Fréttablaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 6
IÐNAÐUR Heildarverðmæti opin- berra framkvæmda í fyrra var um 29 prósentum minna en boðað var á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins. Ný greining SI um verklegar framkvæmdir á árinu verða kynnt- ar á Útboðsþingi í dag. Þar kynna ellefu fulltrúar opinberra aðila fyr- irhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu og fæst því gott yfirlit yfir helstu útboð ársins. Helsta ástæða framkvæmdaleysis í fyrra var auðvitað COVID. Fram- kvæmdir ISAVIA voru ekki nema fyrir tæpar 200 milljónir króna, en framkvæmdaáætlun félagsins var upp á 21 milljarð króna. Reykjavíkurborg boðaði fram- kvæmdir fyrir 19,6 milljarða í fyrra auk 2,5 milljarða króna í fjárfesting- arátak vegna COVID-19. Heildar- verðmætið var 21,1 milljarður. Framkvæmdir Vegagerðarinnar í fyrra voru 7,6 milljörðum króna minni en boðaðar höfðu verið á þinginu. Auk þess voru nánast engar framkvæmdir á vegum Faxa- flóahafna og Orku náttúrunnar. Áætlaðar verklegar framkvæmdir hins opinbera á þessu ári eru sam- tals 139 milljarðar króna. Það er 7,4 milljörðum meira en kynnt var. „Mikil uppsöfnuð þörf er fyrir innviðaframk væmdir víða og henta því framkvæmdirnar vel til að skapa hagkerfinu nauðsynlega viðspyrnu og störf á tímum mikils samdráttar í efnahagslífinu,“ segir í tilkynningu frá Útboðsþingi Sam- taka iðnaðarins. – bb ÖRYGGISMÁL Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftir- lits Reykjavíkur, segir ekki tilefni til þvingunaraðgerða þó að aðalskoð- un á leiksvæði hafi ekki farið fram. Aðalskoðun hefur ekki farið fram á leiksvæðum borgarinnar nema í undantekningartilfellum frá 2013. Slík skoðun skal samkvæmt reglu- gerð fara fram á minnst tólf mánaða fresti. Viðurlög við brotum á reglu- gerð, hvort sem þau eru framin af ásetningi eða gáleysi, geta varðað sektum eða fangelsi. Árný segir að þó að þvingunarað- gerðum sé ekki beitt sé rekstraraðili minntur á skyldur sínar, svo sem varðandi þann hluta innra eftirlits sem snýr að aðalskoðun. „Aðalskoðun ein og sér tryggir ekki öryggi á leiksvæðum eins og dæmin sanna. Fagleg úttekt Heil- brigðiseftirlitsins fer fram árlega og gerðar eru úrbótakröfur eftir tilefni til að tryggja að svæðin séu örugg,“ segir Árný í skriflegu svari við fyrir- spurn Fréttablaðsins. „Eftirlit okkar sýnir að alvarleg- um athugasemdum fari fækkandi ár frá ári og það ber að fagna þeim árangri sem hefur náðst í því að auka öryggi barna á leiksvæðum,“ segir Árný. Hún minnir einnig á að rekstrarskoðanir unnar af verk- fræðistofum séu framkvæmdar á öllum leiksvæðum borgarinnar allt árið. Aðspurð að því hvort rætt hafi verið að leggjast í breytingar á reglu- gerð um öryggi leikvalla og leik- tækja, þar sem ákvæði er um reglu- bundna aðalskoðun sem augljóslega sé ekki farið eftir, segir Árný að vissulega hafi sú umræða farið fram. Því til stuðnings vísar hún til bréfs Umhverfisstofnunar til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins frá árinu 2015 þar sem lagðar eru til breyt- ingar á reglugerðinni varðandi fyrir- komulag aðalskoðana. „Þar var lagt til að aðalskoðun færi fram áður en leiksvæði er tekið í notkun og síðan á fimm ára fresti eða ef gerðar eru breytingar. Jafn- framt var lagt til að afrit af aðal- skoðunarskýrslu skuli sent til við- komandi heilbrigðiseftirlitssvæðis eins og sést í meðfylgjandi bréfi til ráðuneytisins, en það er ekki skylda í dag,“ segir Árný. Þá segist Árný kjósa að tjá sig ekki um ummæli framkvæmdastjóra BSI á Íslandi sem í Fréttablaðinu í gær sagði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur horfa fram hjá samræmdum eftir- litskröfum. Ummælum framkvæmdastjórans lýsir Árný sem órökstuddum rógi. Hún ætli ekki að tjá sig ummælin sem gefi til kynna fáfræði fram- kvæmdastjórans á störfum heil- brigðisfulltrúa en hvetji Frétta- blaðið „til að óska eftir raunhæfum gögnum um hvaða þekkingu hann hafi á heilbrigðiseftirliti til að koma með staðhæfingar eins og fram koma í fréttinni og málaflokknum yfirleitt.“ birnadrofn@frettabladid.is Hvernig er hægt að halda því fram að þessi munur sé smávægi- legur? Hafdís Helga Ólafsdóttir, skrifstofustjóri í forsætisráðu- neytinu Það ber að fagna þeim árangri sem hefur náðst í því að auka öryggi barna á leiksvæðum. Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftir- lits Reykjavíkur 139 milljarða króna hljóða áætlaðar framkvæmdir hins opinbera á þessu ári upp á. Það er 7,4 milljörðum meira en kynnt var í fyrra. ATVINNULÍF Fida Abu Libdeh, fram- kvæmdastjóri GeoSilica, hlaut í gær hvatningarviðurkenningu Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) en verðlaunin eru veitt konu í atvinnu- lífinu fyrir athyglisvert frumkvæði. B r y n d í s B r y n j ó l f s d ó t t i r , stofnandi og eigandi tískuvöru- verslunarinnar Lindarinnar, hlaut þakkarviðurkenningu FKA fyrir eftirtektarvert ævistarf sem stjórn- andi í atvinnulífinu og María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu, hlaut FKA viðurkenninguna 2021 fyrir vel unnin störf í þágu kvenna. Verðlaunaaf hendingunni var sjónvarpað á Hringbraut í gær. Var dómnefnd skipuð sjö einstakling- um úr viðskiptalífinu. Í samtali við Fréttablaðið segir Fida verðlaunin fela í sér bæði mikla viðurkenningu og hvatningu. „Það er hvetjandi að það sé tekið eftir þeim konum sem hafa lagt eitt- hvað til samfélagsins og sérstaklega konum af erlendum uppruna,“ segir Fida, sem fæddist í Palestínu og flutti til Íslands sextán ára gömul. „Það að fá svona verðlaun blæs í mann auknum krafti og orku til þess að halda áfram að gera það sem að maður er að gera,“ segir Fida. Verðlaunin séu viðurkenning á því að konur á Íslandi standi saman og að eftir þeim sé tekið. „Konur eru beittar misrétti í heiminum og konur af erlendum uppruna eru beittar tvöföldu mis- rétti. En ef við stöndum saman þá breytum við þessu saman.“ – bdj Fida fékk hvatningarverðlaun FKA Verðlaunahafarnir þrír hjá FKA 2021 með Huldu Ragnheiði Árnadóttur, for- manni FKA og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. MYND/AÐSEND Segir þvingunaraðgerðir ekki í myndinni vegna leiktækja Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur segir ekki tilefni til þvingunaraðgerða þótt aðal- skoðun hafi ekki farið fram. Aðalskoðun ein og sér tryggi ekki öryggi leiksvæða. Aðalskoðun skal fara fram á tólf mánaða fresti samkvæmt reglugerð. Tjáir sig ekki um „róg“ framkvæmdastjóra BSI á Íslandi. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur segir alvarlegum athugasemdum fækka. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Framkvæmdir þriðjungi minni en boðað var DÓMSMÁL Aðalmeðferð fór fram í máli íslenska ríkisins gegn Haf- dísi Helgu Ólafsdóttur í gær. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menn- ingarmálaráðherra, stefnir Hafdísi og vill ógilda úrskurð kærunefndar jafnréttismála um að ráðherrann hafi brotið lög með því að ráða Pál Magnússon sem ráðuneytisstjóra. Ríkið segir  kærunefndina ekki hafa rannsakað ráðningarferlið nægilega vel, en lögmaður Hafdísar segir ráðherrann hafa litið fram hjá nefndinni og farið beint í dómsmál. „Ráðherra hunsar algjörlega kærunefndina og svarar henni varla. Nefndin taldi málatilbúnað ráðherra hafa skort verulega á í efnislegum rökstuðningi og ekki var brugðist við fjölda athugasemda kærandans,“ sagði Áslaug Árna- dóttir, lögmaður Hafdísar. Víðir Smári Peterson, lögmaður íslenska ríkisins, sagði að Páll hefði staðið sig betur í atvinnuviðtalinu. Ekki væri hægt að líta fram hjá hug- lægu mati nefndar og ráðherra um leiðtogahæfni hans. H a fd í s s a g ði g r e i n i l e g a n blæbrigða mun í lýsingum hæfnis- nefndar. Lítið hafi verið gert úr reynslu hennar í opinberri stjórn- sýslu og rangt farið með hversu lengi hún hefði starfað hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. „Hún starfaði við opinbera stjórnsýslu,“ skrifaði nefndin um 25 ára reynslu Hafdísar. „Hann hefur langa reynslu við ábyrgðarmikil stjórnsýsluverk- efni,“ var skrifað um Pál sem hefur meistarapróf í opinberri stjórnsýslu. „Hvernig er hægt að halda því fram að þessi munur sé smávægi- legur?“ sagði Hafdís. – ilk Ráðherra hafi sleppt að svara kærunefnd og farið beint í dómsmál Tímapantanir á opticalstudio.is og í síma 511 5800 SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK Sjónmælingar eru okkar fag 2 8 . J A N Ú A R 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.