Fréttablaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 2
24
eru á hjúkrunarheimilinu og
sex á dvalarheimilinu.
Grímur út um allar trissur
Starfsmenn frá Hreinsitækni í gríð og erg að klófesta grímur í þúsundavís við vindasama Reykjanesbraut í Kópavogi. Þótt andlitsgrímur séu bjarg-
vættir í baráttunni við faraldurinn, reynast þær skaðvaldar í náttúrunni ef þær rata ekki í rétta tunnu að loknum starfsaldri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
COVID-19 „Þetta er skref fram á við,
stórt skref,“ segir Jóhanna Sigríður
Sveinsdóttir, hjúkrunarstjóri Skjól-
garðs á Höfn í Hornafirði, en hjúkr-
unar- og dvalarheimilið slakaði á
COVID-hömlum fyrir aðstandend-
ur þótt enn séu í gildi aðrar minna
strangar reglur.
Búið er að bólusetja alla íbúa
Skjólgarðs í tvígang og var því hægt
að rýmka heimsóknarreglur frá og
með þriðjudeginum.
Jóhanna segir að ættingjar og
vinir þeirra sem dvelja á Skjólgarði
hafi tekið þessu fagnandi. Áður hafi
þurft að panta tíma, heimsóknin
fór fram í sólstofu Skjólgarðs og
aðeins einn mátti koma. Það er þó
vel passað upp á fjöldatakmarkanir
og reglur sóttvarnalæknis. Nú mega
tveir koma í einu, heimsóknirnar
geta farið fram inni á herbergjum
og þarf að bóka tíma.
„Þetta er töluverður munur. Það
er þó enn grímuskylda til að verja
starfsfólkið mitt en nú er hægt að
heimsækja viðkomandi í sínu her-
bergi. Við vorum smá smeyk við
að það myndi koma hér hópur
aðstandenda en það var enginn
mættur á húninn klukkan átta um
morguninn. Þetta gekk vel en ég
finn að fólk er ennþá að passa sig.“
Jóhanna segir að enginn heimilis-
maður Skjólgarðs hafi fengið auka-
verkanir af bóluefninu og bólusetn-
ingin hafi gengið vel.
„Þetta er töluvert mikill léttir og
maður finnur það hjá öllum. Að geta
hitt fólkið sitt þó það sé með grímu.
Þetta léttir líka á starfsfólkinu mínu
því það þurfti að vera við símann og
bóka heimsóknir. Athuga hvenær
síðasti tími væri laus og svo fram-
vegis. Þetta er gott fyrir alla.“
Jóhanna sem tók við starfinu í
júní í fyrra segir að ótrúlega margt
við þessa fyrstu mánuði hafi verið
gefandi. Hún hafi lengi rætt um það
við manninn sinn að flytja og upp-
lifa ævintýri landsbyggðarinnar.
„Við fengum ekki neitt smit á
heimilisfólki, við vorum vel undir-
búin og vorum í samstarfi við önnur
hjúkrunarheimili á Suðurlandi. Við
reyndum að gera okkar besta og
hugsa vel um okkar fólk, nýttum
okkur tæknina og alls konar,“ segir
Jóhanna sem bjó á Höfn í tvö ár í
æsku og á þar ættingja.
„Okkur langaði að prófa eitt-
hvað nýtt og ég sé ekki eftir því.
Hér er ég alltaf að græða tíma enda
minna skutl og minna vesen,“ segir
Jóhanna. benediktboas@frettabladid.is
Léttir að geta slakað
á sóttvarnaaðgerðum
Slakað hefur verið á sóttvarnaaðgerðum á hjúkrunar- og dvalarheimilinu
Skjólgarði á Höfn enda allir íbúar bólusettir. Hjúkrunarstjórinn segir að öllum
sé létt og það sé bjartara yfir. Gott sé að taka skref fram á við í faraldrinum.
Fyrsti Hornfirðingurinn sem fékk COVID-bólusetningu var Ingibjörg Zoph-
aníasardóttir, 97 ára íbúi á Skjólgarði, rétt eftir jól. MYND/HSU HORNAFIRÐI
MENNING Fulltrúar frá vinnings-
skólum í Lestrarkeppni grunnskól-
anna heimsóttu Bessastaði í gær.
Þar veittu forsetahjónin Guðni Th.
Jóhannesson og Eliza Reed þeim
verðlaun fyrir frábæra frammi-
stöðu.
Keppnin stóð yfir frá 18. - 25. janú-
ar. Veitt voru verðlaun til skólanna
sem voru í fyrsta sæti í sínum flokki,
auk þess að þeir skólar sem lásu mest
þvert á flokka þar á eftir fengu viður-
kenningu fyrir frábæran árangur.
Skólarnir sem sigruðu sína flokka
voru Setbergsskóli, Smáraskóli og
Grenivíkurskóli. Skólarnir sem
fengu viðkenningu fyrir framúr-
skarandi árangur voru Höfðaskóli,
Gerðaskóli og Myllubakkaskóli.
Í gögnum frá orðabanka Samróms
kemur fram að á meðan keppninni
stóð voru lesnar um 790 þúsund
setningar frá 6.172 manns fyrir 136
skóla. – atv
Bókaormar á Bessastöðum
Fulltrúar vinningsskólanna heimsóttu forsetahjónin. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
C O V I D - 1 9 E v r ó p u s a m b a n d -
ið hefur krafið AstraZeneca um að
fá af henta þá bóluefnisskammta
sem samningar segja til um. Lyfja-
fyrirtækið tilkynnti sambandinu
nýlega að því yrðu afhentir 60 pró-
sentum færri skammtar en til stóð á
fyrsta ársfjórðungi þessa árs.
Að sögn AstraZeneca hafa fram-
leiðsluörðugleikar í verksmiðjum
fyrirtækisins í Evrópu orðið til þess
að eftirspurn verði ekki annað. Þá
segir Evrópusambandið að Astra-
Zeneca eigi að geta nýtt sér verk-
smiðjur sínar á Bretlandseyjum til
að sporna gegn skortinum.
Fleiri fyrirtæki hafa lent í erfið-
leikum í framleiðslu. Pfizer og
BioNTech frestuðu einnig afhend-
ingu á bóluefnum sínum. Lyfja-
fyrirtækið Sanofi hefur hins vegar
boðið þeim verksmiðju sína í Þýska-
landi til afnota svo eftirspurn verði
annað.
Evrópusambandið og Astra-
Zeneca munu funda á næstu dögum
vegna málsins. – atv
ESB ýtir á eftir
AstraZeneca
AstraZeneca segjast ekki geta upp-
fyllt samninga. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
2 8 . J A N Ú A R 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð