Fréttablaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 46
BÍLAR Höldur ehf. hefur tekið við tutt- ugu bílum af gerðinni Hyundai Kona EV. Um er að ræða Premi- um útgáfu þessa 100% raf bíls sem búinn er öryggis- og þæg- indabúnaði ásamt langdrægari rafhlöðunni, 64 kWst, sem skilar 204 hestöflum og allt að 449 km drægi á rafhlöðunni. Að sögn Pálma Viðars Snorrasonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Bíla- leigu Akureyrar, verða bílarnir til taks á stærri starfsstöðvum bíla- leigunnar fyrir jafnt innlenda sem erlenda leigutaka. Einnig verða þeir í boði í langtímaleigu, þar sem leigutíminn eru allt frá 3 að 36 mánuðum. „Við rekum í dag tæplega 150 raf bíla af ýmsum tegundum, þar á meðal frá Nissan, Renault og BMW frá BL auk annarra raf bílategunda,“ segir Pálmi Viðar. Hann segir nýju Hyundai Kona EV raf bílana hreina viðbót við stækkandi raf bílaf lota fyrirtækisins, sem er í samræmi við þá hugarfarsbreytingu lands- manna að velja í auknum mæli umhverfismilda bíla, hvort sem það eru raf bílar, tengiltvinn- eða tvinnbílar. „Við erum mjög ánægð með nýju viðbótina frá Hyundai. Þarna er kominn mjög vel útbúinn og þægilegur bíll í allri umgengni með allt að 449 kílómetra drægni samkvæmt WLTP. Það eru einmitt svona bílar sem við höfum verið að bíða eftir. Það verður spennandi að sjá hvernig þeir reynast í rekstr- inum,“ segir Pálmi. Eina umhverfisvottaða bílaleigan Bílaleiga Akureyrar er með ríf lega 4.000 bíla í f lota sínum og þar af meira en 500 umhverfismilda bíla af ýmsum gerðum. Markmið fyrir- tækisins er að auka hlutfall þeirra í f lotanum á næstu árum, enda eru umhverfismál á meðal forgangs- atriða í rekstrinum. Árið 2010 hlaut Bílaleiga Akur- eyrar umhverf isvottunina ISO 14001 sem viðhaldið hefur verið æ síðan og er fyrirtækið jafnframt eina bílaleiga landsins með vottun- ina. Heiðar J. Sveinsson, f ram- kvæmdastjóri Hyundai á Íslandi, er ánægður með samninginn við Bílaleigu Akureyrar sem átt hefur áratugalangt, farsælt samstarf við BL um val á bílaleigubílum. „Hyundai Kona EV hefur komið mjög vel út á mörkuðunum. Hann er hástæður og þægilegur í allri umgengni, tæknilega vel búinn og síðast en ekki síst langdrægur. Ég hlakka til að sjá þessa bílaleigubíla í borgarumferðinni og á þjóðvegum landsins þegar við fáum erlenda ferðamenn á ný til landsins. Ég er þess fullviss að viðskiptavinir Bíla- leigu Akureyrar verða ánægðir með Kona EV,“ segir Heiðar. Bílaleiga Akureyrar fær 20 Hyundai Kona EV Pálmi Viðar Snorrason og Heiðar J. Sveinsson við afhendingu á nýjum Hyundai Kona EV í Kauptúni á dögunum. MYND AÐSEND Toyota er með eitthvað varðandi Celica-nafnið í burðarliðnum, en merkið sótti um einkaleyfi fyrir naf ninu hjá vör umerk jastof u Bandaríkjanna þann 15. janúar. Nafnið var skráð undir f lokkn- um bílar og grindahlutir svo að það virðist vera ætlað bílgerð með nýja kynslóð í huga. Celica-nafnið var notað á sjö kynslóðir 2+2 sportbíla allt til ársins 2007 og margir sem eru nú um miðjan aldur muna vel eftir þessari gerð bíla. Það sem er athyglisvert við þessa skráningu er að hún er gerð stuttu áður en næsta Fær Toyota GT86 Celica-nafnið? Celica kemur úr latínu og þýðir guðdómlegur, en Celica var framleidd frá 1970 til 2006 og hér má sjá gerðina frá 1984. MYND/SKJÁSKOT BMW hefur kynnt til sögunnar nýjan M5 CS sem er búinn öflugri V8 vél með tveimur forþjöppum. Skilar bíllinn 626 hestöf lum sem gerir hann að öflugasta framleiðslu- bíl BMW frá upphafi. Í grunninn er þetta sama vél og í M5 Competi- tion en hún er með betri kælingu en áður. Tog vélarinnar er 750 new- tonmetrar og er bíllinn aðeins 3 sekúndur í hundraðið. Bíllinn er fjórhjóladrifinn og búinn átta þrepa sjálfskiptingu en hægt er að velja að senda allt aflið til afturhjólanna eingöngu, kjósi menn svo. Að sögn talsmanna BMW býður það „þjálfuðum ökumönnum“ upp á sömu upplifun og í fyrri kynslóð- um M5. Búið er að lækka fjöðrun bílsins um 7 mm og setja sömu dempara og í M8 Gran Coupe. Til að tryggja gripið eru Pirelli P Zero dekk á 20 tommu felgum. Bíllinn er búinn koltrefja/ker- amikbremsum sem minnka þyngd bílsins um 23 kíló, og sportpústi sem staðalbúnaði. Auk þess er víða notast við koltrefjar eins og í vélarhlíf, vængjum, framsætum og hliðarspeglum. Öflugasti BMW M5 CS kynntur M5 CS er 70 kílóum léttari en M5 Competition og munar um minna. Eftir orðróm um slíkt í langan tíma staðfestist á þriðjudag að hið vinsæla Kawasaki KLR650 ferða- hjól væri aftur komið á sölulista japanska framleiðandans. Hjólið kemur nú í fyrsta skipti með beinni innspýtingu og endurhannaðri vél, sem á að skila hjólinu meira afli og standast nýjust mengunarreglu- gerðir. Hjólið hefur að sjálfsögðu fengið endurhannað útlit, þó að margt frá eldri kynslóð þess sé enn til staðar eins og niðursveigt frambrettið. Komið er stafrænt mælaborð auk USB tengingar og upphitaðra handfanga frá verksmiðju. Hjólið hefur stækkað með meira hjólhafi en áður og bensíntankurinn er 23 lítrar. Hemlalæsivörn er valkvæð en hún er skylda í Evrópu frá 2017 svo að líklega verður hún í öllum hjólum sem boðin verða þar. Það sem margir munu kunna að meta er að slaglöng fjöðrunin og 21 tommu framdekk eru enn þá til staðar þótt bremsur og gjarðir hafi verið upp- færðar. Hvort að meiri þyngd muni hafa áhrif á góða getu þess í tor- færum verður þó að koma í ljós. Kawasaki KLR ferðahjólið endurvakið KLR650 hjólið mun vikta 207 kíló með tankinn fullan af bensíni. Rússneski bílaframleiðandinn Lada er á leiðinni að sýna okkur fyrsta nýja Niva bílinn í 45 ár. Bíllinn kemur reyndar ekki á markað fyrr en 2024 en hann er ein af fjórum nýjum Lada-bifreiðum sem frum- sýndar verða á næstu fjórum árum. Í samstarfi við Renault mun Ladan nota sama CMF-B undirvagn og Dacia. Gamla Lada Niva braut blað í bílasögunni með því að vera fyrsti fjórhjóladrifsbíllinn með einrýmis- hönnun á yfirbyggingu. Á þessari hönnunarmynd sem Lada lét frá sér má sjá að bíllinn sækir útlitið að einhverju leyti til gamla bílsins, með kringlóttum aðalljósum og ílöngum stefnuljósum fyrir ofan þau. Lada er einnig á leiðinni með stærri jeppling sem mun þá koma á markað árið 2025 eða ári á eftir Niva. Ný Lada Niva sýnir andlitið í fyrsta sinn Næsta kynslóð Lada Niva er væntanleg á markað eftir þrjú ár. Lada merkið mun koma með fjóra nýja bíla á næstu fjórum árum og er ný Niva einn af þeim. Bíllinn er búinn kol­ trefja/keramikbremsum sem eru 23 kílóum léttari. kynslóð Toyota GT86 er frumsýnd seinna á þessu ári. Það er auðvelt að ímynda sér að nafnið verði notað á þann bíl, því um sama byggingarlag er að ræða. Toyota hefur lagt áherslu á sport- legri bíla að undanförnu með tilskipun forstjóra Toyota, Akio Toyoda í huga, en hún kallast ein- faldlega „Fun to Drive.“ Nýr GT86 verður sem áður smíð- aður í samstarfi við Subaru og með því að nota Celica-heitið myndi hann aðgreina sig betur frá honum, svona allavega að nafninu til. Njáll Gunnlaugsson njall@frettabladid.is 2 8 . J A N Ú A R 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R26 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.