Víðförli - 15.12.1987, Síða 6

Víðförli - 15.12.1987, Síða 6
Hvernig líður íslenskum börnum? Jólin eru í vændum, þar sem barnið í jötunni ætti að vera í miðpunkti. Það er sérstaklega höfðað til barnanna um jólin. Þau eru þeirra hátíð, segir fólk. En hvernig skyldi nú vera líðan íslenskra barna? Er farið vel með börn í íslandi? Nóg hafa þau að bíta og brenna yfirleitt, en hvernig líður þeim? Víðförli ræddi málin við Ólaf Ólafsson landlækni. Samstæð fjölskylda — síður vímuefni Við verðum að snúa aftur til fjölskyldunnar og reka mikinn áróður fyrir því. Það er mikið hlutverk kirkju og skóia að styrkja innviði þeirrar stofnunar og ríkið ætti ekki að ráðast að henni með skattalögum. Náið fjölskyldulíf er hverjum manni nauðsyn- legt. Annars verður lífið of órólegt. Það hafa engin börn gott af því að valsa milli foreldra og heimila. Allir þurfa sinn fasta punkt. Okkur vantar ekki steinsteypu hér á íslandi, okkur vantar ekki hús- næði. Okkur vantar hins vegar að fólk gefi sér tíma fyrir hvort annað. Breytingin var svo snögg fyrir ca. 15 árum. Á árunum 1970-73 fjölgaði hjónaskilnuðum gífurlega og streita fólks tvöfaldaðist, jafnframt jókst áfengisneysla. Kaupmátturinn tók stökk upp á við. Það hefur sýnt sig að hafa jafn alvarlegar afleiðingar að detta ofan í verulega fátækt sem stórbætt kjör. Við erum enn að súpa seyðið af þessu, þenslan í þjóðlífinu fer sífellt vaxandi og börnin gjalda þess. — Er ill meðferð á börnum hér- lendis? Ofbeldi á börnum kemur fyrir en er ekki algengt. Kollegi minn enskur sem skoðaði þau mál hérlendis .sagði: „íslendingar berja ekki börn. “ Það eru auðvitað færri glæp- ir í fámenni en fjölmenni. Félagsleg staða er hér víða góð en hinsvegar er meðferð á börnum ekki nógu góð, þau eru einfaldlega afskipt, fá ekki það sem þau þarfnast mest, hlýja leiðandi nærveru foreldranna. Áður fyrr voru börnin vinnufélag- ar foreldranna, fjölskyldan deildi kjörum. Núna er vinnustaður for- eldra börnum óþekktur og tengslin að hluta til rofnuð. Samvera helst á svefntíma. Því að vinnutími er hér hvað lengstur í Evrópu. Sérstaklega meðal þeirra sem síst skyldi, smá- barna-foreldra. Þeir feður vinna sem svarar einum degi meir í viku en hinir og 75% mæðra í vinnu, þar af 40% í fullri vinnu. Þetta gerist á þeim tíma sem börnin hafa mesta þörf fyr- ir foreldra sína. Það verður að bæta hag þessara fjölskyldna. — Hvað er til ráða? Ja, það má taka dæmi af Frökk- um. Þeir lögðu verulegt fjármagn í að bæta hag mæðranna sem gerði þeim kleift að stunda nám eða vinnu án þess að vera með stöðugar áhyggj- ur eða börnin liði fyrir það. Fyrir bragðið hætti Frökkum að fækka og fjölgaði nokkuð. Mörgum þjóðum hefur þó reynst erfitt að snúa þessari þróun við. Það hlýtur að vera verulegt um- hugsunarefni fyrir stjórnvöld hversu fæðingum fækkar hérlendis. Eru það viðbrögð ungs fólks gegn hörð- um heimi. Nú eru stærstu árgangar íslandssögunnar á barneignaraldri, en fæðingum fækkar samt. Þeir sem bestar hafa aðstæður eiga fæst börn- in. En lausnin er ekki fólgin í því að flytja inn ódýrt vinnuafl eins og ná- grannaþjóðir okkar hafa gert. Getur ekki kirkjan komið hér til | liðs, t.d. með því að nýta safnaðar- heimilin sem griðland fyrir börn meðan skóladagheimilin skortir svo sárlega. Það vantar nægjanlegan skilning á þessum málum á Alþingi og það á eftir að koma okkur í koll. Kannski er meðalaldur Alþingis- manna of hár. Þeir eru búnir að gleyma þessu. Konurnar eru líka of fáar þar. .* Ólafur Ólafsson landlœknir. Það er nefnilega kolrangt orðtak- ið að af misjöfnu þrifast börnin best. Börnin þurfa mikla hlýju og festu til að þrifast vel. Það sýna kannanir Sigurjóns Björnssonar rækilega. — Á hverju kemur það fram? Jú, mörgum finnst það viss mæli- kvarði hver námsárangur barna er. Sigurjón sýnir fram á með könnun sinni í bókinni, Börn í Reykjavik, að af þeim sem Ijúka háskólastigi alast 81.1% upp við hlýju móður og 95.5% við samræmi móður í upp- eldi. Af þeim sem luku unglinga- prófi eða minna, ólust aðeins 42.9% 6 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.