Víðförli - 15.12.1987, Side 7

Víðförli - 15.12.1987, Side 7
VIMUEFNI OG FJÖLSKYLDUTENGSL — HAFA „DAIГ ^ ÁFENGISNEYSLA í VIKUNNl B * HALF FLASKA EÐA MEIRA AFSKIPTI LÖGREGLU VERJA TÓMSTUNDUM MEÐ FORELDRUM upp við hlýju móður og 76.6% við samræmi móður. 38.1% þeirra eiga foreldra sem aðlagast illa hjóna- bandi en 5.6% þeirra sem ljúka há- skólaprófi eiga foreldra í þeim hjú- skaparvanda. Sigurjón sýnir einnig að góð geðheilsa virðist jafn mikil- væg til námsárangurs og gáfur. Þarna má sjá hve góð umönnun barna, sérstaklega ungra barna er mikilvæg fyrir gengi þeirra í lífinu. — Það ersem sagt góð fjárfesting í börnum? Ja, til hvers er fjárfesting án barna, án framtíðar. Fjárfesting án þess að hafa þeirra hag fyrir augum er náttúrlega ekki skynsamleg. Öll þessi fjárfesting núna t.d. í húsnæði skapar ekki hagstæðar aðstæður fyrir góðar samvistir fjölskyldna. Jafnréttisráð hefur fundið út, að 60% sjö ára barna gangi sjálfala, eru á eigin vegum á daginn. Verulegur hluti þeirra barna sem lenda í slysum eru ein. Skólahjúkrunarfræðingar hafa bent mér á að stundum geta for- eldrar ekki losað sig úr vinnu t.d. þegar börn slasast í skóla og þurfa á slysadeild. Er þá vinnuharkan eða vinnuhraðinn svona magnaður. Nú börnin leysa auðvitað sjálf sinn vanda, samkvæmt lögmáli frum- skógarins, læra að bjarga sér og verða sjálfstæð. Svo verðum við for- eldrar steinhissa þegar við förum loksins að fylgjast með þeim á gelgjuskeiðinu, og þau hlýða okkur ekki. Við hittum allt í einu fyrir sjálf- stæðan einstakling! En hversu gott þetta er börnum er annað mál. Kannanir sýna t.d. glögglega að þau börn sem eru mikið með foreldrum sínum lenda síður í vímuefnum. En það þarf tvö til að afla heimilistekna og börnin sitja á hakanum á meðan. — Hvernig eru þá kjör einstceðra foreldra og barna þeirra? Kannanir Félagsvísindastofnunar Háskólans og Hjartaverndar sýna að tveir hópar hafa staðið í stað á þess- um uppgangstíma, einstæðar mæð- ur og öryrkjar. Auk þess hefur hagur ellilífeyrisþega ekki batnað í 15 ár. Þeir eru líka skattpíndir, borga öðru sinni skatt af lífeyri sínum. Einstæðir foreldrar hafa lægri tekjur bæði af því að þeir eru einir til tekna og geta unnið minni auka- vinnu. Þess vegna búa þeir sjaldnar í eigin húsnæði, flytja oftar og börn- in verða ítrekað að venjast nýjum að- stæðum. Það er ekki góð meðferð á neinu barni. Nú, önnur könnun sýn- ir að vinnutími 12 ára barna er næsta jafnlangur og kennara þeirra, enda kvarta þau jafn mikið um þreytu og 60 ára karlar og eldri í rannsókn Hjartaverndar. Sem sé, þau vinna of mikið. Erum við að ala upp samskonar vinnuþræla og við erum sjálf og leiða þau inn í vítahringinn. Eftir- sókn eftir lífsgæðum hérlendis gera sitt gagn til að viðhalda honum. Þarf ekki að breyta einhverju gild- ismati? — Hvar á að byrja á því? Það byrjar enginn nema á sjálfum sér. Við höfum miklar áhyggjur af vaxandi vímuneyslu unglinga. Það eru til ágæt baráttusamtök kölluð vímulaus æska. Kannski væri nær að stofna samtök vímulausra for- eldra. Líf barnanna eru nú afrakstur af okkar framferði. Ég minntist áður á gildi traustrar fjölskyldu. 50% af þeim unglingum á Vesturlöndum sem nota fíkniefni koma frá fjöl- skyldum sem sundrast áður en barn- ið náði 7 ára aldri. Það segir okkur töluvert um líðan barna við þær að- stæður. Landlœknir og Vilborg Ingólfsdóttir deildarstjóri I heimsókn á Biskupsstofu hjá sr. Sigurði Guðmundssyni. VÍÐFÖRLI — 7

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.