Fréttablaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 36
Fida Abu Libdeh, stofnandi og framkvæmdastjóri GeoSilica, hlaut í gær Hvatningarviður
kenningu FKA árið 2021 fyrir
athyglisvert frumkvæði í atvinnu
lífinu. Fida segir að viðurkenn
ingin hafi komið skemmtilega
á óvart og það sé gaman að vera
fyrirmynd og til hvatningar fyrir
aðrar konur.
Fida stofnaði fyrirtækið Geo
Silica árið 2012 út frá lokaverkefni
sínu í orku og umhverfistækni
fræði.
„Í námi mínu lagði ég áherslu
á sjálf bæra orkugjafa svo sem
jarðvarma og f leira og í lokaverk
efninu skoðaði ég möguleikana
á nýtingu á affallsvatnsins sem
fellur til við jarðvarmavirkjanir,“
segir Fida. „Eftir að ég skilaði
ákvað ég svo að stofna fyrirtæki
og fór svo f ljótlega í MBAnám
í Háskólanum í Reykjavík til að
læra að reka fyrirtæki.
Við fundum upp á aðferð til að
taka verðmæt steinefni úr vatninu
og erum að framleiða fæðu
bótarefni úr þeim,“ segir Fida.
„Aðalhráefnið er silica, eða kísill,
en hann er ætlaður til inntöku
og við erum með fimm vörur á
markaði sem innihalda kísil sem
aðalsteinefnið, en vörurnar inni
halda einnig ýmis önnur gagnleg
steinefni og vítamín. Við sjáum
algerlega um framleiðsluna á hrá
efni og erlenda markaðssetningu.
Það tók okkur þrjú ár að
þróa framleiðsluaðferðina sem
er einkaleyfishæf,“ segir Fida.
„Eftir það tók við vöruþróun þar
sem lögð var áhersla á að búa til
náttúrulegar vörur sem uppfylla
þarfir markaðarins. Svo höfum
við sinnt markaðssetningu og
hægt og rólega hefur fyrirtækið
vaxið og dafnað.“
Áhugasöm um sjálfbærni
„Ég hef rosalega mikinn áhuga á
að nýta allt í kringum mig. Hér á
Íslandi notum við heitt vatn til að
hita híbýli og framleiða rafmagn,
en svo búið, en ég hef mestan
áhuga á að nýta allt sem fellur til
frá náttúruauðlindum og búa til
eitthvað nýtt úr því,“ segir Fida.
„Ég hef mjög mikinn áhuga á sjálf
bærni í öllu. Hún snýst ekki bara
um að f lokka rusl, ég legg áherslu
á hana í öllu sem ég geri, sendi
starfsfólkið mitt í endurmenntun
og finna sjálf bærar leiðir til að
koma vörum á markað og skapa
sem mesta vinnu og sem f lest
tækifæri.“
Fida segir að viðurkenningin
hafi komið henni á óvart.
„Svona nokkuð kemur manni
alltaf á óvart, því maður veit ekki
hver er að fylgjast með manni, en
það er greinilegt að einhver hefur
verið að fylgjast með því sem ég
hef verið að gera,“ segir hún.
„Það voru margar konur til
nefndar, svo það er mikill heiður
að fá þessa viðurkenningu og
hún hefur rosa mikla þýðingu
fyrir mig. Sérstaklega sem kona
af erlendum uppruna í orku og
umhverfistæknifræði,“ segir
Fida. „Ég er stolt af árangrinum
og þakklát og ánægð með að geta
verið fyrirmynd fyrir aðrar konur
og hvatt þær áfram. Það skiptir
miklu máli fyrir framtíðina að
ungar konur hafi góðar fyrir
myndir.“
Fida hefur tekið þátt í starfi
FKA af krafti og í tvö ár var hún
í stjórn nýsköpunardeildar FKA.
Hún segir að það hafi verið frá
bært að kynnast þessum f lottu
konum.
„Maður fær kraft frá þeim og
þetta er bæði skemmtilegur og
hvetjandi félagsskapur,“ segir
hún. „Það er staðreynd að konur
fá færri tækifæri á markaði, í fjöl
miðlum, nýsköpun og fjármögn
un og þess vegna þurfum við að
standa saman og vera áberandi og
þá er auðvitað betra að vera f leiri
saman. Það skiptir rosalega miklu
máli að allir fái jöfn tækifæri á
markaði.“
Ánægð með að vera fyrirmynd
Fida Abu Libdeh hlaut í gær Hvatningarviðurkenningu FKA. Hún stofnaði fyrirtækið GeoSilica út
frá lokaverkefni sínu í orku- og umhverfistæknifræði og leggur ríka áherslu á sjálfbærni í öllu.
Bryndís opnaði verslunina árið 1974 og hefur hún því starfað í bráðum 47 ár.
Bryndís er brautryðjandi í rekstri
tískuverslana á landsbyggðinni.
Á þeim tíma sem hún opnaði
Lindina var lítið um sérvöruversl
anir úti á landi að sögn Bryndísar.
Lindin hlaut strax mjög góðar
móttökur og sem dæmi nefnir
Bryndís að aðeins fimm vikum
eftir opnunina þurfti hún að
fara aftur til útlanda til að fylla á
lagerinn.
„Á þessum tíma þóttu mikil
nýmæli að opna tískuverslun úti á
landi. Þar voru starfandi kaup
félög og það þótti bara nóg. Það
voru kannski einhverjar vefn
aðarvöruverslanir og garnversl
anir þannig að fólk gat bjargað sér,
saumað og prjónað á fjölskyldu
meðlimi, en það gat ekki farið út
í búð að kaupa tískufatnað. Þetta
voru svo ólíkir tímar,“ segir Bryn
dís sem lét af störfum í verslun
inni árið 1989 en dóttir hennar sér
um reksturinn í dag.
Bryndís segir að hún hafi farið
sjálf út að velja vörur í búðina en
einnig hafi hún keypt inn eitthvað
af íslenskri framleiðslu. „Ég versl
aði til dæmis við JMJ á Akureyri.
Ég keypti af þeim herrafatnað á
þeim tíma sem herrafatnaður var
til sölu í búðinni. JMJ var íslensk
framleiðsla. Það voru líka verk
smiðjur í Reykjavík sem saumuðu
buxur en annað keypti ég að utan
að stórum hluta,“ útskýrir hún.
Verslunin er enn í fullum
blóma en Bryndís segist hafa
orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að
hafa haft trygga viðskiptavini í
gegnum tíðina.
„Það hefur engin verslun opna í
svona mörg ár nema hafa við
skiptavini,“ segir hún.
„Við höfum reynt að þjónusta
okkar fólk vel og með aukinni
umferð um Suðurland og mikilli
uppbyggingu í landshlutanum þá
hefur þetta gengið. Fólksfjölgunin
hér á Selfossi frá því búðin var
opnuð hefur verið gríðarleg.“
Bryndís segir að viðurkenning
in hafi komið henni mjög á óvart
en henni er þakklæti efst í huga.
„Ég varð bara orðlaus þegar ég
frétti af þessu, sérstaklega þegar
ég áttaði mig á hvaða konur hafa
verið á þessum lista,“ segir hún.
Aðspurð hvaða þýðingu viður
kenningin hafi fyrir hana segir
Bryndís að hún voni að viður
kenningar sem þessi verði til þess
að hvetja ungar konur til dáða.
„FKA vekur athygli landsmanna
á þátttöku kvenna í atvinnulífinu.
Það vona ég að verði til þess að
ungar konur sem hafa tækifæri
og löngun til að gera eitthvað
stórkostlegt láti verða af því.
Ungar vel menntaðar konur í dag,
heimurinn bíður bara eftir þeim.
Það er allt hægt að gera í dag,
tækifærin eru alls staðar ef áhug
inn og getan eru fyrir hendi.“
Tækifærin eru alls staðar
Bryndís Brynjólfsdóttir, eigandi tískuvöruverslunarinnar Lindarinnar á Selfossi, hlaut í gær Þakkar-
viðurkenningu FKA 2020 sem er veitt konu fyrir eftirtektarvert ævistarf stjórnanda í atvinnulífinu.
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@frettabladid.is
Fida Abu Libdeh, stofnandi og framkvæmdastjóri GeoSilica, segir að viður-
kenningin hafi komið henni skemmtilega á óvart. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTONBRINK
Ég er stolt af
árangrinum og
þakklát og ánægð með
að geta verið fyrirmynd
fyrir aðrar konur og
hvatt þær áfram. Það
skiptir miklu máli fyrir
framtíðina að ungar
konur hafi góðar fyrir-
myndir.
Sandra Guðrún
Guðmundsdóttir
sandragudrun@frettabladid.is
Bryndís vonar að viðurkenningin hvetjI ungar konur til dáða og að þær sem
vilji gera eitthvað stórkostlegt láti verða af því. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Ungar vel mennt-
aðar konur í dag,
heimurinn bíður bara
eftir þeim. Það er allt
hægt að gera í dag, tæki-
færin eru alls staðar ef
áhuginn og getan eru
fyrir hendi.
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 8 . JA N ÚA R 2 0 2 1 F I M MT U DAG U R