Fréttablaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 24
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654,
Ný þáttaröð af lífsstíls-þáttunum Sir Arnar Gauti verður frumsýnd í kvöld
klukkan 21.30 á sjónvarps-
stöðinni Hringbraut. Efst í huga
mínum er þakklæti fyrir áhorfið
og viðtökurnar á líðandi hausti.
Það var ótrúlega gaman að taka
viðtöl við allt það skapandi og
skemmtilega fólk sem við hittum
og fengum að fylgjast með.
Í þessu lífsstílsblaði sem fylgir
Fréttablaðinu, Sir Arnar Gauti,
fáum við að kynnast áhrifaríku og
kraftmiklu fólki í máli og mynd-
um ásamt öðru lífsstílstengdu
efni. Meðal annars eru í blaðinu
innlit á heimili sem gaman er að
kynna fyrir lesendum.
Inga Tinna gleymir ekki
draumum sínum og framkvæmir
þá með góðum árangri. Hún hefur
nostrað við heimilið og mýktin
svífur þar yfir ásamt vel völdum
listaverkum.
Anna Marta er ótrúlega kraft-
mikil kona sem býr ásamt eigin-
manni sínum, vöruhönnuðinum
Ingólfi Erni Guðmundssyni, og
börnum í Garðabæ. Heimilið er
stórbrotið og húsið fallegt en það
teiknaði Gunnar Hansson árið
1967.
Arkitektaparið Rebekka og
Ellert býr í fallegu Sigvaldahúsi í
Kópavogi. Heimili þeirra er fágað
og fallegt. Þau stofnuðu hönn-
unarfyrirtækið Former sem hefur
vakið verðskuldaða athygli. Vera
er fyrsta vörulínan sem gefin var
út af íslenska hönnunarstúdíóinu
Former og er seld í einum bestu
hönnunarverslunum Reykjavíkur.
Við gerð lífsstílsblaðsins Sir
Arnar Gauti skoðum við nýjar
áherslur fyrir komandi vetur. Það
var mat okkar að þær þyrfu að
vera í stíl Sir Arnars Gauta. Við
ákváðum að fara bresku leiðina
í anda þess sem nafnið Sir Arnar
Gauti gefur til kynna.
Forsíðumyndina tók Pétur
Fjeldsted við Laxnes í Mosfells-
dal. Við vorum svo heppin að
fá prinsessu Töru, dásamlega
fallegan hund, með á myndina
til að undirstrika þessa ímynd
Sir Arnars Gauta sem hefur alltaf
fallið fyrir f lestu bresku í hönnun
eins og Barbour, Land Rover og
f leiru.
Fram undan er dýrmætur en
vandasamur tími sem við ætlum
að njóta og kynna fyrir lesendum
áhugaverðar og skapandi per-
sónur en það er alltaf markmið Sir
Arnars Gauta, hvort sem það er
fyrir lesendur Fréttablaðsins eða
áhorfendur Hringbrautar.
Gerum þetta saman, sagði ein-
hver.
Sir Arnar Gauti
Nýir lífsstílsþættir
Arnar Gauti heldur áfram að sýna áhorfendum falleg heimili á Hringbraut.
Akademias er nýr skóli, staðsettur í Borgartúni 23. Skólinn er einn tæknilegasti
skóli landsins. Þar er fjölbreytt
nám í boði, meðal annars svokallað
mini MBA, en auk þess býður
skólinn upp á fjölbreytt úrval nám-
skeiða. Ég tók að mér það verkefni
að hanna endurbætur í skólanum.
Það magnaðasta við verkefnið út
frá hönnun og framkvæmdum er
að eigendur skólans, Guðmundur
Arnar og Eyþór, skrifuðu undir
leigusamning á húsnæðinu eftir
töluverða leit kl. 11.00 á miðviku-
degi og verktakinn, Bestverk, var
kominn í framkvæmdir klukku-
tíma síðar. Skólinn var fullgerður á
sjö dögum og átti ég ótrúlega gott
samstarf við Björgvin, verktakann
minn.
Húsnæðið var eins og tómur
rammi fyrir mig til að vinna með.
Það var ekki mikið niðurrif og
gekk fljótt að hefjast handa við að
leggja gólfefni, sem var grásprengt
vínylparket frá Húsasmiðjunni. Að
því loknu var málað og hugmyndir
vöknuðu.
Aðalhugsunin við hönnun
skólans var að gera hann klassískan
í útliti en með tvisti, þannig að upp-
lifunin yrði að hann tæki utan um
nemendur á hlýjan hátt, auk þess
að hafa svo stællegt útlit sem myndi
lifa með skólanum í nokkur ár.
Guðmundur og Eyþór vildu
skapa afslappaða stemningu við
skólann. Við ákváðum að setja
upp lítið kaffihús og stúka það af
með léttum vegg sem við klæddum
með hljóðeinangrandi plötum
sem eru ótrúlega klassískar og
fallegar. Pælingin var að þegar
nemendur kæmu í tíma gætu þeir
safnast saman fyrir tímann með
öll helstu blöðin, fengið sér gott
Nespressokaffi og spjallað. Þetta
rými er einnig vinsælt í kaffihléum
á námskeiðum. Í raun eru hópar
með svipað áhugasvið sem sækja
þennan skóla en góð tækifæri til að
stofna góð tengslanet.
Ég elska að vinna með Nespresso
og fjárfestu þeir Akademias
bræður í stórri vél sem getur keyrt
sem flesta kaffibolla á sem stystum
tíma til þess að flestir geti notið
þess að fá sér gott kaffi í pásum á
milli tíma. Þá er fatahengi og bar-
Klassísk
hönnun
Akademias skólinn var hannaður
með það fyrir augum að húsnæðið
henti vel nemendum og kennurum.
Skólinn
á að vera
góður staður
fyrir nemendur.
Hægt er að
setjast niður
með kaffi og
mynda gott
tengslanet.
Það tók aðeins
sjö daga að
breyta húsnæð-
inu og gera það
vistlegt fyrir
nemendur.
borð með stólum, þar sem hægt er
að njóta þess að horfa á stórfeng-
legt útsýnið og taka spjall saman.
Ég nota alltaf grænt í hönnun
minni, en það gerir ótrúlega mikið
fyrir rými og skapar notalega
stemningu. Síðan er bara spurning
hvernig ég útfæri það. Í þessu tilviki
nota ég blómamottur sem ég kaupi
í Blómavali og ramma þær inn í fal-
lega sérsmíðaða tréramma ásamt
lifandi, háum plöntum á gólfi.
Við barborðin ákváðum við, út
frá því ótrúlega magni af persónu-
legum bókum sem þeir Akademias
bræður Guðmundur og Eyþór hafa
lesið, að setja upp lítið bókasafns-
horn.
Ég sótti sjálfur námslínu í skólan-
um og sat þar til að fá upplifunina
og velta fyrir mér hvort það væri
eitthvað sem betur mætti fara. Ég
verð að segja að námskeiðið var
„mind blowing“ og skemmtilegt að
sjá hvernig þeir Akademias bræður
setja upp öll sín námskeið. Gæðin
voru stórfengileg! Námskeiðið sem
ég sat heitir „Leiðtogi í upplifunar-
hönnun“. Fyrirlesarar voru allt frá
því að vera Páll Óskar í snilling
eins og Sigurjón Sighvatsson. Að
kynnast samnemendum mínum og
mynda tengslanet til framtíðar var
ómetanlegt.
2 KYNNINGARBLAÐ 2 8 . JA N ÚA R 2 0 2 1 F I M MT U DAG U RSIR ARNAR GAUTI - LÍFSSTÍLSBLAÐ