiðingu á stórum kerfisbreytingum þar sem barnið verður hjartað í kerfinu og tryggt verður að samfélagið muni grípa fyrr inn í þegar aðstoðar er þörf. Undanfarin ár hefur, undir for- ystu félagsmálaráðuney tisins, verið unnið að undirbúningi laga- umhverfis sem miðar að því að tryggja börnum og aðstandendum þeirra snemmbæran, samþættan stuðning þvert á kerfi. Verkefnið hefur verið unnið í víðtæku sam- ráði við fjölmarga aðila, svo sem önnur ráðuneyti, þingmannanefnd um málefni barna, félagasamtök og almenning. Áhersla þessara breytinga er að tryggja að hin mismunandi þjónustukerfi innan velferðar þjónustunnar vinni betur saman til að tryggja farsæld barna. Ljóst er að fyrrgreindar breytingar, gangi þær eftir, munu hafa veruleg áhrif á biðlista hjá GRR, þar sem fleiri börn munu njóta snemmtæks stuðnings á fyrri þjónustustigum sem ætti að draga úr þörf þeirra fyrir þjónustu stöðvarinnar. Um leið mun skapast svigrúm til að sinna þeim börnum og fjölskyldum þeirra sem hafa miklar eða mjög miklar stuðningsþarfir. Þá er gaman að segja frá spenn- andi tilraunaverkefni sem GRR er að vinna að, en stöðin hefur gert samstarfssamning um stofnun landshlutateyma á Suðurlandi og Suðurnesjum. Markmiðið er að auka samvinnu og samráð milli GRR og þjónustuaðila í heima- byggð við greiningu og íhlutun fatl- aðra barna. Snúa markmiðin meðal annars að því að stytta biðtíma eftir þjónustu GRR og stuðla að virkari forgangsröðun að þjónustu stofnunarinnar og að tilvísanir til GRR verði í samræmi við þörf fyrir frekari greiningu, að í greiningar- ferlinu sé samfella í þjónustu við barnið í heimabyggð og stuðningur eftir þörfum frá GRR. Börnin eiga alltaf að vera hjartað í kerfinu og áhrif þessara breytinga sem við erum að vinna í munu gera okkur mögulegt að setja enn meiri kraft í greiningu og ráðgjöf fyrir þau börn sem hafa miklar þarfir fyrir stuðning. Og það skiptir gríðarlegu máli. Aukin þjónusta við börn – átak í styttingu á biðlistum Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráð- herra Í dag eru 40 ár liðin frá því að fyrsti alþjóðlegi samningurinn á sviði persónuverndar var undir- ritaður. Er þar um að ræða Evrópu- ráðssamninginn um vernd ein- staklinga vegna vélrænnar vinnslu persónuupplýsinga frá 28. janúar 1981, sem Ísland hefur verið aðili að frá upphafi. Alþjóðlegi persónu- verndardagurinn er haldinn hátíð- legur um heim allan þennan dag að frumkvæði Evrópuráðsins til að minna á mikilvægi persónuverndar. Evrópska persónuverndarráðið sendir af þessu tilefni frá sér sam- eiginlegt myndband með skilaboð- um frá forstjórum allra persónu- verndarstofnana innan EES, Ísland þar með talið. Á Íslandi fögnum við jafnframt 20 ára starfsafmæli Persónuverndar, en stofnunin tók til starfa 1. janúar 2001 í samræmi við ákvæði þágildandi laga um per- sónuvernd og meðferð persónuupp- lýsinga nr. 77/2000. Aukning er á málum sem stofnuninni berast á hverju ári, og ljóst er að margir telja á rétti sínum brotið. Af hverju persónuvernd? Margt hefur gerst frá árinu 2004, þegar Mark Zuckerberg stofnaði Facebook í Harvard, í þeim til- gangi að tengja skólafélagana betur saman. Nú hefur heimurinn verið tengdur. Daglegir notendur telja um 2 milljarða manna. Á Íslandi nota rúmlega 9 af hverjum 10 full- orðnum sama samfélagsmiðilinn – Facebook – og, við eigum nærri því heimsmet í notkun Netsins – um 99% landsmanna eru tengd því. Einsleitri samfélagsmiðlanotkun Íslendinga má í raun líkja við það að 90% landsmanna myndu keyra um á sömu tegund bifreiðar. Ég veit ekki hvort fólk gerir sér grein fyrir því, en sú staðreynd að rúmlega 9 af hverjum 10 fullorðnum hér nota sama samfélagsmiðilinn gerir það að verkum að hægt er með litlum skekkjumörkum að rýna og mögu- lega afvegaleiða heila þjóð. Það hafa hins vegar enn þá ekki allir gert sér grein fyrir því að við- skiptamódel internetsins hefur alltaf verið að koma vöru og þjón- ustu á framfæri, sbr. auglýsingar um að þetta og hitt sé „ókeypis“ á Netinu. Í engu var í upphafi hugað að persónuvernd notenda. Þetta hefur leitt til þess að handfylli tæknifyrirtækja stýra milljörðum manna – af því að allt sem við gerum á Netinu, til dæmis á sam- félagsmiðlum, er kortlagt. Þetta er fært í gagnabanka og á grundvelli f lókinna algríma fáum við tilboð frá aðilum – sem að minnsta kosti sum hver okkar, vissum ekki að væru að fylgjast með okkur – og tilboðin sem okkur berast byggja á umfangsmikilli rýni, með aðstoð algríma, sem við vitum oftast ekki hvernig virka. Allt sem fólk gerir á samfélagsmiðlum getur verið rýnt og notað af þeim, sem sagt, texti sem og myndir og myndbönd. Þar með getur fólk misst stjórn á sínum upplýsingum, hvort sem um er að ræða spjall um greiningu barnsins þíns, eða það sem fólk telur vera „einkaspjall“ við maka eða aðra. Mynstur í mannlegri hegðun – persónusnið St ærst u samfélagsmiðlaf y r ir- tækin eru talin búa yfir skráningu á 52.000 mismunandi skráðum mannlegum eiginleikum – til þess að skipta fólki í f lokka eftir áhuga- málum og venjum/eiginleikum. Nefnt hefur verið að 4. iðnbyltingin sé svipuð útvarps- eða sjónvarps- byltingunni – en ég get fullyrt að þá var ekki verið að rýna í til dæmis blæbrigði raddarinnar, þegar öppin biðja um aðgang að hljóðnemanum í símanum – og finna þannig út hvort um lærðan mann sé að ræða, eða ekki, hvort viðkomandi nýti sér gagnrýna hugsun eða hvort hann stundi virka hlustun. Annað dæmi hér er innsláttur á lyklaborð tölvu – út frá innslættinum á að vera hægt að finna vísbendingar um sjálfs- öryggi, kvíða, depurð og þreytu hjá þeim sem slær inn. Síðan eru það fullyrðingar um að staðsetningar- upplýsingar okkar séu skráðar hjá smáforritum og leitarvélum – jafn- vel nokkrum sinnum á mínútu, samanber ítarlega skýrslu norsku neytendasamtakanna á vinnulagi Google árið 2018, en í kjölfarið hóf írska persónuverndin (DPC) sér- staka rannsókn á þessu árið 2020. Síðast en ekki síst er það andlits- greiningartæknin, þar sem meðal annars er reynt að rýna í hugsanir okkar og hina ýmsu sjúkdóma. Auk þess sem andlitsgreining hefur verið notuð til að búa til falsfréttir. Við Netið og samfélagsmiðlana bætist síðan sú tækni sem tengist Interneti allra hluta – en það eru sítengd snjalltæki sem ryðja sér til rúms í hverjum geira samfélagsins á fætur öðrum og kortleggja enn frekar okkar athafnir. Stafræn áform – allra Sama hvar okkur ber niður, þá eru nær allir þátttakendur í nútíma- samfélagi að færa þjónustu sína í auknum mæli á stafrænt form. Per- sónuverndarlögum er ekki ætlað að standa í vegi fyrir tækniþróun heldur styðja við hana á þann hátt að okkar stjórnarskrárvörðu mann- réttindi til friðhelgi einkalífs séu virt í hvívetna. Margar lausnir geta leitt til vinnu- sparnaðar, aukinna þæginda og ánægju viðskiptavina, hvort sem um ræðir einkageirann eða hinn opinbera. Að sama skapi er ljóst að þegar persónuupplýsingar eru orðnar grundvöllur nær allrar þjónustu, þá skiptir miklu að öryggi þeirra sé tryggt í samræmi við þær upplýsingar sem undir eru hverju sinni. Tæknin verður að þjóna mannkyninu – ekki vinna gegn okkur. Hver fylgist með okkur? Helga Þórisdóttir forstjóri Per- sónuverndar Börnin eiga alltaf að vera hjartað í kerfinu. Reykjanesbær er eitt af þremur sveitarfélögum á Íslandi sem tekur á móti umsækjendum um alþjóðlega vernd ásamt Hafn- arfirði og Reykjavík. Reykjanesbær veitir um 70 umsækjendum þjón- ustu hverju sinni og hefur gert um árabil og lagt ríka áherslu á að taka á móti fjölskyldum. Fjölskyldurnar hafa verið búsettar víða í sveitar- félaginu í takt við hugmyndafræði Reykjanesbæjar um dreifingu og blöndun í mismunandi hverfum. Þetta fyrirkomulag hefur gengið vel. Útlendingastofnun hefur þó þrisvar beðið Reykjanesbæ um að auka enn frekar við samninginn sem velferðarráð hefur ætíð neitað. Þrátt fyrir neitun ákvað Útlend- ingastofnun engu að síður að taka á leigu íbúðarhús í sveitarfélaginu sem rúmar 100 manns, með leigu- samningi til fimm ára. Fyrir áramót óskaði Útlendinga- stofnun eftir því að Reykjanesbær tæki við allt að 100 einstaklingum búsettum í einu íbúðarhúsi og stækkaði samning sveitarfélagsins úr 70 í 170 manns. Útlendingastofnun vill losa sig undan því að veita þjónustu fyrir umrædda 100 aðila. Aðspurð hvort stofnunin myndi útiloka að leigja meira húsnæði í sveitarfélaginu ef gengið væri til samninga var svarið einfalt: Útlendingastofnun getur ekki lofað því, hvort sem Reykja- nesbær styður það eða ekki. Við veltum fyrir okkur yfirburð- um og þvingun ríkis gegn sveitar- félagi, en ljóst er að þessi vinnu- brögð eru okkur ekki að skapi. Það að taka á móti og þjónusta einstakl- inga sem koma og sækja um alþjóð- lega vernd er verðugt samfélagsverk- efni sem fleiri sveitarfélög verða að sinna. Ábyrgðin getur ekki verið á herðum þriggja sveitarfélaga og það eiga ekki að vera eðlileg vinnubrögð að þvinga sveitarfélög til að stækka þjónustusamninga sína. Í ljósi þess var lögð fram bókun á fundi velferðarráðs þann 13. janúar síðastliðinn, sem færði rök fyrir því af hverju Reykjanesbær getur ekki tekið við umræddum samningi. Bókunin var í fimm eftirfarandi liðum: 1. Áhrif á innviði sveitarfélagsins og á stofnanir á svæðinu líkt og á sjúkraf lutninga, lögreglu og heilbrigðisstofnun eru mikil. Ekkert aukið fjármagn fylgir til umræddra stofnana við aukn- ingu umsækjenda um alþjóðlega vernd sem kemur ofan á þjón- ustuþörf fjársveltra stofnana. 2. Ekki er til formleg stefna dóms- málaráðuneytisins né Útlend- ingastofnunar um framtíð- ar ú r ræði í málaf lok k num. Reykjanesbær ítrekar kröfu sína um að mótuð verði formleg stefna af hálfu ríkisins í mála- flokknum, auk þess verði sveitar- félögum gert skylt að taka þátt í þessu samfélagsverkefni ef ekki tekst að semja um þátttöku þeirra. 3. Hugmyndafræði Útlendinga- stofnunar um að bjóða 100 manns í viðkvæmri stöðu upp á búsetu í sama húsnæði er ekki í samræmi við stefnu Reykjanes- bæjar um blöndun og samlögun innan sveitarfélagsins. 4. Það að eitt hverfi í sveitarfélagi beri meginábyrgð á búsetu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd ýtir ekki undir jafnvægi í félagslegri blöndun. Slíkur rekst- ur er ekki í samræmi við áherslur í velferðarþjónustu á Íslandi. 5. Útlendingastofnun sendi Reykja- nesbæ tilkynningu í kjölfar fund- ar með allsherjar- og mennta- málanefnd þar sem kom fram að stofnunin mun taka yfir stjórnun flæðis til sveitarfélagsins og full- nýta samninginn. Í þessu mun að öllum líkindum felast fækkun á fjölskyldum sem þiggja þjónustu og þrýstingur skapast til að taka á móti f leiri einstaklingum. Í ljósi þessara atriða sá velferðar- ráð sér ekki stætt að gera samning um að þjónusta aukinn f jölda umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að taka við rekstri hús- næðisins á Ásbrú. Önnur sveitarfélög verða að sýna samfélagslega ábyrgð og ganga til samninga um móttöku umsækjenda um alþjóðlega vernd. Útlendingastofnun þarf að setja sér framtíðarsýn í málaf lokknum í stað þess að byggja lausnir sínar eingöngu á lausu húsnæði í Reykja- nesbæ. Til upplýsingar varðandi starfsemi Útlendingastofnunar í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmunds- dóttir varaformaður velferðarráðs og bæjarfull- trúi Sam- fylkingarinnar í Reykjanesbæ Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður velferðarráðs og vara- bæjarfulltrúi Framsóknar í Reykjanesbæ 2 8 . J A N Ú A R 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.