Víðförli - 15.12.1987, Síða 22
Úr fórum
Úr
Þingeyjarprófastsdæmi
Fjögur prestaköll í Þingeyjarpró-
fastsdæmi voru laus á árinu 1986:
Raufarhafnarprestakall, Staðarfells-
prestakall, Grenj aðarstaðarpresta-
kall og Húsavíkurprestakall. Öll
brauðin voru auglýst til umsóknar,
en aðeins tvö þeirra, Grenjaðarstað-
arprestakall og Húsavíkurprestakall,
hafa hlotið kjörna presta. Einn guð-
fræðingur sótti um Raufarhafnar-
prestakall en náði ekki kosningu.
Séra Sigurvin Elíasson að Skinna-
stað, þjónar Raufarhafnarpresta-
kalli og í forföllum hans þjónar kall-
inu sr. Ingimar Ingimarsson, prestur
í Sauðanesprestakalli.
Séra Sigurður Árni Þórðarson,
prestur að Staðarfelli í Ljósavatns-
hreppi, sagði brauði sínu lausu og
gerðist skólastjóri Skálholtsskóla.
Brauðið var auglýst til umsóknar, en
engin umsókn barst. Séra Björn H.
Jónsson á Húsavík þjónar nú, kall-
aður af sóknarnefndunum, þar.
Séra Sigurður Guðmundsson,
prófastur og vígslubiskup var búinn
að sitja það merka setur, Grenjaðar-
stað í Suður—Þingeyjarsýslu í 42 ár,
er hann siðla árs 1986 fluttist að Hól-
um í Hjaltadal, hinum forna bisk-
upsstóli Norðurlands. Tii gamans
má rifja upp, að við lok Rómarsiðar
á íslandi kom til Grenjaðarstaðar
séra Sigurður sonur biskupsins á
Hólum, Jóns Arasonar. Nú, fjórum
öldum síðar liggur leið séra Sigurðar
frá Grenjaðarstað til Hólastaðar.
Séra Sigurður Guðmundsson og
kona hans, frú Aðalbjörg Halldórs-
dóttir eiga að baki merk og fjölþætt
störf í Þingeyjarsýslu; því var mikils
að sakna og margt að þakka við
brottför þeirra úr héraðinu. Við
heimamenn í héraði fundum að við
misstum af því sem við áttum. En
svo segir Tómas, skáld, þá heldur líf-
ið áfram „Austurstræti“ og um
Grenjaðarstaðarprestakall sótti séra
Kristján Valur Ingólfsson og hlaut
lögmæta kosningu. Kona hans er frú
Margrét Bóasdóttir, söngkona. For-
faðir hennar var hinn kunni prestur
og læknir, Jón Jónsson, er sat Grenj-
aðarstað á fyrri hluta 19. aldar og
hefur nú leið ættmeiðs legið til stað-
arins aftur.
Séra Björn Helgi Jónsson, sókn-
arprestur á Húsavík, sagði brauðinu
lausu frá og með 1. september, 1986,
og var þá búinn að vera sóknarprest-
ur á Húsavík í 23 ár. Hann kom til
Húsavíkur 1. september 1963 og var
formlega settur inn í embættið 2 vik-
um síðar. Áður en sr. Björn kom til
Húsavíkur hafði hann verið prestur
að Árnesi í Strandasýslu og lögreglu-
maður og kennari í Reykjavík. Af
sinni kunnu gamansemi orðaði hann
svo í viðtali í útvarpi, „að hann væri
búinn að ná 100 ára aldri“ og átti þá
við samanlagðan æfialdur og starfs-
ár í embættum.
Á okkar landi verða merkir at-
burðir gjarnan tilefni að vísu og eitt
sóknarbarna séra Björns orti svo:
Vertu hjá oss enn eitt ár
erjaðu dalinn tára,
því hvergi finnst eins klerkur klár
og karlinn 100 ára.
Sighvatur Karlsson, guðfræðing-
ur, var eini umsækjandinn að Húsa-
víkurprestakalli. Prestskosningin fór
fram í Húsavíkurkirkju og lögðust
margir á eitt til að ná fram fullnægj-
andi kjörsókn. Á íþróttavellinum á
Húsavík fór fram þann dag knatt-
spyrnukeppni, sem fjöldi Húsvík-
inga horfði á af miklum áhuga. Þeg-
ar fólkið kom að leik loknum sigur-
glatt frá vellinum, lá leið þess fram
með Húsavíkurkirkju. Þar á götunni
stóð þá hópur ungmenna, sem
beindi fólkinu inn í kirkjuna að
kjósa prest. Við, sem skipuðum
sóknarnefnd og þar með kjörstjórn
höfðum mikla ánægju af þessari
þátttöku unga fólksins í prestskosn-
ingunni.
Séra Sighvatur hlaut lögmæta
kosningu. Séra Örn Friðriksson,
prófastur að Skútustöðum, setti séra
Sighvat inn í embætti sóknarprests á
Húsavík 16. nóvember. Kona séra
Sighvats er frú Auður Björk Ás-
mundsdóttir. Séra Sighvatur og
Auður eru Reykvíkingar að upp-
runa. Þau eru ung að árum, bæði
fædd 1959. Þau búa að Baldurs-
brekku 11, sem er nýtt hús sem
prestssetur á Húsavík.
Séra Björn H. Jónsson er ekki
fluttur brott úr héraði. Okkur, fólki
á Húsavík þykir betri en ella sá tími,
sem hann vill meðal okkar vera og
enn leitum við til hans bæði í sorg og
gleði. Um þessar mundir vinnur
hann að ritun síðara bindis sögu
Húsavíkur og svo sem áður er fram
komið hefur hann verið settur sókn-
arprestur í Staðarfellsprestakalli.
Svo lýk ég bréfi þessu.
Þormóður Jónsson.
Úr
Kjalarnesprófastsdæmi
Héraðsfundur Kjalarnesprófasts-
dæmis var haldinn í Samkomuhús-
inu í Sandgerði sunnudaginn 11. okt.
sl. Hófst hann með morgunbænar
stund, sem sóknarpresturinn,
sr. Hjörtur Magni Jóhannsson, ann-
aðist.
Að bænagjörð lokinn flutti pró-
fasturinn, sr. Bragi Friðriksson, yfir-
litsskýrslu sína, sem hann leiddi inn
með hugleiðingu út frá textum dags-
ins og sagði þá m.a.:
„Beygðu holdsins og hjartans
kné“ sagði trúarskáldið, sr. Hall-
grímur Pétursson, sem tengdist svo
sterkt þeirri kirkju og þeim söfnuði,
sem er gestgjafi okkar í dag.
Hógværð og auðmýkt eru kristnar
dyggðir helgaðar af Iífi Krists, er
sagði: „Takið á yður mitt ok og lærið
af mér, því að ég er hógvær og af
hjarta lítillátur. “
Þá minntist prófastur forystu-
manna í kirkju og safnaðarlífi pró-
fastsdæmisins, sem látist hafa á
liðnu ári en þeir eru:
Dr. Sigurður Pálsson, vígslu-
biskup, frú Sveinbjörg Helgadóttir,
prófastsfrú, Sveinn Erlendsson,
Bessastaðahreppi, Guðmundur
Guðgeirsson, Hafnarfirði, Eiríkur
Guðnason, Vestmannaeyjum, Guð-
mundur A. Finnbogason, Njarðvík,
Gísli Andrésson, Kjós, Sigurvin Br.
22 — VÍÐFÖRLI