Fréttablaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 42
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, Edda M. Hjaltested Hraunbrún 51, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þ. 17. janúar sl. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 2. febrúar kl. 13. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar og vinir viðstaddir. Athöfninni verður streymt. Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat Sveinn Þráinn Jóhannesson Magnús Þór Sveinsson Jórunn Guðmundsdóttir Arnar Sveinsson Sveindís Anna Jóhannsdóttir Guðm. Ingvar Sveinsson Brynhildur Hauksdóttir Sunna Sveinsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og sonar, Þórðar Hauks Ásgeirssonar Árbraut 10, Blönduósi, sem lést á krabbameinsdeild Landspítalans sunnudaginn 10. janúar. Þorbjörg Kristín Jónsdóttir Ásgeir Hauksson Þorbjörg Sveinsdóttir Þórdís Hauksdóttir Gunnar Tryggvi Halldórsson Guðrún E. Hartmannsdóttir Alexander Freyr Tamimi Stefán Haukur Ásgeirsson Halldór Smári Gunnarsson Torfi Sveinn Ásgeirsson Elísabet Kristín Gunnarsdóttir Skírnir Eldjárn Gunnarsson Haukur Eldjárn Gunnarsson Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, kveðjur og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, systur og ömmu, Dóru Lydíu Haraldsdóttur Geitlandi 3, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Arinbjörn Árnason Joanne Árnason Pálína Árnadóttir Margrét Árnadóttir Þórður Mar Sigurðsson Haraldur Haraldsson Páll Haraldsson Aron James og Joshua Ben Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Haraldur Guðnason Hörðalandi 14, lést á líknardeild Landspítalans sunnudaginn 17. janúar 2021. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju, mánudaginn 1. febrúar 2021, klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða eingöngu nánustu ættingjar og vinir viðstaddir útförina. Útförinni verður streymt og nálgast má streymið á slóðinni: facebook.com/groups/1632622050243809 Ragnhildur Guðrún Pálsdóttir Páll Haraldsson Björg Sigurðardóttir Gunnar Haraldsson Kristín Ögmundsdóttir barnabörn og langafabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, María Áslaug Guðmundsdóttir Hvassaleiti 58 í Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík þann 22. janúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 4. febrúar klukkan 15. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu takmarkast fjöldi í kirkjunni við 100 manns og eru ættingjar og nánir vinir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Streymt verður frá athöfninni á slóð sem birtist í vefútgáfum og Facebook-síðum aðstandenda. Áslaug Haraldsdóttir Stefán Haraldsson tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát elskulegs föður, afa og langafa okkar, Guðmundar Valdimarssonar Stangarholti 9, Reykjavík, sem lést 16. janúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 2E á Sóltúni. Rut Guðmundsdóttir, afabörn og langafabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hilmar Kristinn Adolfsson bifreiðasmiður frá Patreksfirði, Boðaþingi 5, Kópavogi, lést á heimili sínu Boðaþingi 5 þann 22. janúar. Útförin fer fram þann 1. febrúar kl. 13.00 frá Lindakirkju. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar og vinir viðstaddir. Streymt verður frá athöfninni á slóðinni: beint.is/streymi/hiddidolla Hjartans þakkir fær starfsfólk á hjúkrunarheimilinu Boðaþingi fyrir alúð og hlýju. Anna Björg Hilmarsdóttir Páll Skúlason Berglind Hulda Hilmarsdóttir Kristinn S. Gunnarsson Haukur Hilmarsson barnabörn og barnabarnabörn. Sigurlína Helgadóttir Geiteyjarströnd 2, Mývatnssveit, lést þann 12. janúar síðastliðinn. Útförin fer fram frá Reykjahlíðarkirkju laugardaginn 30. janúar kl. 14. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu er takmörkun á fjölda kirkjugesta. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Fuglasafn Sigurgeirs Stefánssonar í Neslöndum. Helgi Aðalsteinn Þorsteinsson Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir Karl Sigþór Þorsteinsson Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Kristjáns Þorlákssonar frá Veiðileysu, sem andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði 10. janúar. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Bylgjuhrauni á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir einstaka umönnun og hlýju. Gunnar Kristjánsson María Guðmundsdóttir Gígja Ólafur Bjarnason Jóhanna Norlund barnabörn og barnabarnabörn. Allt verður í lágum gír út af COVID, annars er ég veisluglöð kona,“ segir Þórhildur Líndal lög-fræðingur, um viðbúnað vegna sjötugsafmælis hennar í dag. „En þetta er afmælisár og þess vegna hægt að gera eitthvað skemmtilegt í hverjum mánuði. Mér finnst dýrmætt að lifa lífinu lifandi og njóta þess með fjölskyldu og vinum.“ Þórhildur heitir svo eftir föðurömmu en kveðst ekki hafa verið sérlega ánægð með nafnið á yngri árum. „Pabbi, Páll Líndal, spurði hvort ég hefði heldur viljað heita Bóthildur því Þórhildar- nafnið væri sett saman úr nöfnum ætt- menna okkar, Þórðar og Bóthildar. Nei, þá fannst mér Þórhildur skárra! Líndal er úr Húnavatnssýslu, forfaðir minn, Björn Líndal Jóhannesson, tók það upp sem ættarnafn, hann var frá Sporði í Línakradal.“ Lögspeki er Þórhildi í blóð borin og eiginmaðurinn, Eiríkur Tóm- asson, þrír synir þeirra og tvær tengda- dætur hafa náð í slíka afleggjara líka. Fyrst man Þórhildur eftir sér á Berg- staðastræti 69. „Við f luttum svo á Laug- arásveg og ég fór í Langholtsskóla.“ Hún minnist fjölskyldustunda á síðkvöldum þar sem allir hlustuðu á spennandi leikrit og skemmtiþætti Svavars Gests í útvarpinu. „Ég átti plötuspilara sem unglingur og keypti mér bítlaplötur um leið og þær komu. Ég spila þessa tónlist fyrir barnabörnin og þeim finnst hún f lott. En ég ólst líka upp við að hlusta á Kurt Weill, Mario Lanza og óperettur og er óperuaðdáandi.“ Þórhildur hefur starfað hjá Borgar- dómi, í tveimur ráðuneytum, við kennslu í HÍ og sem forstöðumaður Rannsóknastofu sem kennd er við Ármann Snævarr. Þekktust er hún sem fyrsti umboðs- maður barna hér á landi, frá 1995 til 2005. „Eitt af mínum fyrstu verkum var að fara í grunnskóla um allt land að heyra raddir umbjóðenda minna, barnanna og hvað á þeim brynni. Það skilaði mörgum ábendingum til emb- ættisins. Baráttan fyrir mannréttindum barna var hafin og ekki aftur snúið.“ gun@frettabladid.is Er lögspekin í blóð borin Þórhildur Líndal lögfræðingur hefur víða látið muna um sig, ekki síst sem umboðs- maður barna. En opinber störf eru að baki enda segja kirkjubækur hana sjötuga í dag. „Eldmóðurinn var til staðar,“ segir Þórhildur þegar hún minnist starfs síns fyrir börnin. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 2 8 . J A N Ú A R 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R22 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.