Víðförli - 15.12.1987, Side 14

Víðförli - 15.12.1987, Side 14
Áhugi okkar íslendinga á trúmál- um er mikill, eins og öllum er kunn- ugt. Gott dæmi þessa er sú athygli sem samþykkt Prestastefnu íslands 1987 um eyðni hefur hlotið. Sú sam- þykkt brýnir fyrir okkur að Iáta ná- ungakærleikann ráða afstöðu okkar til fórnarlamba eyðni og aðstand- enda þeirra, jafnframt sem hún var- ar við „fjöllyndi og lausung í kyn- ferðislegri hegðun.“ f fjölmiðlum hefur spunnist um- ræða kringum þessa samþykkt. Margt athyglisvert hefur komið þar fram ekki síst í skrifum forstöðu- manns eins trúarsafnaðanna hér á höfuðborgarsvæðinu. Hann telur að skortur sé á öflugri siðferðisboðun meðal kristinna manna í eyðnium- ræðunni og komi það ekki síst fram á ályktun prestastefnunnar, ályktun sem hann fullyrðir að hvíli ekki á biblíulegum grunni. Sr. Torfi Stefánsson Hjaltalín. mið þjóðkirkjunnar inn, að maður sem dæmir hefur enga afsökun. Hann segir „Um leið og þú dæmir annan dæmir þú sjálfan þig, því að þú sem dæmir fremur hið sama“. Skoðun Páls, sem virðist vera mót- heimtutmanninn megi ekki hjálpa okkur að útskýra ólík trúarleg við- horf gagnvart eyðni. Faríseinn finnur ekkert athugavert í fari sínu enda mjög trúrækinn mað- ur, en tollheimtumaðurinn hugsar ekki um ávirðingar annarra heldur iðrast eigin synda, enda ástæða til. Andstæðurnar felast annars vegar í sjálfsupphafningu þess sem telur sig öðrum mönnum betri og hins vegar í sjálfsafneitun þess sem veit af ávirðingum sínum. Getum við talað um faríseann og strangtrúarmann- inn sem tilheyrandi sama hóp manna og tollheimtumannin og hinn sam- kynheigða tilheyrandi öðrum hóp? Já, það getum við að mínu mati vegna þess, að tollheimtumaðurinn var í augum samtímafólks hans óhreinn, en faríseinn Guði þóknan- legur. Farisear og tollheimtumenn: Strangtrúarmenn og samkynshneigðir Nú er það svo að heilög ritning tekur mjög strangt á hvers kyns kyn- ferðislegri lausung, sem hún telur til einna af þrem dauðasyndum mann- kyns. Sérstaklega eru höfundar Gamla testamentisins og Páll postuli strangir hvað þetta varðar. Á þessari ströngu afstöðu hafa „strangtrúar- menn“ byggt sína kenningu um refs- ing Guðs. Þessi tvö sjónarmið, þjóðkirkj- unnar og „strangtrúarmanna“, eru það ólík að nauðsynlegt er að reyna að útskýra þennan mun, ekki síst vegna þess að báðir aðiljar telja sig byggja á orði Guðs. í fljótu bragði virðist biblíutúlkun strangtrúar- manna standa á traustari grunni. Ef við athugum t.d. afstöðu Páls post- ula, eins og hún kemur fram í fyrstu köflum Rómverjabréfsins, þá byrjar Páll á því að ráðast heiftarlega á það sem hann kallar saurlífi heiðingj- anna. Þeir hefðu sjálfir valið sér sitt hlutskipti og því „ofurseldi Guð þá ósæmilegu hugarfari.“ Róm. 1:28. En Páli postula er Ijós breyskleiki allra manna, einnig hinna réttlátu og bætir þvi við, og hér koma sjónar- sagnakennd við fyrstu sýn, byggist á þeirri trú að það er Guðs eins að dæma. Guð fer ekki í manngreinar- álit heldur gerir það ljóst að enginn, ekki einn, geti umflúið dóm hans. Eyðniumræðan hefur upp á síð- kastið snúist um syndarhugtakið, um það hvað sé synd og hverjir skuli teljast syndugir. Sérstaklega hafa spjót „strangtrúarmanna“ beinst gegn samkynhneigðum enda sjúk- dómurinn algengastur meðal þeirra. Menn hafa risið upp þeim til varnar og bent á að þessi hópur sé ekki á nokkurn hátt háðari ástríðum sínum en gagnkynhneigðir. Það sé fólki áskapað að njóta ástar með þeim sem hugur þeirra stendur til. Sam- kynhneigð verði ekki útskýrð né af- greidd sem ónáttúra, enda ekki í samræmi við kristilegt hugarfar að hjálpa mönnum með því að hýða þá. Hluti af kærleiksbreytni manna sé að draga úr sektarkennd náungans og það verði einungis gert með um- burðarlyndi, ekki með fordómum. Reka skuli illt út með góðu. Hér vaknar sú spurning hvort hin þekkta dæmisaga um faríseann og toll- Ég mun ekki hafa þessa samlík- ingu lengri enda ekki ástæða til, því áherslupunktur dæmisögunnar ligg- ur á syndajátningu og iðrun, þ.e. á hugarfari auðmýktarinnar sem hjálpræðisleiðar, en ekki á spurning- unni um það, hver sé farísei og hver ekki. En þennan lærdóm getum við dregið af dæmisögunni: Það sem einkennir kristinn mann er ekki hlýðni hans við vilja Guðs, þ.e.a.s. ekki verk hans, heldur auðmýkt hans gagnvart náð Guðs, þ.e. hugarfar hans. Á þessum biblíulega grunni stend- ur boðun hinnar íslensku þjóðkirkju og mótar afstöðu hennar til syndar- innar. Stofnandi okkar kirkjudeild- ar, siðbótarmaðurinn Marteinn Lúther, sagði eitt sinn, að syndir okkar verða okkur einungis ljósar, þá og því aðeins, að Jesús lifi í trú okkar. Þannig sé syndajátning trúar- vitnisburður, en sjálfsupphafning beri trúleysi vitni. Hann segir: „Þetta er undursamlegur hlutur. Sá sem ekki hefur í sér synd, hann finnur fyrir henni og hefur hana og sá sem hefur í sér synd, hann finnur ekki 14 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.