Fréttablaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 15
Netapótek Lyavers –Apótekið heim til þín Kaupaukifylgir* lyaver.is Suðurlandsbraut 22 Í Netapóteki Ly avers á lyaver.is getur þú fundið þína lyfseðla, valið samheitalyf og séð ly averðið þitt. Mikið úrval af vítamínum og bætiefnum. Lágt vöruverð og heimsending um land allt. Gerðu verðsamanburð! *Ef verslað er fyrir meira en 5.000 kr. AF KÖGUNARHÓLI Þorsteinn Pálsson Eftir samtöl forsætisráðherra í þrjú ár við formenn annarra f lokka stendur VG eitt að f lutningi stjórnarskrárfrumvarps. Forsætisráðherra fékk í byrjun samstöðu um það verklag að ræða afmörkuð svið stjórnarskrárinnar og að f lutt yrðu sérstök frumvörp um hvert og eitt þeirra. Jafnframt var sagt að frumvörpin yrðu annað hvort f lutt í sátt eða með auknum meirihluta. Þegar formaður Viðreisnar lýsti yfir því á liðnu hausti að f lokkur hennar gæti stutt þrjú af frum- vörpunum fjórum, en ekki óvirkt auðlindaákvæði, virðist VG hafa brugðið á það ráð að breyta áður umsömdu verklagi. Þá var afráðið að hafna með- f lutningi annarra f lokka og f lytja breytingatillögurnar í einu frum- varpi. Þingmönnum er þannig stillt upp við vegg: Annað hvort að samþykkja alla efnisþættina eða engan. Samstarfsf lokkar VG virðast styðja frumvarpið en vilja ekki eða fá ekki að f lytja það. Meðan VG vill ekki heldur mynda meiri- hluta um breytingarnar án annars þeirra eða beggja, lítur þetta allt út eins og leikaraskapur. Hvers vegna? Hvers vegna vill VG ekki fá með- f lutningsmenn? Hvers vegna notar VG þing- skapatækni til að útiloka þá, sem ekki geta stutt óvirka þjóðareign auðlinda, frá því að styðja aðra þætti tillagnanna? Hvers vegna stendur VG ekki við upphaf legt samkomulag um að fjölþjóðasamvinna og úrslita- vald kjósenda í þeim efnum verði einn af efnisþáttum breyting- anna? Hvers vegna sniðgengur VG víðtækt og vandað almennings- samráð að mestu? Hvers vegna lætur VG enda- taf lið um sjálfa stjórnarskrána líta út eins og refskák? Geirnegla óvirka þjóðareign Breytingatillögurnar um fram- kvæmdavaldið og forsetann eru hófsamar og til bóta. Afnám Landsdóms er mikilvægt upp- gjör við pólitíska misbeitingu. Kaf larnir um íslenska tungu og umhverfis- og náttúruvernd eru þarfir og til ítrekunar á viðhorf- um, sem almenn sátt er um. Pólitíkin snýst fyrst og fremst um auðlindaákvæðið. VG segir að hugtakið þjóðareign komist nú í stjórnarskrá. Það er rétt. Efnislega er þetta bara sama ákvæðið og staðið hefur í fyrstu grein fisk- veiðistjórnarlaganna í þrjátíu ár. Það breytir því engu. Um sjálft hugtakið hefur aldrei verið ágreiningur. Deilurnar hafa staðið um inntak þess. Á það að vera virkt eða óvirkt? Í dag er nýtingarrétturinn afturkallanlegur að formi til en gildir í reynd í ótakmarkaðan tíma. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður VG hefur lýst því svo að hann erfist til eilífðar. Nú ætlar hún og VG að geir- negla þessa óvirku þjóðareign í stjórnarskrá. Engar breytingar um fyrirsjáan- lega framtíð Fjórir stjórnarandstöðuf lokkar, Samfylking, Viðreisn, Píratar Virk eða óvirk þjóðareign og Flokkur fólksins hafa á hinn bóginn talið nauðsynlegt að inntak ákvæðis um þjóðareign í stjórnarskrá verði að fela í sér gjaldtöku fyrir tímabundin afnot auðlinda. Í tillögu auðlindanefndar Jóhannesar Nordals árið 2000 náðist sátt allra f lokka um slíkt inntak þjóðareignarhugtaksins. Sjálfstæðisf lokkurinn hljóp fyrstur frá þeirri sátt. Stjórnlaga- ráð endurspeglaði síðar grund- vallarhugsunina í tillögu auð- lindanefndarinnar. Með því að festa óbreytt ástand í stjórnarskrá stefnir VG að því að viðhalda óvirkri þjóðareign auð- linda um fyrirsjáanlega framtíð andstætt sáttinni í auðlindanefnd og gegn efnislegum stuðningi þjóðarinnar við tillögu stjórn- lagaráðs. Síðasti möguleiki kjósenda Atkvæðagreiðsla á Alþingi um stjórnarskrárfrumvarpið verður mánuði fyrir kosningar. Það verður hins vegar ekki að stjórn- skipunarlögum nema það hljóti samþykki aftur eftir kosningar. Þegar stjórnarskrárbreytingar eru samþykktar á Alþingi í ágrein- ingi verða þingkosningarnar að þjóðaratkvæði um þær. Virk eða óvirk þjóðareign á auðlindum getur þannig orðið heitasta mál kosninganna. Með þessu frumvarpi gjör- breytast líka gamlar víglínur. Þannig blasir við að VG og Sam- fylking verða á andstæðum pólum í lokauppgjöri þjóðarinnar um prinsippmál aldarinnar. Þetta galopnar fyrir sókn Sam- fylkingarinnar í fylgi VG og ætti einnig að styrkja Viðreisn gagn- vart jaðarfylgi Framsóknar og Sjálfstæðisf lokks. Miðf lokkurinn hefur ekki andmælt frumvarpinu en þó varað við því að afgreiða stjórnarskrá í ágreiningi. Standi VG fast á sínu er ljóst að þetta verður síðasti möguleiki kjósenda til að hafa áhrif á það hvort þjóðareign auðlinda verður virk eða óvirk. Með þessu frumvarpi gjör- breytast líka gamlar víg- línur. Þannig blasir við að VG og Samfylking verða á andstæðum pólum í loka- uppgjöri þjóðarinnar um prinsippmál aldarinnar. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 15F I M M T U D A G U R 2 8 . J A N Ú A R 2 0 2 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.