Víðförli - 15.12.1987, Síða 17
Sumarið 1986 kom hingað til
lands hópur af eldra fólki á vegum
„Ældre pá Höjskole í Udlandet“.
Þau dvöldu í Lýðskólanum í Skál-
holti eina viku, hlustuðu á fyrirlestra
og fóru þaðan í ýmsar áttir til þess að
skoða landið. — Hópurinn kom í
Hallgrímskirkju og mælti mjög með
þessum ferðamáta. — Ákveðið var
að hópur færi á vegum þessara sam-
taka til Danmerkur sumarið 1987
með sr. Lárus Halldórsson sem far-
arstjóra.
Starf aldraðra í Hallgrímskirkju
fer í ýmsar ferðir stuttar og lengri,
haust og vor. í júli fórum við í 4 daga
ferð í Húnavatnssýslu og núna í
ágúst þessa 17 daga ferð til Dan-
merkur.
Lýdháskólanemar í Vrá 86-. Greinahöfundur er annar frá vinstri í fremri röð.
Aldraðir á lýðskóla í Danmörku
Lagt var af stað með flugvél til
Kaupmannahafnar 5. ág. og þaðan
með lest til Odense þar sem við gist-
um. — Kl. 12 næsta dag fórum við
ásamt 17 dönskum konum í rútu til
Lýðskólans í Vrá, sem hafði þessa
daga hálfs mánaðar námskeið fyrir
60 ára og eldri frá öllum Norður-
löndunum. — Við vorum 20 frá ís-
landi, 15 frá Sviþjóð, 2 frá Noregi og
afgangurinn Danir, en sum þeirra
höfðu verið oft á þessum stað. Alls
vorum við milli 70 og 80.
Við komum til Vrá um kl. 17.
Okkur var vísað á herbergi og boðið
að koma í borðsalinn og fá kaffi-
sopa, á meðan töskurnar vour born-
ar til herbergja. Kl. 18 var kvöldmat-
ur, auðvitað svínasteik, skreytt var
með logandi ljósum. Kl. 20 var okk-
ur boðið í fyrirlestrasal skólans og
okkur kynnt dagskráin, sem við
höfðum fengið áður en við lögðum
af stað, en var nú með smá breyting-
um. Kennarinn sem hafði veg og
vanda af þessu námskeiði talaði
hægt og skýrt, svo við skildum öll
hvað hann sagði. Á eftir var kvöld-
kaffi. Þá vorum við beðin um að
koma út í portið þar sem við fyrst
höfðum komið í gegn. Þar stendur
stórt og laufmikið tré. Nú tókum við
öll saman höndum og lærðum
keðjudans, sem er líkastur Færeysk-
um dansi. Þetta er hefð í skólanum,
líklega tákn þess að við erum öll
bræður og systur, eða að minnsta
kosti vinir.
Það er leikur að læra.
Næstu 12 dagana hlustuðum við á
fyrirlestra um ýmis efni sem okkur
var boðið upp á, við þurftum ekki að
mæta frekar en við vildum, en flestir
eða allir gerðu það. Flesta daga var
farið í lengri eða skemmri ferðir okk-
ur til fróðleiks og skemmtunar. Við
skoðuðum nýjar og gamlar kirkjur,
söfn og fallegt landslag. Við heim-
sóttum bóndabæi, um átta manns í
hverjum hópi. Það voru listsýningar
og konsert haldinn á staðnum. Það
var greinilegt að skólinn var mikil
menningarmiðstöð héraðsins.
Ekki má gleyma því að 5-10 mín.
gangur var til aðal verslunargötunn-
ar. Þar var útsala og gerðu margir
þar góð kaup á smekklegum fatnaði.
Dansað í rökkri.
Dagarnir liðu fljótt. Fyrr en varði
var þessu námskeiði að ljúka. Veðrið
hafði verið gott alltaf þegar við vor-
um á ferðalögum en smá súld þegar
við lögðum af stað til Skagen. Allt
hafði verið gert til þess að gera þessa
dvöl notalega, fræðandi og fjöl-
breytta. Síðasta kvöldið söfnuðumst
við um tréð en nú var orðið dimmra.
Kveikt var á stormkertum og lagt við
fætur trésins og þarna dönsuðum
við hringdansinn. — Þetta var nota-
legur endir.
Gott að koma í Jónshús.
Næsta dag fórum við til Odense
með dönsku konunum og þaðan til
Kaupmannahafnar með lest.
Sr. Ágúst og Guðrún Lára sáu vel
um okkur. Kunnum við þeim hjón-
um miklar þakkir fyrir alla fyrir-
greiðslu og elskulegheit. Við fund-
um hvað það er mikils virði fyrir ís-
lendinga að hafa prestshjón og Jóns-
hús í Kaupmannahöfn.
Þessi ferð kostaði með öllu tæp 37
þús. Sr. Lárus var einkar laginn að
finna út ódýran ferðamáta, sem þó
var viðunandi. Hafi hann þakkir
fyrir sinn hlut í ferðinni.
Dómhildur Jónsdóttir
(Næsta norræna námskeiðið í Vrá
verður 4. - 17. ágúst 1988.)
VÍÐFÖRLI — 17