Fréttablaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 26
Heimilið er griða- staður, enda leggur hún áherslu á að hafa fallegar minningar sem hún hefur eignast á ferðalögum í kringum sig. 4 KYNNINGARBLAÐ 2 8 . JA N ÚA R 2 0 2 1 F I M MT U DAG U R Þegar komið er inn á heimili Ingu Tinnu upplifir maður ótrúlega kyrrð og núllstill­ ingu. Inga keypti íbúðina nýja og er búin að hanna hana í sam­ starfi við mig, en samt gera hana að sinni. Hún er ótrúlega dugleg athafnakona sem er búin að koma á laggirnar tveimur fyrirtækjum á skömmum tíma, Icelandic Coup­ ons og dineout.is. Þegar ég heimsótti Ingu Tinnu bauð hún upp á sushi frá Fiskfélag­ inu. Dineout.is virkar þannig að viðskiptavinurinn fer inn á síðuna og getur þá séð flesta veitinga­ staði landsins, ásamt því að panta borð með einföldum hætti. Þá er hægt að sjá hvaða tímar eru lausir á veitingastöðunum. Þetta er lýsandi fyrir framtakssemi Ingu Tinnu í því ástandi sem nú ríkir í heiminum. Hún setti forritara sína í að gera viðauka við síðuna þannig að núna býður dineout appið upp á að viðskiptavinur geti smellt á möguleikann „taka heim“ eða pantað mat frá veitingastað. Matreiðslumenn afgreiða hann til viðskiptavina eins og þeir væru á staðnum. Síðan er hægt að setja matinn á fallega diska heima og láta sem maður sé úti að borða. Inga Tinna starfaði sem flug­ freyja hjá Icelandair í nokkur ár meðfram því að reka þessi tvö fyrirtæki en á ferðalögum sínum hefur hún haft tækifæri til að eignast fallega hluti fyrir heimilið og sjálfa sig. Heimilið er griðastaður hennar, enda leggur Inga Tinna áherslu á að hafa fallega minjagripi sem hún hefur eignast á ferðalögum sínum í kringum sig og leyfir listinni að njóta sín. Hún er fagurkeri og hefur ótrúlega mikinn áhuga á listgripum og velur gjarnan unga listamenn sem eru að gera góða hluti. Þannig fjárfestir hún í list þeirra snemma á ferlinum. Íbúðin hennar er hlý og notaleg. Hver hlutur fær að njóta sín á gráum veggjum sem fara í gegnum alla íbúðina sem er máluð í 3% gljástigi Lady Colour með lit sem heitir „París grár“ sem fæst í Húsa­ smiðjunni. Liturinn fer vel við listaverkin sem Inga Tinna hefur komið sér upp. Hún er til dæmis mjög hrifin af Pétri Gaut lista­ manni, en það er litapallettan í myndum hans ásamt formunum sem heillar hana. Við útbjuggum í sameiningu heimaskrifstofu sem er sömuleiðis afsöppunarrými með fallegri list á veggjum, í bland við uppáhalds­ hlutina hennar. Inga Tinna leyfir fallegri hönnun í tísku að njóta sín í hillum frekar en að vera með þá inni í skáp. Það sem er svo yndislegt við Ingu Tinnu er að hún er ótrúlega mikil fjölskyldumanneskja og ég hef alltaf dáðst að henni fyrir það. Þá eru foreldrar hennar alltaf í fyrsta sæti en það segir margt um þessa stórglæsilegu athafnakonu. Þar sem listin fær að njóta sín Inga Tinna er kraftmikil athafnakona. Hún býr í fallegri íbúð við Vatnsenda, en þar er einstakt út- sýni yfir borgina og golfvöllinn. Íbúðin er hlý og notaleg enda hefur Inga Tinna nostrað við hana. Arnar Gauti og Inga Tinna við fallegt málverk eftir Pétur Gaut sem fer vel við umhverfið. MYNDIR/PÉTUR FJELDSTED Inga Tinna leggur áherslu á smáa sem stærri hluti á heimilinu, það á líka við um eldhúsið. Svefnherbergið er fallegt í gráum tónum. Stóllinn Barcelona sómir sér vel með lista- verkinu eftir Pétur Gaut. Takið eftir litunum. Frá heimilinu er glæsilegt útsýni til fjalla. Sir Arnar Gauti og Inga Tinna sitja hér við borðstofuborðið með girnilegt sushi og Sparkling tea. Hver smáhlutur á sinn stað á heimilinu. Heimaskrifstofunni er haganlega fyrirkomið. MacIntosh stóllinn tónar vel við glæsilegu myndina, sem er eftir Hendrikku Waage. Sushi-bitarnir eru glæsilegir frá Fiskfélaginu. Borðbúnaðinn keypti Inga Tinna í Japan. Eldhúsinnréttingin var filmuð svört að hluta. Stólarnir eru frá Dialma Brown á Ítalíu. SIR ARNAR GAUTI - LÍFSSTÍLSBLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.